Brotist inn hjá landsliðskonu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2017 20:51 Hallbera fer með íslenska landsliðinu til Algarve á sunnudaginn. vísir/anton Landsliðskonan í knattspyrnu, Hallbera Guðný Gísladóttir, greindi frá því á Twitter að hún hefði lent í afar leiðinlegri lífsreynslu í dag.Hallbera, sem leikur með Djurgården í Svíþjóð, tók eftir því að ekki var allt með felldu þegar hún kom heim eftir æfingu í dag. „Ég var að koma heim af æfingu. Ég var búin að vera heima allan daginn og rétt skrapp á æfingu. Á meðan hefur einhver ákveðið að klifra upp á aðra hæð á blokkinni minni og farið í gegnum svalirnar,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi í kvöld. „Ég kom heim og sá strax að það var eitthvað skrítið við íbúðina. Ég labbaði inn í stofu og þar var búið að fara í gegnum allt dótið mitt, fötin á gólfinu og tölvan farin.“ Hallberu var skiljanlega brugðið við aðkomuna. „Ég bý í voða fínu hverfi, mér leið voða vel hérna og átti alls ekki von á neinu svona. Þetta er mjög skrítið, þeir fóru bara inn í mína íbúð og það er pínu eins og þeir hafi vitað að ég væri ekki heima,“ sagði Hallbera. En finnst henni að hún geti búið þarna áfram? „Jájá, þeir eru búnir að taka allt frá mér,“ sagði Hallbera og hló. „Ég vona að þeir komi ekki aftur. En maður verður að hrista þetta af sér. Löggan er væntanleg á svæðið og ætlar að skoða þetta eitthvað. Það er voða lítið hægt að gera. Þetta bara gerðist. Það er verst með tölvuna, það er fullt af skólagögnum og myndum þar sem maður fær ekkert bætt. Það var mjög óþægilegt að koma heim og þetta ástand tók á móti manni.“ Hallbera fer með íslenska landsliðinu til Algarve á sunnudaginn þar sem það tekur þátt á Algarve-mótinu. „Ég næ þessu úr mér þar,“ sagði Hallbera sem gekk í raðir Djurgården frá Breiðabliki á síðasta ári. Nú stendur yfir undirbúningstímabil en sænska deildin hefst um miðjan apríl. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira
Landsliðskonan í knattspyrnu, Hallbera Guðný Gísladóttir, greindi frá því á Twitter að hún hefði lent í afar leiðinlegri lífsreynslu í dag.Hallbera, sem leikur með Djurgården í Svíþjóð, tók eftir því að ekki var allt með felldu þegar hún kom heim eftir æfingu í dag. „Ég var að koma heim af æfingu. Ég var búin að vera heima allan daginn og rétt skrapp á æfingu. Á meðan hefur einhver ákveðið að klifra upp á aðra hæð á blokkinni minni og farið í gegnum svalirnar,“ sagði Hallbera í samtali við Vísi í kvöld. „Ég kom heim og sá strax að það var eitthvað skrítið við íbúðina. Ég labbaði inn í stofu og þar var búið að fara í gegnum allt dótið mitt, fötin á gólfinu og tölvan farin.“ Hallberu var skiljanlega brugðið við aðkomuna. „Ég bý í voða fínu hverfi, mér leið voða vel hérna og átti alls ekki von á neinu svona. Þetta er mjög skrítið, þeir fóru bara inn í mína íbúð og það er pínu eins og þeir hafi vitað að ég væri ekki heima,“ sagði Hallbera. En finnst henni að hún geti búið þarna áfram? „Jájá, þeir eru búnir að taka allt frá mér,“ sagði Hallbera og hló. „Ég vona að þeir komi ekki aftur. En maður verður að hrista þetta af sér. Löggan er væntanleg á svæðið og ætlar að skoða þetta eitthvað. Það er voða lítið hægt að gera. Þetta bara gerðist. Það er verst með tölvuna, það er fullt af skólagögnum og myndum þar sem maður fær ekkert bætt. Það var mjög óþægilegt að koma heim og þetta ástand tók á móti manni.“ Hallbera fer með íslenska landsliðinu til Algarve á sunnudaginn þar sem það tekur þátt á Algarve-mótinu. „Ég næ þessu úr mér þar,“ sagði Hallbera sem gekk í raðir Djurgården frá Breiðabliki á síðasta ári. Nú stendur yfir undirbúningstímabil en sænska deildin hefst um miðjan apríl.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Fótbolti Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Skýrsla Vals: Illt í sálinni Körfubolti Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Körfubolti EM í dag: Fimm mínútna martröð Körfubolti Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Íslenski boltinn „Þessi sigur nærir meira en margir aðrir“ Sport Myndasyrpa: Íslendingarnir máluðu bæinn bláan Körfubolti Real Madrid áfram á sigurbraut Fótbolti Fleiri fréttir Jackson neyddur aftur til Chelsea þvert gegn vilja sínum Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Real Madrid áfram á sigurbraut Aron Einar meiddur en Brynjólfur hleypur í skarðið Hákon skoraði í stórsigri Uppgjörið: Twente - Breiðablik 2-0 | Blikar á leið í Evrópubikarinn Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Ísak skoraði en var á bekknum þegar liðið missti frá sér sigurinn Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Langþráður leikur Bryndísar Örnu Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Uppgjör: Valur-Inter 1-4 | Fanndís skoraði hjá Cecilíu en það dugði skammt Tuchel baðst afsökunar: „Ég ætti að vita betur“ Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Vallarþulurinn fékk rauða spjaldið Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Sjá meira