Lífið

Gamli Nói réði ekkert við kassabílinn og drapst við það að poppa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Það þekkja allir gamla Nóa.
Það þekkja allir gamla Nóa. vísir
Hlustendaverðlaunin voru haldin með pompi og prakt í Háskólabíó á föstudagskvöldið og var um sannkallaða tónlistarveislu að ræða þar sem hlustendur Bylgjunnar, FM957 og X977 kusu inná Vísi.is.

Tónlistarveislan var í beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi.is og heppnaðist hátíðin stórkostlega, þar sem fjölmargir listamenn komu fram, þar á meðal Emmsjé Gauti og Friðrik Dór.

Rokksveitin Kaleo vann til tvenna verðlauna, og það sama má segja um söngvarann Friðik Dór Jónsson. Þá hlaut Emmsjé Gauti einnig verðlaun, ásamt Aroni Can og Sölku Sól.

Steinþór Hróar Steinþórsson eða Steindi Jr. var með nokkra sketsa á verðlaununum, og það eins og honum einum er lagið.

Í sketsunum fengu áhorfendur að hitta hinn eina sanna gamla Nóa en kallinn var í smá vandræðum á kassabílnum og þá list að poppa. 


Tengdar fréttir

Tónlistarveisla á Hlustendaverðlaununum

Um sannkallaða tónlistarveislu var um að ræða á Hlustendaverðlaununum í Háskólabíó í gærkvöldi þar sem margir af bestu listamönnum Íslands voru samankomnir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.