Sigurjón vinnur seríu um Drakúla greifa sem vill taka yfir hinn vestræna heim Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 16:42 Sigurjón Sighvatsson er með sjónvarpsseríu í bígerð sem fjallar um Drakúla greifa. Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu af bók Bram Stokers um greifann en Sigurjón sagði við Reykjavík síðdegis í gær að sú útgáfa sé hálfgerð endurskrif á sögunni. Um er að ræða Powers of Darkness en í þýðingu Valdimars Ásmundssonar fékk hún heitið Makt myrkranna. Sigurjón sagði að í íslensku útgáfunni sé Drakúla greifi ekki eins blóðþyrstur og í upprunalegu útgáfunni. „Hann er með þjóðfélagslegan tilgang sem er að taka yfir hinn vestræna heim og búa til nýtt veldi þar sem blóðið ræður ríkjum,“ sagði Sigurjón í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurjón sagði að í Makt myrkranna vilji Drakúla ná einræði því hann trúir á mátt blóðsins. Þættirnir sem Sigurjón er með í vinnslu munu gerast í nútímanum og sagði hann margt í Makt myrkranna minna á það sem er að gerast í hinum vestræna heimi í dag. Miklir öfgar séu nú í Rússlandi, Bandaríkjunum og vísir að þeim í Frakklandi og að Drakúla greifa sé að finna í mörgum hornum í dag. Hann sagði talsvert í að almenningur fái að njóta þessara þátta sem munu gerast að mestu leyti í Austur Evrópu og á Englandi. Þá er Sigurjón með í vinnslu kvikmyndina Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökum á þeirri mynd er lokið og er hún nú í eftirvinnslu. Þá er einnig í vinnslu hrollvekjan The Wanting sem er væntanleg í kvikmyndahús síðar á árinu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Sigurjón Sighvatsson er með sjónvarpsseríu í bígerð sem fjallar um Drakúla greifa. Þættirnir verða byggðir á íslenskri útgáfu af bók Bram Stokers um greifann en Sigurjón sagði við Reykjavík síðdegis í gær að sú útgáfa sé hálfgerð endurskrif á sögunni. Um er að ræða Powers of Darkness en í þýðingu Valdimars Ásmundssonar fékk hún heitið Makt myrkranna. Sigurjón sagði að í íslensku útgáfunni sé Drakúla greifi ekki eins blóðþyrstur og í upprunalegu útgáfunni. „Hann er með þjóðfélagslegan tilgang sem er að taka yfir hinn vestræna heim og búa til nýtt veldi þar sem blóðið ræður ríkjum,“ sagði Sigurjón í Reykjavík síðdegis í gær. Sigurjón sagði að í Makt myrkranna vilji Drakúla ná einræði því hann trúir á mátt blóðsins. Þættirnir sem Sigurjón er með í vinnslu munu gerast í nútímanum og sagði hann margt í Makt myrkranna minna á það sem er að gerast í hinum vestræna heimi í dag. Miklir öfgar séu nú í Rússlandi, Bandaríkjunum og vísir að þeim í Frakklandi og að Drakúla greifa sé að finna í mörgum hornum í dag. Hann sagði talsvert í að almenningur fái að njóta þessara þátta sem munu gerast að mestu leyti í Austur Evrópu og á Englandi. Þá er Sigurjón með í vinnslu kvikmyndina Ég man þig, sem byggð er á samnefndri skáldsögu Yrsu Sigurðardóttur. Tökum á þeirri mynd er lokið og er hún nú í eftirvinnslu. Þá er einnig í vinnslu hrollvekjan The Wanting sem er væntanleg í kvikmyndahús síðar á árinu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira