Lífið

Séð og Heyrt komið á ís: „Að njóta ásta með Ástu, er það svona febrúarmarkmið?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Núna er bara staðan þannig að blaðið er í útgáfuhléi,“ segir Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir, ritstjóri Séð & Heyrt en blaðið hefur verið í útgáfuhléi undanfarnar vikur. Hún var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun og fór yfir stöðuna á slúðurtímaritinu.

„Fyrirtækið sem gefur út Séð & Heyrt, Birtingur, var selt og þeir góðu menn hjá Samkeppniseftirlitinu hafa ekki enn gengið frá. Mér skilst að blaðið hafi áður farið í svona útgáfuhlé útaf ýmsum ástæðum, svona bara eins og gengur í þessum bransa.“

Ásta segist ekki vita hvort hún haldi áfram hjá blaðinu ef Samkeppniseftirlitið gefur grænt ljós.

„Ykkur að segja, þá er kannski ýmislegt í pípunum hjá mér.“

Íslenskir miðlar hafa mikið skrifað um það að Ásta og Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður, séu par. Ásta hefur aldrei staðfest þann orðróm og það sama má segja um Svein Andra.

Ásta ætlar að taka á því í meistaramánuðnum að þessu sinni. Hjörvar grínaðist með það og sagðist hafa heyrt að Ásta ætlaði sér að stunda meira kynlíf í febrúar. Ásta sprakk úr hlátri.

„Voruð þið að frétta þetta? Er það ekki bara frábær líkamsrækt? Að njóta ásta með Ástu, er það svona febrúarmarkmið?“ sagði Ásta og strákarnir tóku undir.

Uppfært klukkan 13:41

Ásta Hrafnhildur vill koma því á framfæri að hún hafi ekki svarað spurningunni játandi að hún ætlaði að stunda meira kynlíf í febrúar. Af þeim sökum væri fyrri fyrirsögn fréttarinnar villandi. Hún hafi aðeins verið þeirrar skoðunar að kynlíf væri frábær líkamsrækt. Fyrirsögn fréttarinnar hefur verið breytt í ljósi þessa.


Tengdar fréttir

„Við erum bara mjög góðir vinir“

Ásta Hrafnhildur Garðarsdóttir ritstjóri Séð og Heyrt segir þau Svein Andra mjög góða vini sem hafi gaman af því að fara í leikhús.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.