Smán kerfisins Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Kostnaðarþátttaka sjúklinga hefur verið smánarblettur á íslenska heilbrigðiskerfinu lengi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um sjúkratryggingar í júní í fyrra. Í lögunum sem tóku gildi 1. febrúar 2017 segir: „Ráðherra ákveður með reglugerð hámarksgreiðslur sjúkratryggðs í hverjum almanaksmánuði fyrir heilbrigðisþjónustu.“ Íslenskir stjórnmálamenn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í broddi fylkingar, hafa barið sér á brjóst með yfirlýsingum um að þessi lagabreyting hafi verið mikil stefnubreyting og nú sé kostnaðarhlutdeild sjúklinga liðin tíð. Þennan skilning má líka sjá af viðbrögðum þáverandi stjórnarandstöðuþingmanna, eins og Bjartar Ólafsdóttur í þingræðu 2. mars 2016: „Auðvitað finnst mér vont að þetta frumvarp sé ekki löngu komið fram af því að kostnaður krabbameinssjúkra hefur þá verið við lýði ári of lengi (...)“ Af þessu orðalagi má ráða að nú sjái landsmenn loksins fyrir endann á kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Það sem gerir þessa ályktun hæpna er að núna getur ráðherra stýrt þakinu á þennan kostnað með stjórnvaldsfyrirmælum. Þannig er ráðherra gefið mjög rúmt svigrúm til að ákveða hversu hár kostnaðurinn eigi að vera. Íslenska ríkinu er skylt að veita borgurunum heilbrigðisþjónustu. Þessi jákvæða mannréttindaregla kemur fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Ákvæðið á sér djúpar rætur í íslenskri réttarsögu. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að túlka beri ákvæðið rúmt. Páll Hreinsson dómari við EFTA-dómstólinn segir efnislega í ritgerð sinni um lagaheimild reglugerða frá 2015 að ef skerða eigi réttindi sem 76. gr mælir fyrir um þurfi að mæla fyrir um umfang skerðingarinnar í settum lögum, ekki reglugerð. Og byggir Páll þetta á dómaframkvæmd Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis. Að framansögðu er ljóst að mæla þarf fyrir um umfang skerðingar á réttindum sjúklinga í settum lögum Alþingis. Ungir skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hafa þurft að reiða sig á neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein, vegna kostnaðar við eigin krabbameinsmeðferð. Í sumum tilvikum hafa einstakir styrkir sjóðsins numið 550.000 kr. Styrkveitingar vegna heilbrigðiskostnaðar eru einkenni hreinna kapítalískra samfélaga þar sem fólk þarf að reiða sig á velvilja annarra vegna eigin fjárskorts. Hvers konar velferðarsamfélag lætur slíkt viðgangast? Það eru margar leiðir til að hjúkra fólki til heilsu og það skiptir máli hvaða leið er valin. Til þess að markmiðum framangreinds stjórnarskrárákvæðis verði náð verður að tryggja sjúklingum þolanlegt líf í meðferð. Að sjúklingar geti gengið að lífi með reisn sem vísu meðan á meðferð stendur og eftir atvikum fram að dauðastund. Þetta fólk á rétt á því að búa við lífsgæði og áhyggjuleysi á síðustu skrefunum í jarðlegri tilvist eða á meðan það hefur ekki náð fullum bata. Ef ríkisvaldið getur ekki tryggt þessi réttindi er Ísland ekki velferðarsamfélag.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Kostnaðarþátttaka sjúklinga hefur verið smánarblettur á íslenska heilbrigðiskerfinu lengi. Alþingi samþykkti breytingar á lögum um sjúkratryggingar í júní í fyrra. Í lögunum sem tóku gildi 1. febrúar 2017 segir: „Ráðherra ákveður með reglugerð hámarksgreiðslur sjúkratryggðs í hverjum almanaksmánuði fyrir heilbrigðisþjónustu.“ Íslenskir stjórnmálamenn, með ráðherra Sjálfstæðisflokksins í broddi fylkingar, hafa barið sér á brjóst með yfirlýsingum um að þessi lagabreyting hafi verið mikil stefnubreyting og nú sé kostnaðarhlutdeild sjúklinga liðin tíð. Þennan skilning má líka sjá af viðbrögðum þáverandi stjórnarandstöðuþingmanna, eins og Bjartar Ólafsdóttur í þingræðu 2. mars 2016: „Auðvitað finnst mér vont að þetta frumvarp sé ekki löngu komið fram af því að kostnaður krabbameinssjúkra hefur þá verið við lýði ári of lengi (...)“ Af þessu orðalagi má ráða að nú sjái landsmenn loksins fyrir endann á kostnaðarþátttöku í heilbrigðiskerfinu. Það sem gerir þessa ályktun hæpna er að núna getur ráðherra stýrt þakinu á þennan kostnað með stjórnvaldsfyrirmælum. Þannig er ráðherra gefið mjög rúmt svigrúm til að ákveða hversu hár kostnaðurinn eigi að vera. Íslenska ríkinu er skylt að veita borgurunum heilbrigðisþjónustu. Þessi jákvæða mannréttindaregla kemur fram í 76. gr. stjórnarskrárinnar en þar segir: „Öllum, sem þess þurfa, skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis, örbirgðar og sambærilegra atvika.“ Ákvæðið á sér djúpar rætur í íslenskri réttarsögu. Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að túlka beri ákvæðið rúmt. Páll Hreinsson dómari við EFTA-dómstólinn segir efnislega í ritgerð sinni um lagaheimild reglugerða frá 2015 að ef skerða eigi réttindi sem 76. gr mælir fyrir um þurfi að mæla fyrir um umfang skerðingarinnar í settum lögum, ekki reglugerð. Og byggir Páll þetta á dómaframkvæmd Hæstaréttar og álitum umboðsmanns Alþingis. Að framansögðu er ljóst að mæla þarf fyrir um umfang skerðingar á réttindum sjúklinga í settum lögum Alþingis. Ungir skjólstæðingar heilbrigðiskerfisins hafa þurft að reiða sig á neyðarsjóð Krafts, stuðningsfélags ungs fólks með krabbamein, vegna kostnaðar við eigin krabbameinsmeðferð. Í sumum tilvikum hafa einstakir styrkir sjóðsins numið 550.000 kr. Styrkveitingar vegna heilbrigðiskostnaðar eru einkenni hreinna kapítalískra samfélaga þar sem fólk þarf að reiða sig á velvilja annarra vegna eigin fjárskorts. Hvers konar velferðarsamfélag lætur slíkt viðgangast? Það eru margar leiðir til að hjúkra fólki til heilsu og það skiptir máli hvaða leið er valin. Til þess að markmiðum framangreinds stjórnarskrárákvæðis verði náð verður að tryggja sjúklingum þolanlegt líf í meðferð. Að sjúklingar geti gengið að lífi með reisn sem vísu meðan á meðferð stendur og eftir atvikum fram að dauðastund. Þetta fólk á rétt á því að búa við lífsgæði og áhyggjuleysi á síðustu skrefunum í jarðlegri tilvist eða á meðan það hefur ekki náð fullum bata. Ef ríkisvaldið getur ekki tryggt þessi réttindi er Ísland ekki velferðarsamfélag.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun