Miðaldra músaveiðimaður Logi Bergmann Eiðsson skrifar 18. febrúar 2017 07:00 Hvað gerir nýorðinn fimmtugur maður þegar hann kemst að því að hann er með mús í bílskúrnum? Fer á taugum. Staðfest. Ég sem sagt komst að því að kassinn með jólaskrautinu var ekki eins og hann var í fyrra. Í honum voru of margir undarlegir músastigar. Sem sagði mér að sennilega væri ég með gest í bílskúrnum (sem heitir vissulega bíl-skúr en gæti yfirleitt alveg eins heitið bara skúr). Við tók mjög erfiður tími. Ég þurfti að opna hvern einasta kassa og það er ekki notaleg tilfinning, þegar maður á allt eins von á að fá mús (nú eða rottu) í andlitið. Eftir (að mér fannst) á annað hundrað kassa var ég búinn að finna ummerki í fjórum. Hún var ekki búin að skemma neitt verðmætt (eftir þessa rannsókn hef ég reyndar komist að því að það er andskotann ekkert verðmætt í skúrnum). Sem út af fyrir sig ætti ekki að koma mér á óvart í ljósi þess að ég setti allt þetta drasl þangað sjálfur.Veiðimaðurinn blíðiÉg byrjaði á að kaupa gildrur. Ekki gildrur sem drepa, heldur veiða. Mig langar ekki að drepa dýr ef ég mögulega kemst hjá því. Þess vegna þurfti ég sérstakar gildrur. Eina af netinu. Það gekk rosa vel, fyrir músina sem át allt úr henni í nokkra daga og stakk af með matinn. Þá komu tvær í viðbót. Músin leit ekki við þeim. Sennilega vegna þess að hún var orðin alltof feit eftir endalausar veislur í mínu boði. Engu skipti þótt ég setti þetta fína Síríus suðusúkkulaði í þær (sem mun vera hátíðarmatur hjá músum). Það er ekki eins og ég hafi gefist upp. Tveimur gildrum síðar - fimm alls - kom stóri dagurinn. Í annarri af þeim nýju var þessi líka fína mús. Ég reif lasna dóttur mína með mér í bíltúr og glöð og stolt fylgdumst við með lítilli og krúttlegri hagamús fá víðáttubrjálæði í náttúrunni. Þetta var náttúrlega allt myndað í bak og fyrir og stoltur deildi ég myndunum. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur þegar kunningi minn sagði, með fullvissu manns sem er með allt á hreinu: Þetta er ekki mús. Þetta er rotta! Ég held að ég hafi gúgglað í meira en klukkutíma og skoðað myndirnar og ég gat bara ekki verið alveg viss. Það var því óumflýjanleg vandræðaleg heimsókn til meindýraeyðis til að sýna honum myndir. Hann hnyklaði brýnnar fyrst en náði svo áttum og sagði einhver fallegustu orð sem ég hef heyrt: “Þetta er greinilega hagamús.” Ég sem sagt ákvað að sleppa músinni og hef fengið að heyra það frá nokkrum. Á einhvern undarlegan hátt virðist það, hjá ákveðnum hópi, vera skortur á karlmennsku að vilja ekki drepa saklaust dýr. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég reyndi aðeins að fá kettina til að sinna þessum verkum. Á einhvern undarlegan hátt finnst mér það náttúrulegra, svona í fæðukeðjunni. En kettirnir eru greinilega of góðu vanir og harðneituðu að koma nálægt svoleiðis veseni. Takið eftir því að ég tala bara um sjálfan mig í þessari æsilegu sögu. Aðkoma eiginkonu minnar var eftirfarandi: Lengi vel leit hún á þetta sem upploginn músagang og samsæri gegn sér, til þess gert að fá hana til að henda nokkrum hillumetrum af lögfræðiglósum. Hún skammaði mig fyrir að taka matinn af músinni (þegar ég fann safnið hennar), óttaðist að henni yrði kalt þegar ég sleppti henni og sendi mig á náttfötunum út í skúr til að sækja kassann með Ísfólksbókunum, sem virtist vera það eina sem hún hafði áhyggjur af. Nú eru liðnir nokkrir dagar og ég er sannfærður um að hún var ein á ferð. Ég sef betur á nóttunni og það er bíll í skúrnum! Boðskapurinn með þessari sögu er örugglega eitthvað um að það megi alltaf sjá björtu hliðarnar og hlutir hafi tilhneigingu til að reddast.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Logi Bergmann Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvað gerir nýorðinn fimmtugur maður þegar hann kemst að því að hann er með mús í bílskúrnum? Fer á taugum. Staðfest. Ég sem sagt komst að því að kassinn með jólaskrautinu var ekki eins og hann var í fyrra. Í honum voru of margir undarlegir músastigar. Sem sagði mér að sennilega væri ég með gest í bílskúrnum (sem heitir vissulega bíl-skúr en gæti yfirleitt alveg eins heitið bara skúr). Við tók mjög erfiður tími. Ég þurfti að opna hvern einasta kassa og það er ekki notaleg tilfinning, þegar maður á allt eins von á að fá mús (nú eða rottu) í andlitið. Eftir (að mér fannst) á annað hundrað kassa var ég búinn að finna ummerki í fjórum. Hún var ekki búin að skemma neitt verðmætt (eftir þessa rannsókn hef ég reyndar komist að því að það er andskotann ekkert verðmætt í skúrnum). Sem út af fyrir sig ætti ekki að koma mér á óvart í ljósi þess að ég setti allt þetta drasl þangað sjálfur.Veiðimaðurinn blíðiÉg byrjaði á að kaupa gildrur. Ekki gildrur sem drepa, heldur veiða. Mig langar ekki að drepa dýr ef ég mögulega kemst hjá því. Þess vegna þurfti ég sérstakar gildrur. Eina af netinu. Það gekk rosa vel, fyrir músina sem át allt úr henni í nokkra daga og stakk af með matinn. Þá komu tvær í viðbót. Músin leit ekki við þeim. Sennilega vegna þess að hún var orðin alltof feit eftir endalausar veislur í mínu boði. Engu skipti þótt ég setti þetta fína Síríus suðusúkkulaði í þær (sem mun vera hátíðarmatur hjá músum). Það er ekki eins og ég hafi gefist upp. Tveimur gildrum síðar - fimm alls - kom stóri dagurinn. Í annarri af þeim nýju var þessi líka fína mús. Ég reif lasna dóttur mína með mér í bíltúr og glöð og stolt fylgdumst við með lítilli og krúttlegri hagamús fá víðáttubrjálæði í náttúrunni. Þetta var náttúrlega allt myndað í bak og fyrir og stoltur deildi ég myndunum. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur þegar kunningi minn sagði, með fullvissu manns sem er með allt á hreinu: Þetta er ekki mús. Þetta er rotta! Ég held að ég hafi gúgglað í meira en klukkutíma og skoðað myndirnar og ég gat bara ekki verið alveg viss. Það var því óumflýjanleg vandræðaleg heimsókn til meindýraeyðis til að sýna honum myndir. Hann hnyklaði brýnnar fyrst en náði svo áttum og sagði einhver fallegustu orð sem ég hef heyrt: “Þetta er greinilega hagamús.” Ég sem sagt ákvað að sleppa músinni og hef fengið að heyra það frá nokkrum. Á einhvern undarlegan hátt virðist það, hjá ákveðnum hópi, vera skortur á karlmennsku að vilja ekki drepa saklaust dýr. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég reyndi aðeins að fá kettina til að sinna þessum verkum. Á einhvern undarlegan hátt finnst mér það náttúrulegra, svona í fæðukeðjunni. En kettirnir eru greinilega of góðu vanir og harðneituðu að koma nálægt svoleiðis veseni. Takið eftir því að ég tala bara um sjálfan mig í þessari æsilegu sögu. Aðkoma eiginkonu minnar var eftirfarandi: Lengi vel leit hún á þetta sem upploginn músagang og samsæri gegn sér, til þess gert að fá hana til að henda nokkrum hillumetrum af lögfræðiglósum. Hún skammaði mig fyrir að taka matinn af músinni (þegar ég fann safnið hennar), óttaðist að henni yrði kalt þegar ég sleppti henni og sendi mig á náttfötunum út í skúr til að sækja kassann með Ísfólksbókunum, sem virtist vera það eina sem hún hafði áhyggjur af. Nú eru liðnir nokkrir dagar og ég er sannfærður um að hún var ein á ferð. Ég sef betur á nóttunni og það er bíll í skúrnum! Boðskapurinn með þessari sögu er örugglega eitthvað um að það megi alltaf sjá björtu hliðarnar og hlutir hafi tilhneigingu til að reddast.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun