Fluguhnýtingar í febrúar Karl Lúðvíksson skrifar 8. febrúar 2017 09:19 Fluguhnýtingar eru sífellt að verða vinsælli meðal veiðimanna Þriðja árið í röð mun vefurinn FOS.IS standa fyrir hnýtingarviðburði nú í febrúar. Eins og áður fer viðburðurinn fram á Facebook þar sem hnýtarar setja inn myndir af þeim flugum sem þeir eru að hnýta og áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar geta virt afraksturinn fyrir sér. Að þessu sinni verður aukið verulega við dagskránna því í samstarfi við Ármenn verða haldin fern hnýtingarkvöld í Árósum, Dugguvogi 13 frá kl. 20 – 22, alla mánudaga í febrúar. Þar gefst gestum kostur á að kynnast handbragði nokkurra þekktra hnýtara, s.s Stefáns Hjaltested, Robert Nowak, Ingvars Ingvarssonar og Hjartar Oddssonar, auk þess sem gestum er boðið að nýta sér aðstöðu Ármanna til hnýtinga og fluguspjalls yfir rjúkandi kaffibolla. Þeir sem eru að taka sín fyrstu spor í fluguhnýtingum geta lært mikið af þeim og það er þess vegna um að gera að mæta og sjá hvernig meistararnir bera sig að. Að auki munu styrktaraðilar Febrúarflugna vera á staðnum og kynna hnýtingar- og stangveiðivörur sínar fyrir gestum og gangandi. Í fyrra bárust hátt í 400 flugur í viðburðinn og vonir standa til að enn fleiri berist að þessu sinni. Ungir og upprennandi hnýtarar eru eindregið hvattir til að leggja sitt að mörkum, sýna flugur sínar og handbragð og njóta leiðsagnar reyndari hnýtara á hnýtingarkvöldunum. Þess má geta að nöfn nokkurra heppinna þátttakenda verða dregin út í lok mánaðarins og hljóta veglegar viðurkenningar frá styrktaraðilum viðburðarins sem eru Árvík, Flugubúllan, Joakim‘s, Sunray.is, Veiðikortið og Vesturröst. Allar nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á https://fos.is/februarflugur/ Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði
Þriðja árið í röð mun vefurinn FOS.IS standa fyrir hnýtingarviðburði nú í febrúar. Eins og áður fer viðburðurinn fram á Facebook þar sem hnýtarar setja inn myndir af þeim flugum sem þeir eru að hnýta og áhugamenn um flugur og fluguhnýtingar geta virt afraksturinn fyrir sér. Að þessu sinni verður aukið verulega við dagskránna því í samstarfi við Ármenn verða haldin fern hnýtingarkvöld í Árósum, Dugguvogi 13 frá kl. 20 – 22, alla mánudaga í febrúar. Þar gefst gestum kostur á að kynnast handbragði nokkurra þekktra hnýtara, s.s Stefáns Hjaltested, Robert Nowak, Ingvars Ingvarssonar og Hjartar Oddssonar, auk þess sem gestum er boðið að nýta sér aðstöðu Ármanna til hnýtinga og fluguspjalls yfir rjúkandi kaffibolla. Þeir sem eru að taka sín fyrstu spor í fluguhnýtingum geta lært mikið af þeim og það er þess vegna um að gera að mæta og sjá hvernig meistararnir bera sig að. Að auki munu styrktaraðilar Febrúarflugna vera á staðnum og kynna hnýtingar- og stangveiðivörur sínar fyrir gestum og gangandi. Í fyrra bárust hátt í 400 flugur í viðburðinn og vonir standa til að enn fleiri berist að þessu sinni. Ungir og upprennandi hnýtarar eru eindregið hvattir til að leggja sitt að mörkum, sýna flugur sínar og handbragð og njóta leiðsagnar reyndari hnýtara á hnýtingarkvöldunum. Þess má geta að nöfn nokkurra heppinna þátttakenda verða dregin út í lok mánaðarins og hljóta veglegar viðurkenningar frá styrktaraðilum viðburðarins sem eru Árvík, Flugubúllan, Joakim‘s, Sunray.is, Veiðikortið og Vesturröst. Allar nánari upplýsingar og dagskrá má nálgast á https://fos.is/februarflugur/
Mest lesið Maðkahallæri á suðvesturhorninu Veiði Vikuveiði upp á 635 laxa Veiði Sífellt fleiri konur við árbakkann Veiði Lokatalan 6068 laxar í Miðfjarðará Veiði Kaldakvísl eftirsótt og uppseld í sumar Veiði Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Veiði Gott skot í Kjósinni Veiði Lokatalan í Straumunum Veiði Minnkandi laxgengd kemur fram í meðafla skipa Veiði Hálendisveiðin gengur vel Veiði