Jason Mraz heldur tónleika á Íslandi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 17:25 Jason Mraz vildi ólmur koma til landsins, segir Guðbjartur. vísir/afp Söngvarinn hugljúfi Jason Mraz er á leið til landsins og verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu hinn 1. apríl næstkomandi. Hann hyggst aðeins halda þessa einu tónleika hér á landi og verður opnað fyrir miðasölu næstkomandi miðvikudag. Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari segir að um verði að ræða sólótónleika sem séu hluti af tónleikaferðalagi Mraz, þar sem Mraz mætir einn með gítarinn sinn. „Þetta er í raun bara nýtilkomið. Ég fór að skoða þetta aðeins og tala við umboðsmennina og Mraz virtist ólmur vilja koma til landsins. Ég fékk svo bara tölvupóst fyrir stuttu og þá var þetta ákveðið,“ segir Guðbjartur í samtali við Vísi. Jason Mraz hefur hlotið demants-, platínu og gullplötur í meira en 20 löndum og eru hans vinsælustu lög „I‘m yours“ og „I won‘t give up“. Þá hefur hann hlotið tvö Grammy verðlaun og fleiri tilnefningar. Miðaverð verður frá 5.900 krónum upp í 10.900 krónur, en nánari upplýsingar eru að finna á vef Hörpu. Opnað verður fyrir miðasölu klukkan tíu á miðvikudagsmorgun, 15. febrúar næstkomandi. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Söngvarinn hugljúfi Jason Mraz er á leið til landsins og verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu hinn 1. apríl næstkomandi. Hann hyggst aðeins halda þessa einu tónleika hér á landi og verður opnað fyrir miðasölu næstkomandi miðvikudag. Guðbjartur Finnbjörnsson tónleikahaldari segir að um verði að ræða sólótónleika sem séu hluti af tónleikaferðalagi Mraz, þar sem Mraz mætir einn með gítarinn sinn. „Þetta er í raun bara nýtilkomið. Ég fór að skoða þetta aðeins og tala við umboðsmennina og Mraz virtist ólmur vilja koma til landsins. Ég fékk svo bara tölvupóst fyrir stuttu og þá var þetta ákveðið,“ segir Guðbjartur í samtali við Vísi. Jason Mraz hefur hlotið demants-, platínu og gullplötur í meira en 20 löndum og eru hans vinsælustu lög „I‘m yours“ og „I won‘t give up“. Þá hefur hann hlotið tvö Grammy verðlaun og fleiri tilnefningar. Miðaverð verður frá 5.900 krónum upp í 10.900 krónur, en nánari upplýsingar eru að finna á vef Hörpu. Opnað verður fyrir miðasölu klukkan tíu á miðvikudagsmorgun, 15. febrúar næstkomandi.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira