Resident Evil 7: Ósköp eðlilegt fífl berst við morðóða fjölskyldu Samúel Karl Ólason skrifar 3. febrúar 2017 08:45 Að þessu sinni er aðalhetja leiksins ekki einhver ofur-lögga/njósnari með heilt vopnabúr í rassvasanum, en vopn eru þó auðvitað til staðar. Það tekur að vissu leyti á að spila Resident Evil 7: Biohazard. Það er ómögulegt að opna eina einustu hurð, eða jafnvel ísskáp, án þess að þurfa að eiga von á því að láta skjóta þér skelk í bringu. Undirritaður er reyndar þeim galla gæddur að hafa lítið sem ekkert spilað aðra RE leiki, en ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með leikinn þó hann hafi reynt á taugarnar. Að þessu sinni er aðalhetja leiksins ekki einhver ofur-lögga/njósnari með heilt vopnabúr í rassvasanum, en vopn eru þó auðvitað til staðar. Þess í stað heitir hetjan Ethan og hann virðist í fyrstu vera ósköp eðlilegt fífl, sem fer einn inn í fáránlega hrollvekjandi hús eftir að hafa fengið skrítin og óljós skilaboð frá eiginkonu sinni sem hafði verið týnd í þrjú ár. Hann talaði ekki við lögguna eða neinn annan en einhvern vin sinn áður en hann lagði gjörsamlega óundirbúinn af stað. Fífl.Capcom tekst vel til með að gera andrúmsloft leiksins óþægilegt. Ég var endalaust að stoppa og hægja á mér og velta fyrir mér hvaða hljóð ég væri að heyra. Annað sem er gott, en á gjörsamlega óþolandi hátt, er hvernig Capcom hefur gert spilurum erfitt með að svipast auðveldlega um í kringum sig. Sjónarhorn leiksins er nokkuð þröngt og fíflið Ethan er furðulega lengi að snúa höfðinu. (Vissulega er það svo sem skiljanlegt, þar sem það býður hættunni heim að líta í aðrar áttir en beint áfram. Ef þú snýrð þér, eru líkur á því að eitthvað muni stökkva fram og bregða þér) Smá galli er að maður fer að skynja hvenær leikurinn ætlar að bregða þér og þá sérstaklega seinna meir. Allt þetta skapar mikla spennu og ég hef persónulega ekki komist upp með að spila RE7B lengi í hvert skipti. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa orðið sjóveikir vegna leiksins, án þess að vera með sýndarveruleikagleraugu heldur bara í sjónvarpinu, en ég hef ekki orðið var við það.Baker fjölskyldan við matarborðið.Án þess að skemma eitthvað fyrir sögunni (kannski smá) þá endar Ethan í haldi Baker fjölskyldunnar sem samanstendur af toppmanneskjum. Þau Jack, Marguerite og Lucas skiptast á herja á Ethan og pynta hann á köflum. Snemma kemur í ljós að þau hafa verið að ræna fjölda fólks á undanförnum árum. RE7B gerist að mestu leyti inn á heimili fjölskyldunnar og er markmið Ethan í fyrstu að bjarga Miu og flýja frá þessu ógeðslega og svo mjög svo myglaða heimili. Víða um heimilið þarf að leysa ýmsar gátur og safna hlutum og efnum. Úr því er svo hægt að búa til einhvers konar lækningarvökva og jafnvel skotfæri. Allan tímann þarf maður að hafa í huga að einhver eða einhverjir meðlimir Baker fjölskyldunnar gætu verið á bakvið næstu hurð að leita að manni. Þá má finna viðbótar upplýsingar og vísbendingar um söguna víða í húsinu sjálfu og á öðrum stöðum. Það er þar sem RE7B er upp á sitt besta. Þegar það þarf að leysa verkefni og forðast Baker fjölskylduna á sama tíma. Það getur kostað verulega mikið af skotfærum að berjast gegn meðlimum fjölskyldunnar og því reynist oftast betra að flýja og fela sig. Maður veit þó alltaf þegar maður nálgast svokallað „Boss-Fights“ þar sem maður finnur yfirleitt sérstaklega mikið af skotfærum skömmu áður. Þessir „Boss-Fights“ er þvælast eiginlega svolítið fyrir leiknum sjálfum.Ég komst fljótt að því að það er ekki nauðsynlegt að hafa mikla þekkingu á söguheimi Resident Evil til að hafa gaman af RE7B. Maður þarf ekkert að vita um flókna sögu fyrirtækisins Umbrella, Star eða Raccoon City. Capcom vill greinilega laða nýja spilara að seríunni og þá sem höfðu gefist upp á henni. Leikurinn lítur mjög vel út á Playstation 4 og ég varð lítið sem ekkert var við hökkt eða nokkuð slíkt. Þá er hljóðið einnig mjög gott og tekst vel að skapa ónotatilfinningu og spennu hjá spilurum. RE7B er alls ekki hasar leikur og virkar frekar eins og hreinn hryllingsleikur. Að mínu viti dalar hann þó nokkuð þegar á hann líður. Þá finnst mér umhverfi leiksins vel hannað. Heimili Baker fjölskyldunnar lítur í raun út eins og einhver hafi búiðí því, áður en einhvers konar ógeðssprengja sprakk þar inni, og það borgar sig að læra vel á hvernig herbergi þess og gangar eru til að auðvelda flótta Aðdáendur eldri Resident Evil leikjanna sem og aðdáendur hryllingsleikja ættu alls ekki að verða fyrir vonbrigðum með þennan. Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Það tekur að vissu leyti á að spila Resident Evil 7: Biohazard. Það er ómögulegt að opna eina einustu hurð, eða jafnvel ísskáp, án þess að þurfa að eiga von á því að láta skjóta þér skelk í bringu. Undirritaður er reyndar þeim galla gæddur að hafa lítið sem ekkert spilað aðra RE leiki, en ég varð alls ekki fyrir vonbrigðum með leikinn þó hann hafi reynt á taugarnar. Að þessu sinni er aðalhetja leiksins ekki einhver ofur-lögga/njósnari með heilt vopnabúr í rassvasanum, en vopn eru þó auðvitað til staðar. Þess í stað heitir hetjan Ethan og hann virðist í fyrstu vera ósköp eðlilegt fífl, sem fer einn inn í fáránlega hrollvekjandi hús eftir að hafa fengið skrítin og óljós skilaboð frá eiginkonu sinni sem hafði verið týnd í þrjú ár. Hann talaði ekki við lögguna eða neinn annan en einhvern vin sinn áður en hann lagði gjörsamlega óundirbúinn af stað. Fífl.Capcom tekst vel til með að gera andrúmsloft leiksins óþægilegt. Ég var endalaust að stoppa og hægja á mér og velta fyrir mér hvaða hljóð ég væri að heyra. Annað sem er gott, en á gjörsamlega óþolandi hátt, er hvernig Capcom hefur gert spilurum erfitt með að svipast auðveldlega um í kringum sig. Sjónarhorn leiksins er nokkuð þröngt og fíflið Ethan er furðulega lengi að snúa höfðinu. (Vissulega er það svo sem skiljanlegt, þar sem það býður hættunni heim að líta í aðrar áttir en beint áfram. Ef þú snýrð þér, eru líkur á því að eitthvað muni stökkva fram og bregða þér) Smá galli er að maður fer að skynja hvenær leikurinn ætlar að bregða þér og þá sérstaklega seinna meir. Allt þetta skapar mikla spennu og ég hef persónulega ekki komist upp með að spila RE7B lengi í hvert skipti. Einhverjir hafa kvartað yfir því að hafa orðið sjóveikir vegna leiksins, án þess að vera með sýndarveruleikagleraugu heldur bara í sjónvarpinu, en ég hef ekki orðið var við það.Baker fjölskyldan við matarborðið.Án þess að skemma eitthvað fyrir sögunni (kannski smá) þá endar Ethan í haldi Baker fjölskyldunnar sem samanstendur af toppmanneskjum. Þau Jack, Marguerite og Lucas skiptast á herja á Ethan og pynta hann á köflum. Snemma kemur í ljós að þau hafa verið að ræna fjölda fólks á undanförnum árum. RE7B gerist að mestu leyti inn á heimili fjölskyldunnar og er markmið Ethan í fyrstu að bjarga Miu og flýja frá þessu ógeðslega og svo mjög svo myglaða heimili. Víða um heimilið þarf að leysa ýmsar gátur og safna hlutum og efnum. Úr því er svo hægt að búa til einhvers konar lækningarvökva og jafnvel skotfæri. Allan tímann þarf maður að hafa í huga að einhver eða einhverjir meðlimir Baker fjölskyldunnar gætu verið á bakvið næstu hurð að leita að manni. Þá má finna viðbótar upplýsingar og vísbendingar um söguna víða í húsinu sjálfu og á öðrum stöðum. Það er þar sem RE7B er upp á sitt besta. Þegar það þarf að leysa verkefni og forðast Baker fjölskylduna á sama tíma. Það getur kostað verulega mikið af skotfærum að berjast gegn meðlimum fjölskyldunnar og því reynist oftast betra að flýja og fela sig. Maður veit þó alltaf þegar maður nálgast svokallað „Boss-Fights“ þar sem maður finnur yfirleitt sérstaklega mikið af skotfærum skömmu áður. Þessir „Boss-Fights“ er þvælast eiginlega svolítið fyrir leiknum sjálfum.Ég komst fljótt að því að það er ekki nauðsynlegt að hafa mikla þekkingu á söguheimi Resident Evil til að hafa gaman af RE7B. Maður þarf ekkert að vita um flókna sögu fyrirtækisins Umbrella, Star eða Raccoon City. Capcom vill greinilega laða nýja spilara að seríunni og þá sem höfðu gefist upp á henni. Leikurinn lítur mjög vel út á Playstation 4 og ég varð lítið sem ekkert var við hökkt eða nokkuð slíkt. Þá er hljóðið einnig mjög gott og tekst vel að skapa ónotatilfinningu og spennu hjá spilurum. RE7B er alls ekki hasar leikur og virkar frekar eins og hreinn hryllingsleikur. Að mínu viti dalar hann þó nokkuð þegar á hann líður. Þá finnst mér umhverfi leiksins vel hannað. Heimili Baker fjölskyldunnar lítur í raun út eins og einhver hafi búiðí því, áður en einhvers konar ógeðssprengja sprakk þar inni, og það borgar sig að læra vel á hvernig herbergi þess og gangar eru til að auðvelda flótta Aðdáendur eldri Resident Evil leikjanna sem og aðdáendur hryllingsleikja ættu alls ekki að verða fyrir vonbrigðum með þennan.
Leikjadómar Leikjavísir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira