Of gömul til að ákveða núna að verða goth Guðný Hrönn skrifar 20. janúar 2017 13:45 Leikkonan Saga Garðarsdóttir er viss um að Steypustöðin muni leggjast vel í landsmenn. Vísir/Ernir Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal. „Þetta eru sem sagt sketsa-þættir sem Steindi, Sveppi og Auddi skrifa saman,“ segir leikkonan Saga um Steypustöðina en hún fer með hlutverk í þáttunum. „Og ég, Ágústa Eva og María Guðmundsdóttir leikum kvenhlutverkin. Þetta eru mjög fyndnir og súrir sketsar,“ segir Saga spurð um hvernig þætti sé að ræða. „Ég myndi segja að ég sé með leiksigur hvað varðar hissa-svip í þessum þáttum. Ég er alltaf alveg rosalega hissa á því sem strákarnir eru að gera. Uppáhaldssketsinn minn er þegar við Sveppi leikum par sem er að lýsa sínum fyrsta kossi. Þá geri ég líka alls konar svipbrigði sem ég held að muni öll slá í gegn. En uppáhaldið mitt í öllu ferlinu er þegar ég fæ að leika afgreiðslukonu í Fjarðarkaupum. Það er vissulega aukahlutverk en konan sem ég leik er goth-ari. Það augnablik endist kannski í fimm sekúndur, fimm yndislegar sekúndur,“ segir Saga sem gæti trúað að hún sé goth-ari inn við beinið. Henni þykir þó of seint að taka upp nýjan stíl núna. „Já, ég er komin á þann aldur að það er eiginlega of seint fyrir mig núna að prófa að vera goth-ari. Ég þarf að hafa afsökun fyrir að setja á mig svartan varalit og hleypa myrkrinu í gegn. En ég dýrkaði þetta hlutverk! Mig dreymir orðið um að sminka yfir freknurnar og leika eitthvað „dark“ og ógeðslegt.“Steypustöðin hefur göngu sína í kvöld.Saga segir hópinn á bak við Steypustöðina hafa smollið vel saman og að hún hafi skemmt sér vel við gerð þáttanna. „Ég vil meina að Steindi sé einn af mínum bestu vinum. Ég vona að hann sé sammála. Annað væri svo vandræðalegt. Svo finnst mér Sveppi fyndnasti maður Íslands. Ég reyni að hlæja ekki að öllu sem hann segir svo honum líði ekki óþægilega. En svo var ég bara að kynnast Auðuni Blöndal og ég dýrka hann. Núna vil ég bara fá hann yfir í minn vinahóp. Draga hann af Austri og fara með hann á erfitt gjörningakvöld í Mengi,“ segir Saga og hlær. Saga er vongóð um að þættirnir leggist vel í landsmenn. „Sko, á forsýningunni þá var ég svolítið stressuð. En Ágústa Eva kom til mín og spurði mig af hverju og þá áttaði ég mig. Ég meina, við skrifum þetta ekki, þannig að ef þetta fokkast allt upp þá segjum við: „Þeir sögðu mér að segja þetta.“ Núna er ég ekkert stressuð, bara spennt. Ég er fullviss um að þetta mun leggjast vel í alla. Svo vona ég að ég fái að vera með í skrifteyminu næst, til að auka fjölbreytileikann þar.“ Steypustöðin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira
Leikkonan Saga Garðarsdóttir er ein þeirra sem fara með hlutverk í þáttunum Steypustöðinni sem hefja göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Saga segir leikarateymið í þáttunum hafa náð einstaklega vel saman og í ferlinu komst hún að því að hún dýrkar Auðun Blöndal. „Þetta eru sem sagt sketsa-þættir sem Steindi, Sveppi og Auddi skrifa saman,“ segir leikkonan Saga um Steypustöðina en hún fer með hlutverk í þáttunum. „Og ég, Ágústa Eva og María Guðmundsdóttir leikum kvenhlutverkin. Þetta eru mjög fyndnir og súrir sketsar,“ segir Saga spurð um hvernig þætti sé að ræða. „Ég myndi segja að ég sé með leiksigur hvað varðar hissa-svip í þessum þáttum. Ég er alltaf alveg rosalega hissa á því sem strákarnir eru að gera. Uppáhaldssketsinn minn er þegar við Sveppi leikum par sem er að lýsa sínum fyrsta kossi. Þá geri ég líka alls konar svipbrigði sem ég held að muni öll slá í gegn. En uppáhaldið mitt í öllu ferlinu er þegar ég fæ að leika afgreiðslukonu í Fjarðarkaupum. Það er vissulega aukahlutverk en konan sem ég leik er goth-ari. Það augnablik endist kannski í fimm sekúndur, fimm yndislegar sekúndur,“ segir Saga sem gæti trúað að hún sé goth-ari inn við beinið. Henni þykir þó of seint að taka upp nýjan stíl núna. „Já, ég er komin á þann aldur að það er eiginlega of seint fyrir mig núna að prófa að vera goth-ari. Ég þarf að hafa afsökun fyrir að setja á mig svartan varalit og hleypa myrkrinu í gegn. En ég dýrkaði þetta hlutverk! Mig dreymir orðið um að sminka yfir freknurnar og leika eitthvað „dark“ og ógeðslegt.“Steypustöðin hefur göngu sína í kvöld.Saga segir hópinn á bak við Steypustöðina hafa smollið vel saman og að hún hafi skemmt sér vel við gerð þáttanna. „Ég vil meina að Steindi sé einn af mínum bestu vinum. Ég vona að hann sé sammála. Annað væri svo vandræðalegt. Svo finnst mér Sveppi fyndnasti maður Íslands. Ég reyni að hlæja ekki að öllu sem hann segir svo honum líði ekki óþægilega. En svo var ég bara að kynnast Auðuni Blöndal og ég dýrka hann. Núna vil ég bara fá hann yfir í minn vinahóp. Draga hann af Austri og fara með hann á erfitt gjörningakvöld í Mengi,“ segir Saga og hlær. Saga er vongóð um að þættirnir leggist vel í landsmenn. „Sko, á forsýningunni þá var ég svolítið stressuð. En Ágústa Eva kom til mín og spurði mig af hverju og þá áttaði ég mig. Ég meina, við skrifum þetta ekki, þannig að ef þetta fokkast allt upp þá segjum við: „Þeir sögðu mér að segja þetta.“ Núna er ég ekkert stressuð, bara spennt. Ég er fullviss um að þetta mun leggjast vel í alla. Svo vona ég að ég fái að vera með í skrifteyminu næst, til að auka fjölbreytileikann þar.“
Steypustöðin Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Fleiri fréttir Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Sjá meira