Nýsósíalismi Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 07:00 Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað síðustu árin vegna aukinnar samkeppni um auglýsingar frá erlendum efnisveitum eins og Google og Facebook. Ríkisrekni fjölmiðillinn þykir líka óþarflega plássfrekur á auglýsingamarkaði. Staða fjölmiðla á frjálsum markaði virðist vera orðin það erfið að jafnvel ríkustu menn þessa lands telja sig þurfa að biðja almenning um pening til að geta rekið fyrirtækin sín. Eitt dæmi um það er Fréttatíminn sem nú biðlar til almennings, en fjölmiðillinn er meðal annars í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar sem hingað til hefur verið talinn til efnameiri Íslendinga. Það má því tíðindum sæta að hann sé farinn að betla pening af almenningi til að styðja við rekstur sinn. Hinn eigandi miðilsins er Gunnar Smári, ötull talsmaður sósíalista, en hann hefur af miklum eldmóði talað fyrir því að stofnaður verði nýr sósíalistaflokkur hér á landi (næstum af jafn miklum eldmóði og þegar hann vildi að Ísland yrði fylki í Noregi). Miðað við þessa stöðu má segja að Gunnar Smári sé að innleiða eins konar nýsósíalisma sem gengur út á að almenningur fjármagni fyrirtæki auðmanna. Ætli menn sjái fyrir sér að hægt sé að nota þetta módel fyrir fleiri tegundir mikilvægra fyrirtækja? Þessi hugmynd er mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig til tekst. Segja má að Gunnar Smári sé þannig eins konar Hrói höttur á röngunni, taki við peningum frá fátækum og gefi auðmönnum. Nokkrar spurningar vakna: hvað ef söfnunin fer fram úr öllum vonum og fyrirtækið verður rekið með hagnaði, rennur arðurinn þá í vasa hluthafanna, ritstjórans og auðmannsins?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Blóðrautt norðanáhlaup Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun
Rekstrarumhverfi fjölmiðla hefur versnað síðustu árin vegna aukinnar samkeppni um auglýsingar frá erlendum efnisveitum eins og Google og Facebook. Ríkisrekni fjölmiðillinn þykir líka óþarflega plássfrekur á auglýsingamarkaði. Staða fjölmiðla á frjálsum markaði virðist vera orðin það erfið að jafnvel ríkustu menn þessa lands telja sig þurfa að biðja almenning um pening til að geta rekið fyrirtækin sín. Eitt dæmi um það er Fréttatíminn sem nú biðlar til almennings, en fjölmiðillinn er meðal annars í eigu Sigurðar Gísla Pálmasonar sem hingað til hefur verið talinn til efnameiri Íslendinga. Það má því tíðindum sæta að hann sé farinn að betla pening af almenningi til að styðja við rekstur sinn. Hinn eigandi miðilsins er Gunnar Smári, ötull talsmaður sósíalista, en hann hefur af miklum eldmóði talað fyrir því að stofnaður verði nýr sósíalistaflokkur hér á landi (næstum af jafn miklum eldmóði og þegar hann vildi að Ísland yrði fylki í Noregi). Miðað við þessa stöðu má segja að Gunnar Smári sé að innleiða eins konar nýsósíalisma sem gengur út á að almenningur fjármagni fyrirtæki auðmanna. Ætli menn sjái fyrir sér að hægt sé að nota þetta módel fyrir fleiri tegundir mikilvægra fyrirtækja? Þessi hugmynd er mjög spennandi og gaman verður að sjá hvernig til tekst. Segja má að Gunnar Smári sé þannig eins konar Hrói höttur á röngunni, taki við peningum frá fátækum og gefi auðmönnum. Nokkrar spurningar vakna: hvað ef söfnunin fer fram úr öllum vonum og fyrirtækið verður rekið með hagnaði, rennur arðurinn þá í vasa hluthafanna, ritstjórans og auðmannsins?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun