Nýr vísindatryllir segir frá bandarísku pari á Íslandi sem er eitt í heiminum Birgir Olgeirsson skrifar 31. janúar 2017 14:17 Maika Monroe og Matt O'Leary í hlutverkum sínum í Bokeh. Nú er væntanlegur í kvikmyndahús vestanhafs vísindatryllirinn Bokeh sem segir frá bandarísku pari sem vaknar einn morguninn upp við það að vera einu tvær manneskjurnar sem eftir eru á jörðinni, og það á Íslandi. Myndin byrjar á rómantísku ferðalagi þeirra til Íslands þar sem þau gera flest það sem hefðbundnir ferðamenn hér á landi gera. En þegar þau verða óvænt alein eftir fara þau að leita svara og fara fljótlega að efast um allt það sem þau töldu sig vita um lífið og tilveruna. Með aðalhlutverk fara Maika Monroe, sem einhverjir gætu kannast við úr myndunum Independence Day: Resurgence og It Follows, og Matt O´Leary sem á að baki hlutverk í myndum á borð við Frailty, Spy Kids, Live Free or Die Hard og The Lone Ranger. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Geoffrey Orthwein og Andrew Sullivan sem einnig skrifuðu handrit myndarinnar. Þrír Íslendingar eru með hlutverk í myndinni en það eru Arnar Jónsson, Gunnar Helgason og Berglind Rós Sigurðardóttir. Tökur myndarinnar fóru fram um sumarið 2014 og þurfti að skjóta margar senur að næturlagi á virkum dögum til að komast hjá því að mannaferðir trufluðu tökur, enda eiga aðalpersónur myndarinnar að vera einar í heiminum. Ef einhver var á ferðinni á sama tíma og tökur fóru fram var sá kurteisislega spurður hvort hann væri ekki til í að færa sig svo hægt væri að klára tökur, en eftir því sem Vísir kemst næst gengu þær vel fyrir sig og voru þeir fáu Íslendingar sem voru á ferðinni þegar tökur fóru fram afar samvinnuþýðir. Myndin verður frumsýnd 24. mars í Bandaríkjunum en unnið er að því að koma henni í sýningar hér á landi einnig. Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nú er væntanlegur í kvikmyndahús vestanhafs vísindatryllirinn Bokeh sem segir frá bandarísku pari sem vaknar einn morguninn upp við það að vera einu tvær manneskjurnar sem eftir eru á jörðinni, og það á Íslandi. Myndin byrjar á rómantísku ferðalagi þeirra til Íslands þar sem þau gera flest það sem hefðbundnir ferðamenn hér á landi gera. En þegar þau verða óvænt alein eftir fara þau að leita svara og fara fljótlega að efast um allt það sem þau töldu sig vita um lífið og tilveruna. Með aðalhlutverk fara Maika Monroe, sem einhverjir gætu kannast við úr myndunum Independence Day: Resurgence og It Follows, og Matt O´Leary sem á að baki hlutverk í myndum á borð við Frailty, Spy Kids, Live Free or Die Hard og The Lone Ranger. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Geoffrey Orthwein og Andrew Sullivan sem einnig skrifuðu handrit myndarinnar. Þrír Íslendingar eru með hlutverk í myndinni en það eru Arnar Jónsson, Gunnar Helgason og Berglind Rós Sigurðardóttir. Tökur myndarinnar fóru fram um sumarið 2014 og þurfti að skjóta margar senur að næturlagi á virkum dögum til að komast hjá því að mannaferðir trufluðu tökur, enda eiga aðalpersónur myndarinnar að vera einar í heiminum. Ef einhver var á ferðinni á sama tíma og tökur fóru fram var sá kurteisislega spurður hvort hann væri ekki til í að færa sig svo hægt væri að klára tökur, en eftir því sem Vísir kemst næst gengu þær vel fyrir sig og voru þeir fáu Íslendingar sem voru á ferðinni þegar tökur fóru fram afar samvinnuþýðir. Myndin verður frumsýnd 24. mars í Bandaríkjunum en unnið er að því að koma henni í sýningar hér á landi einnig.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira