Línuna hannaði The Weeknd sjálfur en hún fer á sölu 2.mars næstkomandi. Samkvæmt tilkynningu hjá H&M segir að söngvarinn eigi mikla samleið með fatarisanum. Hann pælir mikið í smáatriðunum og heildarútlitinu á sama tíma. Stíllinn hans er afslappaður í bland við klassískari flíkur.
