Róttækar tillögur Frosti Logason skrifar 9. febrúar 2017 07:00 Mikil umræða hefur verið um áfengisfrumvarpið svokallaða undanfarið. Það er auðvitað jákvætt út af fyrir sig og leiðir okkur vonandi á endanum að skynsamlegri niðurstöðu. Sjálfum finnst mér þó ýmislegt hljóma einkennilega í umræðunni. Þó ekki sé meira sagt. Vitaskuld er þetta mikið tilfinningamál, enda kannast flestir Íslendingar við þann vanda sem hlotist getur af óhóflegri neyslu áfengis. Sumir hafa jafnvel misst ástvini og geta rakið þær ófarir beint eða óbeint til ofdrykkju. Ég hef mikla samúð með þeim. Ég tel hins vegar ólíklegt að þeir sem búi yfir slíkri reynslu hugsi sem svo að einokunarverslun ríkisins hafi þrátt fyrir allt dregið úr skaða þeirra. Að drykkjusjúklingurinn hafi jú lifað nokkrum árum lengur þar sem áfengið fékkst ekki í Nettó eða Krónunni. Ég held ekki. Það er nefnilega þannig að þetta breytir í sjálfu sér engu fyrir alkóhólista. Hvort sem þeir eru virkir eða óvirkir. En andstæðingar frumvarpsins hafa af þessu miklar áhyggjur. Auðvitað er maður þakklátur öllum þessum fjölda fólks sem ber hag okkar hinna fyrir brjósti og vill gæta þess að við förum okkur ekki að voða. Ég vil hins vegar fyrir mína hönd fá að afþakka þessa umhyggju pent og bendi á einfalda lausn sem allir ættu að geta fellt sig við. Þeir verslunarmenn sem vilja selja áfengi fái að gera það undir ákveðnum skilyrðum, þeir sem ekki vilja selja það sleppi því. Þeir sem vilja kaupa áfengi í matvöruverslunum fái að gera það. Þeir sem vilja ekki kaupa áfengið þar sleppi því. Ef til vill eru þetta agalega róttækar tillögur. Mér finnst það ekki. Hvað finnst þér? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun
Mikil umræða hefur verið um áfengisfrumvarpið svokallaða undanfarið. Það er auðvitað jákvætt út af fyrir sig og leiðir okkur vonandi á endanum að skynsamlegri niðurstöðu. Sjálfum finnst mér þó ýmislegt hljóma einkennilega í umræðunni. Þó ekki sé meira sagt. Vitaskuld er þetta mikið tilfinningamál, enda kannast flestir Íslendingar við þann vanda sem hlotist getur af óhóflegri neyslu áfengis. Sumir hafa jafnvel misst ástvini og geta rakið þær ófarir beint eða óbeint til ofdrykkju. Ég hef mikla samúð með þeim. Ég tel hins vegar ólíklegt að þeir sem búi yfir slíkri reynslu hugsi sem svo að einokunarverslun ríkisins hafi þrátt fyrir allt dregið úr skaða þeirra. Að drykkjusjúklingurinn hafi jú lifað nokkrum árum lengur þar sem áfengið fékkst ekki í Nettó eða Krónunni. Ég held ekki. Það er nefnilega þannig að þetta breytir í sjálfu sér engu fyrir alkóhólista. Hvort sem þeir eru virkir eða óvirkir. En andstæðingar frumvarpsins hafa af þessu miklar áhyggjur. Auðvitað er maður þakklátur öllum þessum fjölda fólks sem ber hag okkar hinna fyrir brjósti og vill gæta þess að við förum okkur ekki að voða. Ég vil hins vegar fyrir mína hönd fá að afþakka þessa umhyggju pent og bendi á einfalda lausn sem allir ættu að geta fellt sig við. Þeir verslunarmenn sem vilja selja áfengi fái að gera það undir ákveðnum skilyrðum, þeir sem ekki vilja selja það sleppi því. Þeir sem vilja kaupa áfengi í matvöruverslunum fái að gera það. Þeir sem vilja ekki kaupa áfengið þar sleppi því. Ef til vill eru þetta agalega róttækar tillögur. Mér finnst það ekki. Hvað finnst þér? Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun