Dabbi T frumsýnir nýtt myndband á Vísi: „Skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla“ Stefán Árni Pálsson skrifar 17. febrúar 2017 10:30 Í dag gefur rapparinn Dabbi T út stuttskífuna T. Skífan inniheldur lögin King, Glanni og Hún vol. 2. Í leiðinni kemur út tónlistarmyndband við lagið King sem Vísir frumsýnir. Á síðasta ári, níu árum eftir útgáfu „cult” plötunnar Óheflað málfar, ákvað Dabbi T að taka hljóðnemann af hillunni og gaf út lagið Blár. Viðtökurnar við laginu, ásamt djörfu myndbandi, létu ekki á sér standa og því hefur hann ákveðið að fylgja endurkomunni eftir með útgáfu stuttskífunnar. „Skífan fer allan skalann. Glanni er uppgjör við kvennamál fortíðarinnar, Hún vol. 2 fjallar um stelpu sem skildi mig eftir í reyk, á meðan King mærir og upphefur mig,“ segir Davíð Tómas Tómasson, betur þekktur sem Dabbi T. Myndbandið við lagið King er leikstýrst af Brynjari Birgissyni og fetar það ótroðnar slóðir í íslenskri rappsögu þar sem það er tekið upp í Bláfjöllum með skíða þema. „Í myndböndum við svona lög eru menn yfirleitt umkringdir bikíní gellum á B5. En ég vildi gera eitthvað öðruvísi og skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla og dembdi mér í brekkurnar. Með því vildu ég og Brynjar breyta út af vananum og reyna að snúa þema lagsins á haus.” Hér að ofan má sjá útkomuna. Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Í dag gefur rapparinn Dabbi T út stuttskífuna T. Skífan inniheldur lögin King, Glanni og Hún vol. 2. Í leiðinni kemur út tónlistarmyndband við lagið King sem Vísir frumsýnir. Á síðasta ári, níu árum eftir útgáfu „cult” plötunnar Óheflað málfar, ákvað Dabbi T að taka hljóðnemann af hillunni og gaf út lagið Blár. Viðtökurnar við laginu, ásamt djörfu myndbandi, létu ekki á sér standa og því hefur hann ákveðið að fylgja endurkomunni eftir með útgáfu stuttskífunnar. „Skífan fer allan skalann. Glanni er uppgjör við kvennamál fortíðarinnar, Hún vol. 2 fjallar um stelpu sem skildi mig eftir í reyk, á meðan King mærir og upphefur mig,“ segir Davíð Tómas Tómasson, betur þekktur sem Dabbi T. Myndbandið við lagið King er leikstýrst af Brynjari Birgissyni og fetar það ótroðnar slóðir í íslenskri rappsögu þar sem það er tekið upp í Bláfjöllum með skíða þema. „Í myndböndum við svona lög eru menn yfirleitt umkringdir bikíní gellum á B5. En ég vildi gera eitthvað öðruvísi og skellti mér í fremur hallærislegan skíðagalla og dembdi mér í brekkurnar. Með því vildu ég og Brynjar breyta út af vananum og reyna að snúa þema lagsins á haus.” Hér að ofan má sjá útkomuna.
Tónlist Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira