Skuldafangelsi Hörður Ægisson skrifar 24. febrúar 2017 07:00 Það er ekkert sumar án þess að skuldavandi Grikklands komist í kastljós alþjóðlegra fjölmiðla. Á því verður engin breyting í ár. Þótt lítið hafi verið um fréttir af efnahagsvandræðum Grikkja síðustu misseri þá er það ekki til marks um að mikið hafi áunnist í að vinna bug á ósjálfbærri skuldastöðu ríkisins. Öðru nær. Skuldir gríska ríkisins eru um 180 prósent af landsframleiðslu en samkvæmt AGS gæti skuldahlutfallið, komi ekki til verulegra afskrifta, orðið hátt í 300 prósent á næstu áratugum. Grísk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við lánveitendur sína um framhald á frekari fjárhagsaðstoð. Í júlí þarf ríkið um sjö milljarða evra til að standa í skilum á afborgunum og geta þannig velt skuldabagganum áfram enn um sinn. Forystumenn á evrusvæðinu hafa sagt að fyrirgreiðslan sé háð því að Grikkir ráðist í enn meiri aðhaldsaðgerðir og efnahagsumbætur í því skyni að ná fram auknum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs. AGS hefur tekið undir með grískum stjórnvöldum um eftirgjöf skulda eigi sjóðnum að vera fært að taka þátt í frekari lánveitingum til Grikklands. Ráðamenn Þýskalands eru á öðru máli og útiloka að skuldir Grikklands verði afskrifaðar. Hinar miklu skuldir Grikkja eru nánast alfarið við opinbera aðila, einkum stærstu ríki evrusvæðisins. Í aðdraganda kosninga á komandi sex mánuðum í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi er ljóst að pólitískur ómöguleiki er fyrir stjórnmálamenn þessara ríkja að samþykkja eftirgjöf gagnvart kröfum Grikkja. Að óbreyttu er því ekkert lát á áframhaldandi efnahagsþrengingum Grikkja, fastir í spennutreyju evrunnar. Stofnun myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Það markmið er í dag aðeins fjarlægur draumur. Þótt ójafnvægi á greiðslujöfnuði aðildarríkja evrunnar hafi verið fyrir hendi allt frá því að hún var fyrst kynnt til sögunnar þá skapaði þetta ekki vandamál fyrr en alþjóðlega fjármálakreppan skall á 2008. Fram að því voru fjárfestar reiðubúnir að fjármagna viðskiptahalla margra evruríkja, meðal annars Grikklands, á lágum vöxtum. Sá tími er liðinn. Skuldahrjáðustu evruríkin hafa þess í stað verið háð því að seðlabankar þeirra fái fjármögnun í gegnum greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans, betur þekkt sem Target2. Gríðarmiklum viðskiptaafgangi Þýskalands á undanförnum árum hefur að mestu verið ráðstafað til að fjármagna seðlabanka þessara sömu ríkja í gegnum Target2 kerfið. Þannig nemur krafa seðlabanka Þýskalands á Evrópska seðlabankann í dag um 800 milljörðum evra, sem er að stórum hluta jafnframt óbeint krafa á seðlabanka Grikklands, og hefur aldrei verið meiri. Sú stefna sem Þjóðverjar hafa rekið gagnvart Grikklandi er pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot. Þá munu Þjóðverjar vakna upp við vondan draum þegar þeir þurfa að afskrifa kröfur sínar á Evrópska seðlabankann að verulegu leyti samhliða því að Grikkir kasta evrunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Það er ekkert sumar án þess að skuldavandi Grikklands komist í kastljós alþjóðlegra fjölmiðla. Á því verður engin breyting í ár. Þótt lítið hafi verið um fréttir af efnahagsvandræðum Grikkja síðustu misseri þá er það ekki til marks um að mikið hafi áunnist í að vinna bug á ósjálfbærri skuldastöðu ríkisins. Öðru nær. Skuldir gríska ríkisins eru um 180 prósent af landsframleiðslu en samkvæmt AGS gæti skuldahlutfallið, komi ekki til verulegra afskrifta, orðið hátt í 300 prósent á næstu áratugum. Grísk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við lánveitendur sína um framhald á frekari fjárhagsaðstoð. Í júlí þarf ríkið um sjö milljarða evra til að standa í skilum á afborgunum og geta þannig velt skuldabagganum áfram enn um sinn. Forystumenn á evrusvæðinu hafa sagt að fyrirgreiðslan sé háð því að Grikkir ráðist í enn meiri aðhaldsaðgerðir og efnahagsumbætur í því skyni að ná fram auknum afgangi á frumjöfnuði ríkissjóðs. AGS hefur tekið undir með grískum stjórnvöldum um eftirgjöf skulda eigi sjóðnum að vera fært að taka þátt í frekari lánveitingum til Grikklands. Ráðamenn Þýskalands eru á öðru máli og útiloka að skuldir Grikklands verði afskrifaðar. Hinar miklu skuldir Grikkja eru nánast alfarið við opinbera aðila, einkum stærstu ríki evrusvæðisins. Í aðdraganda kosninga á komandi sex mánuðum í Hollandi, Frakklandi og Þýskalandi er ljóst að pólitískur ómöguleiki er fyrir stjórnmálamenn þessara ríkja að samþykkja eftirgjöf gagnvart kröfum Grikkja. Að óbreyttu er því ekkert lát á áframhaldandi efnahagsþrengingum Grikkja, fastir í spennutreyju evrunnar. Stofnun myntbandalagsins átti að skapa aukinn stöðugleika. Það markmið er í dag aðeins fjarlægur draumur. Þótt ójafnvægi á greiðslujöfnuði aðildarríkja evrunnar hafi verið fyrir hendi allt frá því að hún var fyrst kynnt til sögunnar þá skapaði þetta ekki vandamál fyrr en alþjóðlega fjármálakreppan skall á 2008. Fram að því voru fjárfestar reiðubúnir að fjármagna viðskiptahalla margra evruríkja, meðal annars Grikklands, á lágum vöxtum. Sá tími er liðinn. Skuldahrjáðustu evruríkin hafa þess í stað verið háð því að seðlabankar þeirra fái fjármögnun í gegnum greiðslumiðlunarkerfi Evrópska seðlabankans, betur þekkt sem Target2. Gríðarmiklum viðskiptaafgangi Þýskalands á undanförnum árum hefur að mestu verið ráðstafað til að fjármagna seðlabanka þessara sömu ríkja í gegnum Target2 kerfið. Þannig nemur krafa seðlabanka Þýskalands á Evrópska seðlabankann í dag um 800 milljörðum evra, sem er að stórum hluta jafnframt óbeint krafa á seðlabanka Grikklands, og hefur aldrei verið meiri. Sú stefna sem Þjóðverjar hafa rekið gagnvart Grikklandi er pólitískt og efnahagslega óskynsamleg og mun að lokum hrekja Grikki í greiðsluþrot. Þá munu Þjóðverjar vakna upp við vondan draum þegar þeir þurfa að afskrifa kröfur sínar á Evrópska seðlabankann að verulegu leyti samhliða því að Grikkir kasta evrunni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun