Árleg jeppasýning Toyota á laugardaginn Finnur Thorlacius skrifar 23. febrúar 2017 14:32 Lagleg flóra jeppa frá Toyota. Árleg jeppasýning Toyota Kauptúni verður að þessu sinni haldin í samstarfi við Ferðafélag Íslands og Ellingsen laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00 – 16:00. Þetta er áttunda árið í röð sem Toyota Kauptúni efnir til jeppasýningar og er sýningin fyrir löngu orðin fastur viðkomustaður jeppa- og útivistarfólks. Á jeppasýningunni verður Hilux sýndur með nýjum Invincible aukahlutapakka sem fylgir öllum nýjum Hilux án aukakostnaðar. Kynnt verður tilboð á Adventure aukahlutapakkanum fyrir Land Cruiser 150 og sjá má RAV4 í fjölmörgum útfærslum. Breyttir jeppar verða á útisvæði og í sýningarsal. Ýmiss búnaður fyrir útivistina verður einnig á jeppasýningunni, t.d. fjórhjól, sexhjól, Buggy bílar, fjallaskíði, Garmin GPS græjur og svo Brenderup kerrur til að flytja tækin. Ferðafélag Íslands, sem á 90 ára afmæli í ár verður sérstakur gestur sýningarinnar ásamt samstarfsaðilum sínum. Ferðafélagið mun kynna starfsemi sína og saga félagsins verður rifjuð upp. Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent
Árleg jeppasýning Toyota Kauptúni verður að þessu sinni haldin í samstarfi við Ferðafélag Íslands og Ellingsen laugardaginn 25. febrúar kl. 12:00 – 16:00. Þetta er áttunda árið í röð sem Toyota Kauptúni efnir til jeppasýningar og er sýningin fyrir löngu orðin fastur viðkomustaður jeppa- og útivistarfólks. Á jeppasýningunni verður Hilux sýndur með nýjum Invincible aukahlutapakka sem fylgir öllum nýjum Hilux án aukakostnaðar. Kynnt verður tilboð á Adventure aukahlutapakkanum fyrir Land Cruiser 150 og sjá má RAV4 í fjölmörgum útfærslum. Breyttir jeppar verða á útisvæði og í sýningarsal. Ýmiss búnaður fyrir útivistina verður einnig á jeppasýningunni, t.d. fjórhjól, sexhjól, Buggy bílar, fjallaskíði, Garmin GPS græjur og svo Brenderup kerrur til að flytja tækin. Ferðafélag Íslands, sem á 90 ára afmæli í ár verður sérstakur gestur sýningarinnar ásamt samstarfsaðilum sínum. Ferðafélagið mun kynna starfsemi sína og saga félagsins verður rifjuð upp.
Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent