Bjór í búðir óttar guðmundsson skrifar 25. febrúar 2017 10:00 Takmarkað aðgengi að áfengi á Íslandi er mikið vandamál. Núverandi fyrirkomulag byggir á þeirri skoðun að neyslan aukist með auknu framboði og frjálsræði. Margir hafa þurft að neita sér um hvítvín með þriðjudags-ýsunni eða rauðvín með miðvikudags-kássunni af því að þeir komust ekki í ríkið fyrir lokun. Knattspyrnuáhugamenn hafa setið bjórlausir yfir skemmtilegum mánudagsleikjum. Íslenskir ferðalangar í útlöndum hafa notið þess að geta keypt sér pela af vodka eða pott af bjór í vegasjoppu eða matvöruverslun. Þetta hefur stuðlað að sérlega siðfágaðri umgengni við áfengi á erlendri grund eins og allir leiðsögumenn íslenskra ferðalanga geta vitnað um. Nú eru bjartari tímar í nánd. Þingmenn vilja hverfa frá skandinavískri aðhaldsstefnu og gefa áfengissöluna frjálsa í öllum matvöruverslunum. Drykkjan gæti mögulega aukist og þau vandamál sem af henni hljótast. En það er ljós í mykrinu. Hvergi á nágrannalöndunum er viðlíka framboð af meðferð fyrir alkóhólista og aðra fíkla og á Íslandi. SÁÁ, Landspítalinn, Samhjálp og Krýsuvíkursamtökin reka öll ágæt meðferðarheimili. Liðlega 160 legurými eru eyrnamerkt þessum hópi sjúklinga auk öflugra göngudeilda og fjölmargra AA-funda. Þetta er meiri meðferð en boðið er uppá í Kaupmannahöfn, Berlín eða París, þar sem mannfjöldinn er talsvert meiri. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í lifrar- og brisígræðslum ef þessi líffæri skyldu skemmast. Nú þarf ekkert íslensk heimili nokkru sinni að neita sér um áfengi vegna íhaldssemi stjórnvalda. Íslenska heilbrigðisferðarkerfið er það öflugasta í heimi og getur áreynslulaust leyst öll áfengistengd vandamál. Auðvitað reddast þetta allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun
Takmarkað aðgengi að áfengi á Íslandi er mikið vandamál. Núverandi fyrirkomulag byggir á þeirri skoðun að neyslan aukist með auknu framboði og frjálsræði. Margir hafa þurft að neita sér um hvítvín með þriðjudags-ýsunni eða rauðvín með miðvikudags-kássunni af því að þeir komust ekki í ríkið fyrir lokun. Knattspyrnuáhugamenn hafa setið bjórlausir yfir skemmtilegum mánudagsleikjum. Íslenskir ferðalangar í útlöndum hafa notið þess að geta keypt sér pela af vodka eða pott af bjór í vegasjoppu eða matvöruverslun. Þetta hefur stuðlað að sérlega siðfágaðri umgengni við áfengi á erlendri grund eins og allir leiðsögumenn íslenskra ferðalanga geta vitnað um. Nú eru bjartari tímar í nánd. Þingmenn vilja hverfa frá skandinavískri aðhaldsstefnu og gefa áfengissöluna frjálsa í öllum matvöruverslunum. Drykkjan gæti mögulega aukist og þau vandamál sem af henni hljótast. En það er ljós í mykrinu. Hvergi á nágrannalöndunum er viðlíka framboð af meðferð fyrir alkóhólista og aðra fíkla og á Íslandi. SÁÁ, Landspítalinn, Samhjálp og Krýsuvíkursamtökin reka öll ágæt meðferðarheimili. Liðlega 160 legurými eru eyrnamerkt þessum hópi sjúklinga auk öflugra göngudeilda og fjölmargra AA-funda. Þetta er meiri meðferð en boðið er uppá í Kaupmannahöfn, Berlín eða París, þar sem mannfjöldinn er talsvert meiri. Gríðarlegar framfarir hafa átt sér stað í lifrar- og brisígræðslum ef þessi líffæri skyldu skemmast. Nú þarf ekkert íslensk heimili nokkru sinni að neita sér um áfengi vegna íhaldssemi stjórnvalda. Íslenska heilbrigðisferðarkerfið er það öflugasta í heimi og getur áreynslulaust leyst öll áfengistengd vandamál. Auðvitað reddast þetta allt.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun