Samdi lagið út frá persónulegri reynslu Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 15:00 Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói. Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira
Lagið „Paper“ samdi ég með Einari Egilssyni, Lester Mendez og Lily Elise í Los Angeles þar sem við Einar höfum verið búsett í nærri átta ár. Við sömdum lagið fyrir næstum ári og það var ekki samið upprunalega fyrir Eurovision heldur fyrir hljómsveitina okkar Einars sem heitir Blissful,“ segir Svala Björgvinsdóttir, en hún er einn keppenda í Söngvakeppni sjónvarpsins sem fram fer í lok febrúar. Svala segir að lagið sé samið um persónu sem gengur í gegnum erfitt tímabil í sínu lífi. „Við göngum öll í gegnum svona tíma og ég vildi semja lag sem flestir gætu tengt við. Ég hef verið opinská í viðtölum um mína reynslu af kvíðaröskun sem ég hef glímt við síðan ég var unglingur. Ég vildi koma minni reynslu inn í textann á einhvern hátt og við og Lily náðum að gera það. Við vildum nota orðið paper sem myndlíkingu við sál eða líf persónu. Því þú getur tekið pappír, rifið hann, beyglað hann, klippt hann, teiknað á hann, búið til list úr honum, málað á hann, skorið þig á honum, límt hann og margt fleira, okkur fannst þessi myndlíking áhugaverð og skemmtileg,“ útskýrir Svala og bætir við að hún hafi ákveðið að setja textann upp eins og persónan sé að takast á við erfitt samband en samt sem áður gæti sambandið átt við hvað sem er. „Það er hægt að túlka textann á svo marga vegu,“ segir hún. Stefán Hilmarsson samdi íslenska textann. „Hann tók hugmyndina enn lengra og náði að koma þessu rosalega vel til skila á íslensku,“ segir Svala þakklát.Tóku skyndiákvörðun og sendu lagið í keppnina. Einum degi fyrir skilafrest tóku þau hjónin ákvörðun um að senda lagið í keppnina, og sjá ekki eftir því. „Ég keppti 2008 sem lagahöfundur í Söngvakeppninni og það var mjög skemmtilegt. Ég var ekkert búin að plana að taka þátt aftur. En svo stakk Einar upp á þessu og ég sagði bara já, gerum það,“ segir hún og bætir við að ferlið hafi gengið virkilega vel. Svala er komin með frábæran hóp í kring um lagið sem mun aðstoða hana við að gera atriðið sem flottast. „Við vorum að setja saman okkar teymi í kringum lagið og ráða bakraddasöngvara og fleira. Þetta er allt að koma saman. Ég hlakka virkilega til að flytja lagið mitt. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að koma fram „live“,“ segir Svala. Lagið hennar Svölu hefur slegið í gegn á YouTube en frá því að lagið fór í spilun fyrir rúmri viku hafa hátt í 21.000 manns hlustað á það. „Það er virkilega skemmtilegt. Gaman líka að sjá að þarna eru gamlir erlendir Steed Lord-aðdáendur sem hafa fylgt mér í mörg ár. Er bara mjög þakklát fyrir stuðninginn frá öllum,“ segir Svala, en hún mun keppa í seinni hluta undankeppninnar þann 4. mars í Háskólabíói.
Eurovision Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fleiri fréttir Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Sjá meira