BANK BANK Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Kom inn.“ „Ég kem ekkert inn, komdu út, eins og skot.“ „Kári Stefánsson! Já blessaður, gaman að sjá þig.“ „Það er ekkert gaman að sjá þig. Hvað á það að þýða að skrifa svona bakþanka um mig?“ „Ég var bara að spyrja hvort það væri ekki skrýtið að þú hefðir alltaf sagt að gögnin um genin okkar væru órekjanleg og svo eru þau rekjanleg, ég skildi þetta ekki.“ „Nei, þú skilur nefnilega ekki neitt, þú ert ekkert skárri en þessi Sigríður Andersen.“ „Ókei, en svo skildi ég heldur ekki hvernig eitthvert amerískt fyrirtæki á ykkur en samt eigið þið gögnin um okkur. Ég var nú bara að skrifa um það.“ „Það er bara óþolandi að þurfa að sitja undir bulli í svona fólki eins og þér. Ég er búinn að skrifa fleiri vísindagreinar en nokkur annar, með hæsta birtingastuðul í heimi. Veistu hvað Bjarni Ben er með, ha? Hann er með núll, hann veit ekkert. Og þessi Andersen dama, ég tala nú ekki um hana. En þú skilur ekki neitt, ég er með næstum 5 háskólagráður og þú heldur að þú getir bara vaðið á skítugum skónum og skrifað svona, ég meina, hver ertu eiginlega?“ „Ég er bara ég, en viltu ekki koma inn, við getum ekki staðið hérna úti það er ískalt og allt hverfið heyrir í þér.“ „Farðu bara sjálf inn og hættu að skrifa eins og...“ „Allt í lagi, ég skal skrifa um eitthvað annað, hesta kannski?“ „Já það væri fínt, hestar eru góðir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun
Kom inn.“ „Ég kem ekkert inn, komdu út, eins og skot.“ „Kári Stefánsson! Já blessaður, gaman að sjá þig.“ „Það er ekkert gaman að sjá þig. Hvað á það að þýða að skrifa svona bakþanka um mig?“ „Ég var bara að spyrja hvort það væri ekki skrýtið að þú hefðir alltaf sagt að gögnin um genin okkar væru órekjanleg og svo eru þau rekjanleg, ég skildi þetta ekki.“ „Nei, þú skilur nefnilega ekki neitt, þú ert ekkert skárri en þessi Sigríður Andersen.“ „Ókei, en svo skildi ég heldur ekki hvernig eitthvert amerískt fyrirtæki á ykkur en samt eigið þið gögnin um okkur. Ég var nú bara að skrifa um það.“ „Það er bara óþolandi að þurfa að sitja undir bulli í svona fólki eins og þér. Ég er búinn að skrifa fleiri vísindagreinar en nokkur annar, með hæsta birtingastuðul í heimi. Veistu hvað Bjarni Ben er með, ha? Hann er með núll, hann veit ekkert. Og þessi Andersen dama, ég tala nú ekki um hana. En þú skilur ekki neitt, ég er með næstum 5 háskólagráður og þú heldur að þú getir bara vaðið á skítugum skónum og skrifað svona, ég meina, hver ertu eiginlega?“ „Ég er bara ég, en viltu ekki koma inn, við getum ekki staðið hérna úti það er ískalt og allt hverfið heyrir í þér.“ „Farðu bara sjálf inn og hættu að skrifa eins og...“ „Allt í lagi, ég skal skrifa um eitthvað annað, hesta kannski?“ „Já það væri fínt, hestar eru góðir.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.