Árleg jeppasýning Toyota á laugardaginn Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 14:32 Lagleg flóra jeppa frá Toyota. Árleg jeppasýning Toyota Kauptúni verður að þessu sinni haldin í samstarfi við Ferðafélag Íslands og Ellingsen laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00 – 16:00. Þetta er áttunda árið í röð sem Toyota Kauptúni efnir til jeppasýningar og er sýningin fyrir löngu orðin fastur viðkomustaður jeppa- og útivistarfólks. Á jeppasýningunni verður Hilux sýndur með nýjum Invincible aukahlutapakka sem fylgir öllum nýjum Hilux án aukakostnaðar. Kynnt verður tilboð á Adventure aukahlutapakkanum fyrir Land Cruiser 150 og sjá má RAV4 í fjölmörgum útfærslum. Breyttir jeppar verða á útisvæði og í sýningarsal. Ýmiss búnaður fyrir útivistina verður einnig á jeppasýningunni, t.d. fjórhjól, sexhjól, Buggy bílar, fjallaskíði, Garmin GPS græjur og svo Brenderup kerrur til að flytja tækin. Ferðafélag Íslands, sem á 90 ára afmæli í ár verður sérstakur gestur sýningarinnar ásamt samstarfsaðilum sínum. Ferðafélagið mun kynna starfsemi sína og saga félagsins verður rifjuð upp. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent
Árleg jeppasýning Toyota Kauptúni verður að þessu sinni haldin í samstarfi við Ferðafélag Íslands og Ellingsen laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00 – 16:00. Þetta er áttunda árið í röð sem Toyota Kauptúni efnir til jeppasýningar og er sýningin fyrir löngu orðin fastur viðkomustaður jeppa- og útivistarfólks. Á jeppasýningunni verður Hilux sýndur með nýjum Invincible aukahlutapakka sem fylgir öllum nýjum Hilux án aukakostnaðar. Kynnt verður tilboð á Adventure aukahlutapakkanum fyrir Land Cruiser 150 og sjá má RAV4 í fjölmörgum útfærslum. Breyttir jeppar verða á útisvæði og í sýningarsal. Ýmiss búnaður fyrir útivistina verður einnig á jeppasýningunni, t.d. fjórhjól, sexhjól, Buggy bílar, fjallaskíði, Garmin GPS græjur og svo Brenderup kerrur til að flytja tækin. Ferðafélag Íslands, sem á 90 ára afmæli í ár verður sérstakur gestur sýningarinnar ásamt samstarfsaðilum sínum. Ferðafélagið mun kynna starfsemi sína og saga félagsins verður rifjuð upp.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent