50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2017 15:00 Fimmtíu lið eru skráð á Íslandsmótinu í Overwatch, en skráningu lauk núna á mánudaginn. Mótið fer fram á netinu fram að úrslitunum í Hörpu á UTmessunni. Sýningardagur er laugardaginn 4. febrúar klukkan eitt og er öllum mögulegt að fylgjast með. Óhætt er að segja að til mikils verður að vinna hjá þeim liðum sem taka þátt. Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch. Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða um 1.400.000 krónur. Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu. Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur. Silfurliðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur. Aðstandendur vonast til að sjá sem flesta á UTmessunni þegar úrslitin fara fram en einnig verður streymt beint frá viðburðinum á Twitch og á Vísi. Leikjavísir Tengdar fréttir Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Fimmtíu lið eru skráð á Íslandsmótinu í Overwatch, en skráningu lauk núna á mánudaginn. Mótið fer fram á netinu fram að úrslitunum í Hörpu á UTmessunni. Sýningardagur er laugardaginn 4. febrúar klukkan eitt og er öllum mögulegt að fylgjast með. Óhætt er að segja að til mikils verður að vinna hjá þeim liðum sem taka þátt. Ljósleiðarinn, Tölvutek, Hringdu og Hringiðan Internetþjónusta standa saman að Íslandsmótinu í Overwatch. Heildarverðmæti verðlauna á Íslandsmótinu í Overwatch verða um 1.400.000 krónur. Landsliðið í Overwatch fær fríar Eitt gíg ljósleiðaratengingar í rúmt ár að verðmæti um 900.000 krónur (6 x tengingar til áramóta 2017/2018) og verður hægt að velja á milli 1GB nettenginga í gegnum ljósleiðara frá bæði Hringiðunni internetþjónustu og Hringdu. Þá fær landsliðið í Overwatch fær einnig 210.000 krónur í peningum og þar að auki 120.000 krónu gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti verðlauna hjá landsliðinu verða 1.230.000 krónur. Silfurliðið fær 90.000 í peningum og þar að auki 60.000 króna gjafabréf frá Tölvutek. Heildarverðmæti hjá silfurliðunu er 150 þúsund krónur. Aðstandendur vonast til að sjá sem flesta á UTmessunni þegar úrslitin fara fram en einnig verður streymt beint frá viðburðinum á Twitch og á Vísi.
Leikjavísir Tengdar fréttir Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14 Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Eitt stærsta tölvuleikjamót Íslands á UTmessunni Íslandsmótið í tölvuleiknum Overwatch verður haldið á UTmessunni í Hörpu þann 4. febrúar næstkomandi. 12. janúar 2017 10:14