Sakar Philipp Plein um hönnunarstuld Ritstjórn skrifar 15. febrúar 2017 10:00 Alexander Wang er ekki svona hoppandi kátur þessa dagana. Glamour/Getty Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang. Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Boy George, ASAP Rocky og fleiri í vorherferð Dior Glamour
Fatahönnuðurinn Alexander Wang vandar kollega sínum Philipp Plein ekki kveðjurnar á Instagram í myndabandi sem fór í loftið á samfélagsmiðlinum í gær. Þar sakar Wang Plein um að herma eftir sýningu sem hann gerði fyrir H&M árið 2014 í New York, en um er að ræða nýjustu sýningu Plein í Mílanó í síðasta mánuði. Wang setur inn myndband af sýningunum tveimur hlið við hlið og það er óhætt að fullyrða að sýningar tvær eru ansi líkar, bæði í uppsetningu og svo fatalínurnar sjálfar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Philipp Plein er sakaður um hönnunarstuld, en hönnuðurinn Hyein Seo vakti athygli á því í fyrra að Plein hefði hermt eftir loðkraga sem hún var með í sinni fatalínu árið á undan. Hönnunarstuldur eða ekki? Erfið spurning en Philipp Plein hefur ekki ennþá svarað ásökunum Wang.
Mest lesið Inga leiðir byltingu í tískuheiminum Glamour Elle Fanning mynduð af Annie Leibovitz fyrir forsíðu Vogue Glamour Fyrstu Chanel úrin fyrir karlmenn Glamour Victoria's Secret tískusýning verður haldin í París þetta árið Glamour Inga Eiríks nýtt andlit Feel Iceland Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour American Apparel selt fyrir 88 milljónir dollara Glamour Galdurinn við ,,gillið" Glamour Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Glamour Boy George, ASAP Rocky og fleiri í vorherferð Dior Glamour