Hönnuður Bugatti Veyron fer frá VW til BMW Finnur Thorlacius skrifar 8. febrúar 2017 15:00 Jozef Kaban við hlið Skoda Octavia. Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent
Slóvakinn Jozef Kaban sem hannaði Bugatti Veyron bílinn á sínum tíma og hefur verið einn aðalbílahönnuða Volkswagen bílasamstæðunnar hefur nú gengið til liðs við BMW. Eitt af síðustu verkum Jozef Kaban fyrir VW var að andlitslyfta Skoda Octavia bílnum og hann hefur komið víða við í hönnun fyrir VW. Jozef Kaban mun leysa af Karim Habib hjá BMW og verða partur af hönnunarteymi BMW undir forystu Adrian van Hooydonk. Þetta er ekki eina breytingin innan hönnunarteymis BMW því hinn 41 árs gamli Domagoj Duke mun leiða hönnun BMW i rafmagnsbílanna sem og bíla BMW M kraftabíladeildarinnar. Domagoj Duke hefur verið hjá BMW síðan árið 2010 og var til dæmis ábyrgur fyrir hönnun i3 og i8 bílanna sem og margra annarra BMW bíla.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent