Er Christiano Ronaldo að fá sér Bugatti Chiron? Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2017 13:00 Portúgalski knattspyrnumaðurinn Christiano Ronaldo er alls ekki ókunnugur ofuröflugum sportbílum. Real Madrid stjarnan hefur þegar átt tugi af slíkum bílum af gerðum eins og Ferrari, Bentley, Porsche, Audi, BMW og einnig Bugatti, en hann fékk sér eintak af Bugatti Veyron sem gjöf til sjálfs síns þegar hann var nýbúinn að vinna Evrópukeppnina í fótbolta síðastliðið sumar. Bugatti fyrirtækið franska er að fara að afgreiða fyrstu eintökin af sínum nýjasta bíl, Chiron og vildi endilega að bíllinn yrði fyrst prófaður af sönnum sigurvegara og fyrir valinu varð Christiona Ronaldo. Það færðist breitt bros yfir andlit Ronaldo þegar honum voru afhentir lyklarnir af Bugatti Chiron bílnum og reynsluaksturinn fór síðan fram á braut í nágrenni höfuðborgar Spánar, Madrid. Ronaldo lét síðan sína 91 milljón fylgjendur á Twitter vita rækilega af því að hann væri að prófa þennan 1.500 hestafla ofurbíl með bæði myndum og myndskeiðum. Greinilegt er að hann er hrifinn af bílnum, en þó óvíst að hann hafi sett inn pöntun á eintaki eftir reynsluaksturinn þar sem starfsmaður Bugatti tjáði honum að hann þurfi að setja sig í samband við fyrirtækið til að halda bílnum. Víst er að hann hefur efni á honum þó svo bíllinn kosti tæplega 300 milljónir króna. Hann fékk 3,6 milljarða í laun hjá Madrid í fyrra og auglýsingatekjur hans þá bættu við 2,8 milljörðum. Hann gæti þó fullt eins fengið bílinn gefins frá Bugatti fyrir þá auglýsingu sem reynsluaksturinn fær. Bugatti hefur nú þegar fengið 220 pantanir í Chiron og mun geta framleitt 65 þeirra í ár, svo sumir þurfa að bíða talsvert lengur eftir afgreiðslu á sínum bíl. Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent
Portúgalski knattspyrnumaðurinn Christiano Ronaldo er alls ekki ókunnugur ofuröflugum sportbílum. Real Madrid stjarnan hefur þegar átt tugi af slíkum bílum af gerðum eins og Ferrari, Bentley, Porsche, Audi, BMW og einnig Bugatti, en hann fékk sér eintak af Bugatti Veyron sem gjöf til sjálfs síns þegar hann var nýbúinn að vinna Evrópukeppnina í fótbolta síðastliðið sumar. Bugatti fyrirtækið franska er að fara að afgreiða fyrstu eintökin af sínum nýjasta bíl, Chiron og vildi endilega að bíllinn yrði fyrst prófaður af sönnum sigurvegara og fyrir valinu varð Christiona Ronaldo. Það færðist breitt bros yfir andlit Ronaldo þegar honum voru afhentir lyklarnir af Bugatti Chiron bílnum og reynsluaksturinn fór síðan fram á braut í nágrenni höfuðborgar Spánar, Madrid. Ronaldo lét síðan sína 91 milljón fylgjendur á Twitter vita rækilega af því að hann væri að prófa þennan 1.500 hestafla ofurbíl með bæði myndum og myndskeiðum. Greinilegt er að hann er hrifinn af bílnum, en þó óvíst að hann hafi sett inn pöntun á eintaki eftir reynsluaksturinn þar sem starfsmaður Bugatti tjáði honum að hann þurfi að setja sig í samband við fyrirtækið til að halda bílnum. Víst er að hann hefur efni á honum þó svo bíllinn kosti tæplega 300 milljónir króna. Hann fékk 3,6 milljarða í laun hjá Madrid í fyrra og auglýsingatekjur hans þá bættu við 2,8 milljörðum. Hann gæti þó fullt eins fengið bílinn gefins frá Bugatti fyrir þá auglýsingu sem reynsluaksturinn fær. Bugatti hefur nú þegar fengið 220 pantanir í Chiron og mun geta framleitt 65 þeirra í ár, svo sumir þurfa að bíða talsvert lengur eftir afgreiðslu á sínum bíl.
Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent