Hljóð og mynd Hörður Ægisson skrifar 17. febrúar 2017 07:00 Fjármálaráðherra hefur kynnt drög að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins. Fátt kemur þar á óvart. Til stendur, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að selja hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka en halda eftir rúmlega þriðjungshlut í Landsbankanum. Raunhæft er að losa um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á þessu ári í tengslum við yfirvofandi skráningu á markað en hvað hina bankana varðar er ljóst að það mun taka nokkur ár að selja eignarhluti ríkisins. Bankarnir verða því ekki seldir á einni nóttu. Hagsmunir ríkisins felast í því að taka varfærin en markviss skref eigi vel að takast til. Viðbrögðin við þessum tillögum hafa verið fyrirsjáanleg. Sú stórundarlega hugmynd virðist hafa fest rætur hérlendis að það sé eðlilegt – og fjárhagslega hagkvæmt – að ríkið gegni lykilhlutverki sem eigandi að meira og minna öllu bankakerfinu. Varaformaður Vinstri grænna gagnrýnir þannig ríkisstjórnina og segir hana ekki hafa umboð til að ráðast í „mestu einkavæðingu Íslandssögunnar“ og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, telur ekkert liggja á að minnka umsvif ríkisins á bankamarkaði. „Skynsamlegra sé að einbeita sér að því að lækka vexti en selja bankana.“ Hér fer ekki saman hljóð og mynd hjá þingmanni Pírata. Sú fjárhæð sem ríkið er með bundna sem eigið fé í bönkunum nemur um 500 milljörðum. Þrátt fyrir að bankarnir hafi skilað ágætri afkomu síðustu ár – arðsemi þeirra fer núna versnandi – þá fylgir því fórnarkostnaður fyrir ríkið að ráðstafa slíkum fjármunum í áhættusaman bankarekstur í stað niðurgreiðslu skulda eða fjárfestingu í innviðum. Gróflega áætlað, ef tekið er mið af ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa, nemur sá kostnaður árlega um 25 milljörðum. Í umræðu um eignarhald á bönkum er sjaldnast litið til þessa heldur einblínt á arðgreiðslur sem kunna að falla í skaut ríkisins sem rök fyrir óbreyttu ástandi. Sala á bönkunum gæti minnkað skuldir ríkissjóðs um þriðjung. Ísland yrði þá í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að vera sú þjóð í Evrópu sem er með hvað lægstu ríkisskuldirnar. Beinn ávinningur fælist í enn hærra lánshæfismati sem myndi aftur hafa jákvæð áhrif á lánakjör banka á erlendum mörkuðum. Íslensk fyrirtæki og heimili nytu um leið góðs af þeirri þróun og vaxtakostnaður ríkissjóðs myndi lækka stórkostlega. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Nánast öll ríki í Evrópu sem komu bönkum til aðstoðar í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar hafa fyrir löngu hafist handa við að selja þá. Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Hlutur ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem hlutfall af landsframleiðslu, er um 20 prósent og hefur aukist síðustu ár. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum, þar sem fáir tala meðal annars fyrir umsvifamiklu eignarhaldi ríkisins á bönkum, er ekki fyrir hendi hér á landi. Þvert á móti er á hinum pólitíska vettvangi offramboð af ýmsum misskynsamlegum séríslenskum leiðum. Það eru kannski, til lengri tíma litið, alvarlegustu afleiðingar bankahrunsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Rétt tímaskipting skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun
Fjármálaráðherra hefur kynnt drög að eigendastefnu fyrir fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins. Fátt kemur þar á óvart. Til stendur, þegar hagfelld og æskileg skilyrði eru fyrir hendi, að selja hluti ríkisins í Arion banka og Íslandsbanka en halda eftir rúmlega þriðjungshlut í Landsbankanum. Raunhæft er að losa um 13 prósenta hlut ríkisins í Arion banka á þessu ári í tengslum við yfirvofandi skráningu á markað en hvað hina bankana varðar er ljóst að það mun taka nokkur ár að selja eignarhluti ríkisins. Bankarnir verða því ekki seldir á einni nóttu. Hagsmunir ríkisins felast í því að taka varfærin en markviss skref eigi vel að takast til. Viðbrögðin við þessum tillögum hafa verið fyrirsjáanleg. Sú stórundarlega hugmynd virðist hafa fest rætur hérlendis að það sé eðlilegt – og fjárhagslega hagkvæmt – að ríkið gegni lykilhlutverki sem eigandi að meira og minna öllu bankakerfinu. Varaformaður Vinstri grænna gagnrýnir þannig ríkisstjórnina og segir hana ekki hafa umboð til að ráðast í „mestu einkavæðingu Íslandssögunnar“ og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, telur ekkert liggja á að minnka umsvif ríkisins á bankamarkaði. „Skynsamlegra sé að einbeita sér að því að lækka vexti en selja bankana.“ Hér fer ekki saman hljóð og mynd hjá þingmanni Pírata. Sú fjárhæð sem ríkið er með bundna sem eigið fé í bönkunum nemur um 500 milljörðum. Þrátt fyrir að bankarnir hafi skilað ágætri afkomu síðustu ár – arðsemi þeirra fer núna versnandi – þá fylgir því fórnarkostnaður fyrir ríkið að ráðstafa slíkum fjármunum í áhættusaman bankarekstur í stað niðurgreiðslu skulda eða fjárfestingu í innviðum. Gróflega áætlað, ef tekið er mið af ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa, nemur sá kostnaður árlega um 25 milljörðum. Í umræðu um eignarhald á bönkum er sjaldnast litið til þessa heldur einblínt á arðgreiðslur sem kunna að falla í skaut ríkisins sem rök fyrir óbreyttu ástandi. Sala á bönkunum gæti minnkað skuldir ríkissjóðs um þriðjung. Ísland yrði þá í þeirri eftirsóknarverðu stöðu að vera sú þjóð í Evrópu sem er með hvað lægstu ríkisskuldirnar. Beinn ávinningur fælist í enn hærra lánshæfismati sem myndi aftur hafa jákvæð áhrif á lánakjör banka á erlendum mörkuðum. Íslensk fyrirtæki og heimili nytu um leið góðs af þeirri þróun og vaxtakostnaður ríkissjóðs myndi lækka stórkostlega. Engar vestrænar þjóðir hafa talið skynsamlegt að ríkið sé alltumlykjandi á bankamarkaði. Nánast öll ríki í Evrópu sem komu bönkum til aðstoðar í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar hafa fyrir löngu hafist handa við að selja þá. Á Íslandi er þessu þveröfugt farið. Hlutur ríkisins í fjármálafyrirtækjum, sem hlutfall af landsframleiðslu, er um 20 prósent og hefur aukist síðustu ár. Sá breiði hugmyndafræðilegi samhljómur sem einkennir önnur ríki á Norðurlöndum, þar sem fáir tala meðal annars fyrir umsvifamiklu eignarhaldi ríkisins á bönkum, er ekki fyrir hendi hér á landi. Þvert á móti er á hinum pólitíska vettvangi offramboð af ýmsum misskynsamlegum séríslenskum leiðum. Það eru kannski, til lengri tíma litið, alvarlegustu afleiðingar bankahrunsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun