Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hófst í gær í Hörpu og stendur hún fram á laugardag en mikill fjöldi sækir hátíðina enda margt um vera.
Farsímafyrirtækið Nova sýnir beint frá viðburðum í beinni á Facebook síðu sinni og hefur verið tekið vel í það uppátæki.
Í kvöld verður meðal annars sýnt beint frá tónleikum Gus Gus og Sturlu Atlas og rúsínan í pylsuendanum er annað kvöld þegar þau sem ekki komast í Hörpu geta horft á beina útsendingu frá tónleikum Fatboy Slim, en hann er einna þekktastur fyrir lögin Praise You, Rockafeller Skank og Right Here, Right Now.
Hægt verður að horfa á útsendingarnar hér á Vísi í kvöld og annað kvöld.
Sýnt verður frá Sónar í beinni útsendingu
