Leikjaþjónustan Steam, í eigu Valve, mun á næstunni leggja söluskatt á tölvuleiki sem til sölu eru á þjónustunni, í allt að tíu löndum, sem þýðir að verð á leikjum mun koma til með að hækka. Er þetta vegna nýrra skattareglugerða sem kveða á um að lagður sé svæðisbundinn skattur á rafræna þjónustu.
Ísland er eitt þessara landa og munu leikir sem seldir til spilara hér á landi hækka um 24 prósent, í mars næstkomandi. Auk Íslands, munu leikir einnig hækka í nokkrum öðrum löndum í sama mánuði, auk þess sem nokkur fleiri ríki munu bætast við á næstu mánuðum.
Hægt er að sjá þau lönd þar sem leikir munu hækka hér:
Mars 2017:
Sviss 8%
Suður Kórea 10%
Japan 8%
Nýja-Sjáland 15%
Ísland 24%
Suður Afríka 14%
Indland 15%
Apríl 2017:
Serbía 20%
Maí 2017:
Tævan 5%
Júlí 2017:
Ástralía 10%
Verð á tölvuleikjum á Steam mun hækka um 24 prósent
