Sterk skilaboð af tískupallinum Ritstjórn skrifar 13. febrúar 2017 20:45 Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Prabal Gurung sýndi nýjustu fatalínu á tískuvikunni í New York um helgina þar sem mátti sjá grófar prjónapeysur, kaðlabelti, áberandi eyrnalokka og litaða augnskugga. Fatahönnuðurinn fékk mikið hrós fyrir fjölbreytt val á fyrirsætum sem voru af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi uppruna. Það var samt endirinn á sýningunni sem vakti mesta athygli en þá gengu fyrirsæturnar allar út á pallinn klæddar í hvíta eða svarta stuttermaboli með ólíkum en sterkum skilaboðum prentuðum á. Sjálfur gekk hönnuðurinn fram í lokinn klæddur í bol þar sem stóð "This is what a feminist looks like" og hlaut standi lófaklapp frá áhorfendum fyrir. Það var gefið að pólitíkin mundi skipa stærri sess en vanalega á þessari árlegu tískuviku í febrúar í New York og greinilegt að samstaðan er mikil. Þessir stuttermabolir eru komnir á óskalistann, helst strax. Glamour Tíska Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Segist hafa sofið hjá Kim og Khloe Glamour Ilmvatnsglasið eins og köttur Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Margot Robbie er óþekkjanleg sem Tonya Harding Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Mæðgurnar Beyoncé og Blue Ivy í stíl í Gucci Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Glamour
Fatahönnuðurinn Prabal Gurung sýndi nýjustu fatalínu á tískuvikunni í New York um helgina þar sem mátti sjá grófar prjónapeysur, kaðlabelti, áberandi eyrnalokka og litaða augnskugga. Fatahönnuðurinn fékk mikið hrós fyrir fjölbreytt val á fyrirsætum sem voru af öllum stærðum og gerðum og af mismunandi uppruna. Það var samt endirinn á sýningunni sem vakti mesta athygli en þá gengu fyrirsæturnar allar út á pallinn klæddar í hvíta eða svarta stuttermaboli með ólíkum en sterkum skilaboðum prentuðum á. Sjálfur gekk hönnuðurinn fram í lokinn klæddur í bol þar sem stóð "This is what a feminist looks like" og hlaut standi lófaklapp frá áhorfendum fyrir. Það var gefið að pólitíkin mundi skipa stærri sess en vanalega á þessari árlegu tískuviku í febrúar í New York og greinilegt að samstaðan er mikil. Þessir stuttermabolir eru komnir á óskalistann, helst strax.
Glamour Tíska Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Segist hafa sofið hjá Kim og Khloe Glamour Ilmvatnsglasið eins og köttur Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Margot Robbie er óþekkjanleg sem Tonya Harding Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Gigi Hadid er komin með nóg af því að vera gagnrýnd fyrir vaxtarlag sitt Glamour Mæðgurnar Beyoncé og Blue Ivy í stíl í Gucci Glamour Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Glamour Best klæddu stjörnurnar á AMA verðlaunahátíðinni Glamour