Umboð fyrir Jaguar tekur til starfa hjá BL Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 10:45 Jaguar F-Pace jeppinn. Bílaumboðið BL ehf., umboðsaðili Jaguar Land Rover hér á landi, hefur nú formlega bætt við sig lúxusmerkinu Jaguar í flóru fyrirtækisins. Verður af því tilefni haldin glæsileg bílasýning í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun, laugardag milli kl. 13 og 17. Á sýningunni verða frumsýndar fimm nýjar og gamlar gerðir af Jaguar; sportjeppinn Jaguar F-Pace, fjölskyldusportbílarnir Jaguar XE og XF í fjórhjóladrifnum útgáfum, sportbíllinn Jaguar F-Type sem frumsýndur verður í fyrsta sinn í Evrópu í Listasafni Reykjavíkur í nýrri útgáfu. Bíllinn var fenginn að láni af þessu tilefni ásamt og síðast en ekki síst hinum goðsagnakennda Jaguar E-Type árgerð 1969, sem af mörgum er talinn einn fallegasti bíll sem hannaður hefur verið.Fyrsti jeppinn frá Jaguar Jaguar F-PACE er fyrsti jeppinn frá Jaguar. Hér er búinn sönnum Jaguareiginleikum annarra gerða, sem eru snarpir aksturseiginleikar og fjölhæfni til daglegra nota enda hefur hann fengið mjög góða dóma á öllum markaðssvæðum. Hægt er að velja um nokkrar mismunandi dísilvélar í F-Pace, 180 hestafla dísil, 240 hestafla dísil eða 340-380 hestafla SuperCharged bensínvél. Útblásturstölur nýju díslivélanna sem Jaguar kallar Ingenium eru með þeim lægstu sem gerast í þessum flokki bíla eða frá 139 g/km. Allir Jaguar F-Pace jepparnir eru með 8 þrepa sjálfskiptingu. Farangursrýmið er með því sem best gerist í þessum flokki eða 650 lítrar. Margmiðlunarbúnaður með íslensku leiðsögukerfi er staðalbúnaður í sumum gerðum af F-Pace en fáanlegt í allar gerðirnar.Fjölskyldusportbíllarnir Jaguar XE og XF með fjórhjóladrifiJaguar XE og XF eru sportlegir fjölskyldubílar í millistærðarflokki sem auk ríkulegs búnaðaðar koma með sparneytnum dísil- eða bensínvélum. Eins og í öðrum bílum Jaguar eru bæði burðarvirki og yfirbygging XE og XF smíðuð úr áli sem dregur úr þyngd þeirra og eldsneytiseyðslu ásamt því að auka snerpu þeirra og aksturseiginleika. Í þessum bílum eru sömu vélar í boði og í F-Pace, þó meiri áhersla sé lögð á sparneytnu 180 og 240 hestafla Ingeniumdísilvélarnar. XE og XF er einnig hægt að fá með 340 hestafla bensínvél og í stærri gerðina, XF, er að auki hægt að fá 380 hestafla bensínvél. Í þessum gerðum verður mest áhersla lögð á að panta bílana með nýja ASPC fjórhjóladrifskerfinu frá Jaguar. Margmiðlunarbúnaður með íslensku leiðsögukerfi er staðalbúnaður í sumum gerðum en fáanlegt í allar gerðirnar. Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent
Bílaumboðið BL ehf., umboðsaðili Jaguar Land Rover hér á landi, hefur nú formlega bætt við sig lúxusmerkinu Jaguar í flóru fyrirtækisins. Verður af því tilefni haldin glæsileg bílasýning í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu á morgun, laugardag milli kl. 13 og 17. Á sýningunni verða frumsýndar fimm nýjar og gamlar gerðir af Jaguar; sportjeppinn Jaguar F-Pace, fjölskyldusportbílarnir Jaguar XE og XF í fjórhjóladrifnum útgáfum, sportbíllinn Jaguar F-Type sem frumsýndur verður í fyrsta sinn í Evrópu í Listasafni Reykjavíkur í nýrri útgáfu. Bíllinn var fenginn að láni af þessu tilefni ásamt og síðast en ekki síst hinum goðsagnakennda Jaguar E-Type árgerð 1969, sem af mörgum er talinn einn fallegasti bíll sem hannaður hefur verið.Fyrsti jeppinn frá Jaguar Jaguar F-PACE er fyrsti jeppinn frá Jaguar. Hér er búinn sönnum Jaguareiginleikum annarra gerða, sem eru snarpir aksturseiginleikar og fjölhæfni til daglegra nota enda hefur hann fengið mjög góða dóma á öllum markaðssvæðum. Hægt er að velja um nokkrar mismunandi dísilvélar í F-Pace, 180 hestafla dísil, 240 hestafla dísil eða 340-380 hestafla SuperCharged bensínvél. Útblásturstölur nýju díslivélanna sem Jaguar kallar Ingenium eru með þeim lægstu sem gerast í þessum flokki bíla eða frá 139 g/km. Allir Jaguar F-Pace jepparnir eru með 8 þrepa sjálfskiptingu. Farangursrýmið er með því sem best gerist í þessum flokki eða 650 lítrar. Margmiðlunarbúnaður með íslensku leiðsögukerfi er staðalbúnaður í sumum gerðum af F-Pace en fáanlegt í allar gerðirnar.Fjölskyldusportbíllarnir Jaguar XE og XF með fjórhjóladrifiJaguar XE og XF eru sportlegir fjölskyldubílar í millistærðarflokki sem auk ríkulegs búnaðaðar koma með sparneytnum dísil- eða bensínvélum. Eins og í öðrum bílum Jaguar eru bæði burðarvirki og yfirbygging XE og XF smíðuð úr áli sem dregur úr þyngd þeirra og eldsneytiseyðslu ásamt því að auka snerpu þeirra og aksturseiginleika. Í þessum bílum eru sömu vélar í boði og í F-Pace, þó meiri áhersla sé lögð á sparneytnu 180 og 240 hestafla Ingeniumdísilvélarnar. XE og XF er einnig hægt að fá með 340 hestafla bensínvél og í stærri gerðina, XF, er að auki hægt að fá 380 hestafla bensínvél. Í þessum gerðum verður mest áhersla lögð á að panta bílana með nýja ASPC fjórhjóladrifskerfinu frá Jaguar. Margmiðlunarbúnaður með íslensku leiðsögukerfi er staðalbúnaður í sumum gerðum en fáanlegt í allar gerðirnar.
Mest lesið Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Erlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent