Eymd og ástir einyrkjans Sigríður Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 09:45 Elfar Logi í gerfi Gísla í dalnum hans, Selárdal. Leikhús Gísli á Uppsölum Þjóðleikhúsið í samstarfi við Kómedíuleikhúsið Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson Handrit: Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson Leikari: Elfar Logi Hannesson Dramatúrg: Símon Birgisson Tónlist: Svavar Knútur Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson Þjóðleikhúsið hýsir nú Kómedíuleikhúsið í Kúlunni en sýningin Gísli á Uppsölum var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn. Þjóðin fékk fyrst að kynnast Gísla í frægum Stikluþætti Ómars Ragnarssonar á fyrri hluta níunda áratugarins en fyrir hafði einbúinn auðvitað verið þekktur sveitungum sínum. Sýningin er að hluta byggð á þessum þætti en einnig bókinni Eintal sem er samtíningur af textum sem Gísli skrifaði í gegnum tíðina. Elfar Logi Hannesson hefur verið driffjöðrin á bak við bæði Kómedíuleikhúsið og einleikjahátíðina Act Alone á Suðureyri í mörg ár. Það eru engar ýkjur að hópurinn kallar sig leikhús landsbyggðarinnar en þessi sýning, sem og aðrar sýningar hópsins, hafa ferðast landið um kring. Gísli á Uppsölum hverfist um þrjú lykilatriði í lífi Gísla: eineltið sem hann varð fyrir í æsku, bónorðsneitun heimasætunnar Fljóðu og samband hans við móður sína. Helsti galli handritsins er að aldrei er nema klórað í yfirborðið, ástæðunum sem Gísli telur fyrir einveru sinni eru gefnar skýrar sálfræðilegar ástæður og þær eru ekkert skoðaðar nánar. Elfar Logi vinnur ágætlega úr því efni sem hann hefur í hlutverki Gísla en grípur áhorfendur fastast þegar nákvæmlega ekkert er sagt á meðan Gísli baksast við að sinna sínum daglegu verkum. Stundum er reyndar erfitt að að skilja sýninguna frá þeim tilfinningum sem hinn raunverulegi Gísli vekur enda algjörlega einstakur. Sýningin er í styttra lagi og því erfitt fyrir Elfar Loga að koma til skila þeim endalausu dimmu vetrarkvöldum þar sem Gísli dvaldist einn í kuldanum á Uppsölum, einn og nánast algjörlega yfirgefinn af heiminum. Persóna hans myndi sóma sér vel í verkum Samuels Beckett þar sem tungumálið virðist aldrei nægja til að koma depurðinni og endurtekningum tilverunnar til skila. Skiljanlegt er að öll umgjörð sé hin einfaldasta, gerð til að vera meðfærileg enda er hér um farandleikhús að ræða. Um leikstjórnina sér Þröstur Leó Gunnarsson en eftirtektarvert er að sjá hvernig hann meðhöndlar tímann og stað Gísla í tilvistinni. Atriðið þar sem Stikluþátturinn er hreinlega klipptur inn í sýninguna stendur þar upp úr. Gísli greyið hefur ekki viðbragð til að svara þeim fjölmörgu spurningum sem Ómar eys yfir hann og úr verður hin kostulegasta sena. Þarna gerir Þröstur Leó vel en þess væri óskandi að fleiri atriði af þessu tagi væri að finna. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sér um tónlistina en hún er blanda af einföldu gítarspili og orgelleik. Angurværu orgeltónarnir virðast vera klipptir beint út úr þætti Ómars og falla sérlega vel inn í framvinduna, harmþrungnir tónar og hikandi. Aftur á móti má spyrja hvort gítarspilinu sé hreinlega ofaukið enda orgelið sérlega áhrifaríkt. Þegar öllu er á botninn hvolft eru aðstandendur Gísla á Uppsölum ekki að finna upp hjólið en sýningin er samt þeim til ágætis. Handritið er frekar eins konar tilbrigði við ævisögu Gísla frekar en djúp rannsókn á hugarástandi hans og lífi.Niðurstaða: Hnitmiðaður einleikur sem hefði mátt kafa dýpra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar 2017 Leikhús Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Leikhús Gísli á Uppsölum Þjóðleikhúsið í samstarfi við Kómedíuleikhúsið Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson Handrit: Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson Leikari: Elfar Logi Hannesson Dramatúrg: Símon Birgisson Tónlist: Svavar Knútur Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson Þjóðleikhúsið hýsir nú Kómedíuleikhúsið í Kúlunni en sýningin Gísli á Uppsölum var frumsýnd 13. janúar síðastliðinn. Þjóðin fékk fyrst að kynnast Gísla í frægum Stikluþætti Ómars Ragnarssonar á fyrri hluta níunda áratugarins en fyrir hafði einbúinn auðvitað verið þekktur sveitungum sínum. Sýningin er að hluta byggð á þessum þætti en einnig bókinni Eintal sem er samtíningur af textum sem Gísli skrifaði í gegnum tíðina. Elfar Logi Hannesson hefur verið driffjöðrin á bak við bæði Kómedíuleikhúsið og einleikjahátíðina Act Alone á Suðureyri í mörg ár. Það eru engar ýkjur að hópurinn kallar sig leikhús landsbyggðarinnar en þessi sýning, sem og aðrar sýningar hópsins, hafa ferðast landið um kring. Gísli á Uppsölum hverfist um þrjú lykilatriði í lífi Gísla: eineltið sem hann varð fyrir í æsku, bónorðsneitun heimasætunnar Fljóðu og samband hans við móður sína. Helsti galli handritsins er að aldrei er nema klórað í yfirborðið, ástæðunum sem Gísli telur fyrir einveru sinni eru gefnar skýrar sálfræðilegar ástæður og þær eru ekkert skoðaðar nánar. Elfar Logi vinnur ágætlega úr því efni sem hann hefur í hlutverki Gísla en grípur áhorfendur fastast þegar nákvæmlega ekkert er sagt á meðan Gísli baksast við að sinna sínum daglegu verkum. Stundum er reyndar erfitt að að skilja sýninguna frá þeim tilfinningum sem hinn raunverulegi Gísli vekur enda algjörlega einstakur. Sýningin er í styttra lagi og því erfitt fyrir Elfar Loga að koma til skila þeim endalausu dimmu vetrarkvöldum þar sem Gísli dvaldist einn í kuldanum á Uppsölum, einn og nánast algjörlega yfirgefinn af heiminum. Persóna hans myndi sóma sér vel í verkum Samuels Beckett þar sem tungumálið virðist aldrei nægja til að koma depurðinni og endurtekningum tilverunnar til skila. Skiljanlegt er að öll umgjörð sé hin einfaldasta, gerð til að vera meðfærileg enda er hér um farandleikhús að ræða. Um leikstjórnina sér Þröstur Leó Gunnarsson en eftirtektarvert er að sjá hvernig hann meðhöndlar tímann og stað Gísla í tilvistinni. Atriðið þar sem Stikluþátturinn er hreinlega klipptur inn í sýninguna stendur þar upp úr. Gísli greyið hefur ekki viðbragð til að svara þeim fjölmörgu spurningum sem Ómar eys yfir hann og úr verður hin kostulegasta sena. Þarna gerir Þröstur Leó vel en þess væri óskandi að fleiri atriði af þessu tagi væri að finna. Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur sér um tónlistina en hún er blanda af einföldu gítarspili og orgelleik. Angurværu orgeltónarnir virðast vera klipptir beint út úr þætti Ómars og falla sérlega vel inn í framvinduna, harmþrungnir tónar og hikandi. Aftur á móti má spyrja hvort gítarspilinu sé hreinlega ofaukið enda orgelið sérlega áhrifaríkt. Þegar öllu er á botninn hvolft eru aðstandendur Gísla á Uppsölum ekki að finna upp hjólið en sýningin er samt þeim til ágætis. Handritið er frekar eins konar tilbrigði við ævisögu Gísla frekar en djúp rannsókn á hugarástandi hans og lífi.Niðurstaða: Hnitmiðaður einleikur sem hefði mátt kafa dýpra. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. febrúar 2017
Leikhús Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira