Samstaða þjóðar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. janúar 2017 07:00 Fá mál hafa rist jafn djúpt í sál okkar litlu þjóðar og hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ung, góðleg og efnileg kona með allt lífið fram undan hverfur sporlaust, og ýmislegt bendir til þess að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Allir, ungir sem aldnir, finna til samkenndar vegna málsins. Þeir sem yngri eru hugsa til þess að heimurinn sé ekki jafn saklaus og hann á það til að virðast í æskuljómanum. Eldri kynslóðir hugsa til eigin barna eða ættingja sem svo auðveldlega hefðu getað verið í sporum Birnu. Hún var einfaldlega á röngum stað á röngum tíma. Hvarf Birnu hefur hrist okkur saman. Samkennd þjóðarinnar hefur verið nánast áþreifanleg, og gott af því að vita að við stöndum saman sem einn maður þegar bjátar á. Þjóðin er stolt af lögreglu og björgunarsveitum. Framganga lögreglu hefur verið aðdáunarverð undir styrkri stjórn lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og Gríms Grímssonar, yfirmanns rannsóknarinnar. Fumlaus og vel máli farinn hefur hann staðið upplýsingavaktina gagnvart þjóðinni í gegnum fjölmiðla dag og nótt. Nærgætnin við fjölskyldu og vini Birnu hefur skinið í gegn. Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, lét hafa eftir sér að lögreglan og björgunarsveitirnar væru með hjartað í leitinni að dóttur sinni. Er hægt að fá fallegri eða betri meðmæli? Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa almenning. Sú skylda er tekin alvarlega um leið og reynt er að sýna nærgætni og ábyrgð. Oft svíður undan staðreyndunum sem greint er frá. Það er óhjákvæmilegt. En leiðarljósið er að gæta sannleikans og fara einungis fram með sannar og áreiðanlegar fréttir. Í máli eins og þessu reynir á samspil við lögreglu því ekki má spilla rannsóknarvinnunni. Það er vandratað einstigi í hraðri atburðarás - enn frekar með tilkomu samfélagsmiðla, sem flest fólk fylgist með. Vonandi hefur okkur tekist bærilega til - við höfum að minnsta kosti vandað okkur eftir megni. Margir hafa komið að atburðarásinni síðustu daga. Hver á sinn hátt. Lögreglan hefur stýrt rannsókninni af festu, björgunarsveitirnar bregðast aldrei, almenningur hefur staðið vaktina, meðal annars á samfélagsmiðlum, með þeim hætti að umhyggja og fallegar hugsanir hafa skinið í gegn. Ekki er svo hægt að fyllast öðru en aðdáun þegar fylgst er með fjölskyldu og vinum Birnu sem hafa staðið sig eins og hetjur allt frá því að móðir hennar steig fram og kallaði eftir aukinni aðstoð vegna hvarfsins. Tilfinningin er sú að allir hafi gert sitt besta. Allt þar til upplýst verður hvað varð um Birnu Brjánsdóttur bíðum við frétta í ofvæni og höldum í vonina í lengstu lög. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Birna Brjánsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun
Fá mál hafa rist jafn djúpt í sál okkar litlu þjóðar og hvarf Birnu Brjánsdóttur. Ung, góðleg og efnileg kona með allt lífið fram undan hverfur sporlaust, og ýmislegt bendir til þess að hvarf hennar hafi borið að með saknæmum hætti. Allir, ungir sem aldnir, finna til samkenndar vegna málsins. Þeir sem yngri eru hugsa til þess að heimurinn sé ekki jafn saklaus og hann á það til að virðast í æskuljómanum. Eldri kynslóðir hugsa til eigin barna eða ættingja sem svo auðveldlega hefðu getað verið í sporum Birnu. Hún var einfaldlega á röngum stað á röngum tíma. Hvarf Birnu hefur hrist okkur saman. Samkennd þjóðarinnar hefur verið nánast áþreifanleg, og gott af því að vita að við stöndum saman sem einn maður þegar bjátar á. Þjóðin er stolt af lögreglu og björgunarsveitum. Framganga lögreglu hefur verið aðdáunarverð undir styrkri stjórn lögreglustjórans Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur og Gríms Grímssonar, yfirmanns rannsóknarinnar. Fumlaus og vel máli farinn hefur hann staðið upplýsingavaktina gagnvart þjóðinni í gegnum fjölmiðla dag og nótt. Nærgætnin við fjölskyldu og vini Birnu hefur skinið í gegn. Móðir Birnu, Sigurlaug Hreinsdóttir, lét hafa eftir sér að lögreglan og björgunarsveitirnar væru með hjartað í leitinni að dóttur sinni. Er hægt að fá fallegri eða betri meðmæli? Hlutverk fjölmiðla er að upplýsa almenning. Sú skylda er tekin alvarlega um leið og reynt er að sýna nærgætni og ábyrgð. Oft svíður undan staðreyndunum sem greint er frá. Það er óhjákvæmilegt. En leiðarljósið er að gæta sannleikans og fara einungis fram með sannar og áreiðanlegar fréttir. Í máli eins og þessu reynir á samspil við lögreglu því ekki má spilla rannsóknarvinnunni. Það er vandratað einstigi í hraðri atburðarás - enn frekar með tilkomu samfélagsmiðla, sem flest fólk fylgist með. Vonandi hefur okkur tekist bærilega til - við höfum að minnsta kosti vandað okkur eftir megni. Margir hafa komið að atburðarásinni síðustu daga. Hver á sinn hátt. Lögreglan hefur stýrt rannsókninni af festu, björgunarsveitirnar bregðast aldrei, almenningur hefur staðið vaktina, meðal annars á samfélagsmiðlum, með þeim hætti að umhyggja og fallegar hugsanir hafa skinið í gegn. Ekki er svo hægt að fyllast öðru en aðdáun þegar fylgst er með fjölskyldu og vinum Birnu sem hafa staðið sig eins og hetjur allt frá því að móðir hennar steig fram og kallaði eftir aukinni aðstoð vegna hvarfsins. Tilfinningin er sú að allir hafi gert sitt besta. Allt þar til upplýst verður hvað varð um Birnu Brjánsdóttur bíðum við frétta í ofvæni og höldum í vonina í lengstu lög. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun