Áframhaldandi þjáningar Grikkja Lars Christensen skrifar 15. febrúar 2017 10:30 Grikkland er enn á ný komið á dagskrá á fjármálamörkuðum Evrópu og við erum aftur farin að tala um grískt greiðslufall og jafnvel um að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Það virðist ekki vera neinn endir á þjáningum gríska hagkerfisins og grísku þjóðarinnar. Ég verð að segja að ég hef mikla samúð með Grikkjum – þeir hafa hræðileg stjórnvöld og það er sama hve mörgum aðhaldsaðgerðum er komið í framkvæmd, það eru engin merki um framfarir í fjármálum hins opinbera eða almennt í hagkerfinu. Í mínum augum leikur enginn vafi á því hver aðalástæðan er – það er kyrking gjaldmiðilsins (e. monetary strangulations) á gríska hagkerfinu vegna veru landsins á evrusvæðinu. Ég vil ekki sjá evrusvæðið leysast upp og ég tel að hjá því megi komast, en hins vegar á ég mjög erfitt með að sjá fyrir mér að Grikkland losni úr þessari kreppu án þess að fá nokkurn veginn allar skuldir afskrifaðar eða að landið yfirgefi evrusvæðið (eða hvort tveggja).Óhagkvæmt myntsvæði Síðan 2008 hafa verið tvær hliðar á kyrkingu gjaldmiðilsins á gríska hagkerfinu. Í fyrsta lagi hefur Seðlabanki Evrópu, mestan hluta tímabilsins síðan 2008, haldið almennum peningamarkaðsskilyrðum á evrusvæðinu allt of ströngum til að ná sínum eigin 2% verðbólgumarkmiðum. Afleiðingin hefur verið sú að bæði vöxtur vergrar landsframleiðslu og verðbólga hefur verið langt undir hagvexti á árunum fyrir 2008. Í öðru lagi er evrusvæðið ekki hagkvæmt myntsvæði og það er alveg ljóst að nú þarf Grikkland á mun lausbeislaðri peningamálastefnu að halda en til dæmis Þýskaland, sem gæti þurft meiri aðhaldsstefnu í peningamálum. Þegar maður lítur á þessa tvo þætti er ljóst að Seðlabanki Evrópu hefur vissulega færst í rétta átt síðustu tvö ár og almennt teljum við að peningamarkaðsskilyrðin í augnablikinu séu nokkurn veginn rétt fyrir evrusvæðið sem heild. En vandamálið er að peningamálastefnan er enn allt of aðhaldssöm fyrir Grikkland. Á meðan almenn peningamarkaðsskilyrði á evrusvæðinu voru of ströng voru góð rök fyrir því að Seðlabanki Evrópu ætti að slaka á peningamálastefnunni til að tryggja að hann næði 2% verðbólgumarkmiði sínu til meðallangs tíma og það hefði hjálpað Grikklandi. En það er í raun ekki tilfellið lengur. Þótt það sé engin ástæða til þess að Seðlabanki Evrópu herði peningamarkaðsskilyrðin er núna mun erfiðara að rökstyðja nýjar aðgerðir til að losa um peningamarkaðsskilyrðin á evrusvæðinu.Ekki auðvelt val Þetta gerir vandamál Grikklands jafnvel enn verra og rökin fyrir brotthvarfi Grikkja úr evrusvæðinu enn sterkari. Vandamálið er auðvitað að Grikkland er dauðadæmt hvað sem gert verður. Ef Grikkland verður áfram á evrusvæðinu halda erfiðleikarnir áfram hjá grísku þjóðinni. Ef Grikkland hins vegar segði sig úr evrusvæðinu er ólíklegt að það myndi gerast með skipulegum hætti. Svo þetta er ekki auðvelt val. Ég er aftur á móti enn á þeirri skoðun að það væri bæði Grikklandi fyrir bestu, og evrusvæðinu í heild, ef Grikkland yfirgæfi evrusvæðið. Þrengingunum verður að linna. En það ætti ekki að sparka Grikklandi út af evrusvæðinu. Það ætti frekar að hjálpa Grikklandi út úr evrunni. Því miður er lítill vilji innan Evrópusambandsins eða hjá Seðlabanka Evrópu til að koma þessu í kring og popúlistar um alla Evrópu eru áfjáðir í að nota þessa upplausn til að skaða enn frekar efnahagsumbætur í Evrópu.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Grikkland er enn á ný komið á dagskrá á fjármálamörkuðum Evrópu og við erum aftur farin að tala um grískt greiðslufall og jafnvel um að Grikkland yfirgefi evrusvæðið. Það virðist ekki vera neinn endir á þjáningum gríska hagkerfisins og grísku þjóðarinnar. Ég verð að segja að ég hef mikla samúð með Grikkjum – þeir hafa hræðileg stjórnvöld og það er sama hve mörgum aðhaldsaðgerðum er komið í framkvæmd, það eru engin merki um framfarir í fjármálum hins opinbera eða almennt í hagkerfinu. Í mínum augum leikur enginn vafi á því hver aðalástæðan er – það er kyrking gjaldmiðilsins (e. monetary strangulations) á gríska hagkerfinu vegna veru landsins á evrusvæðinu. Ég vil ekki sjá evrusvæðið leysast upp og ég tel að hjá því megi komast, en hins vegar á ég mjög erfitt með að sjá fyrir mér að Grikkland losni úr þessari kreppu án þess að fá nokkurn veginn allar skuldir afskrifaðar eða að landið yfirgefi evrusvæðið (eða hvort tveggja).Óhagkvæmt myntsvæði Síðan 2008 hafa verið tvær hliðar á kyrkingu gjaldmiðilsins á gríska hagkerfinu. Í fyrsta lagi hefur Seðlabanki Evrópu, mestan hluta tímabilsins síðan 2008, haldið almennum peningamarkaðsskilyrðum á evrusvæðinu allt of ströngum til að ná sínum eigin 2% verðbólgumarkmiðum. Afleiðingin hefur verið sú að bæði vöxtur vergrar landsframleiðslu og verðbólga hefur verið langt undir hagvexti á árunum fyrir 2008. Í öðru lagi er evrusvæðið ekki hagkvæmt myntsvæði og það er alveg ljóst að nú þarf Grikkland á mun lausbeislaðri peningamálastefnu að halda en til dæmis Þýskaland, sem gæti þurft meiri aðhaldsstefnu í peningamálum. Þegar maður lítur á þessa tvo þætti er ljóst að Seðlabanki Evrópu hefur vissulega færst í rétta átt síðustu tvö ár og almennt teljum við að peningamarkaðsskilyrðin í augnablikinu séu nokkurn veginn rétt fyrir evrusvæðið sem heild. En vandamálið er að peningamálastefnan er enn allt of aðhaldssöm fyrir Grikkland. Á meðan almenn peningamarkaðsskilyrði á evrusvæðinu voru of ströng voru góð rök fyrir því að Seðlabanki Evrópu ætti að slaka á peningamálastefnunni til að tryggja að hann næði 2% verðbólgumarkmiði sínu til meðallangs tíma og það hefði hjálpað Grikklandi. En það er í raun ekki tilfellið lengur. Þótt það sé engin ástæða til þess að Seðlabanki Evrópu herði peningamarkaðsskilyrðin er núna mun erfiðara að rökstyðja nýjar aðgerðir til að losa um peningamarkaðsskilyrðin á evrusvæðinu.Ekki auðvelt val Þetta gerir vandamál Grikklands jafnvel enn verra og rökin fyrir brotthvarfi Grikkja úr evrusvæðinu enn sterkari. Vandamálið er auðvitað að Grikkland er dauðadæmt hvað sem gert verður. Ef Grikkland verður áfram á evrusvæðinu halda erfiðleikarnir áfram hjá grísku þjóðinni. Ef Grikkland hins vegar segði sig úr evrusvæðinu er ólíklegt að það myndi gerast með skipulegum hætti. Svo þetta er ekki auðvelt val. Ég er aftur á móti enn á þeirri skoðun að það væri bæði Grikklandi fyrir bestu, og evrusvæðinu í heild, ef Grikkland yfirgæfi evrusvæðið. Þrengingunum verður að linna. En það ætti ekki að sparka Grikklandi út af evrusvæðinu. Það ætti frekar að hjálpa Grikklandi út úr evrunni. Því miður er lítill vilji innan Evrópusambandsins eða hjá Seðlabanka Evrópu til að koma þessu í kring og popúlistar um alla Evrópu eru áfjáðir í að nota þessa upplausn til að skaða enn frekar efnahagsumbætur í Evrópu.Pistillinn birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun