KR-ingar og Vesturbæingar af öllum kynslóðum voru mættir á blótið. Þar mátti sjá heiðursmenn á borð við Svein Jónsson og Ellert B. Schram. Þar voru einnig leikmenn úr karla- og kvennaliðum KR í knattspyrnu, núverandi og fyrrverandi auk maka, vina og annarra með svart og hvítt blóð í æðum.
Gummi Ben var veislustjóri, Ari Eldjárn fór með gamanmál og þá spilaði Baggalútur fyrir dansi. Gullfoss og Geysir héldu svo uppi stuðinu fram á nótt.
Að sögn Þórhildar Garðarsdóttur, eins skipuleggjanda blótsins, tókst það virkilega vel og synd að ekki var hægt að selja fleiri miða á blótið í ár. Ljóst sé að þorrablót KR er komið til að vera.
Erling Ó. Aðalsteinsson, KR-ingur með meiru, tók myndirnar sem fylgja fréttinni.
