Grímur og teymi hans unna sér ekki hvíldar Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 21. janúar 2017 08:30 Grímur Grímsson er sagður halda til á skrifstofunni síðan leitin að Birnu Brjánsdóttur hófst. Og það á við um fleiri lögreglumenn sem unna sér ekki hvíldar. Vísir/Anton Þeir lögreglumenn- og konur sem nú eru í eldlínunni í rannsókn og leit að Birnu Brjánsdóttur hafa fengið mikið lof fyrir framgöngu sína. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu veitt óvenju mikla innsýn í störf sín og það sem blasir við eru vönduð vinnubrögð og styrk stjórn. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn fer þar fremstur í flokki og hefur raunar brotið blað í sögu lögreglunnar hvað varðar samskipti við fjölmiðla og almennings með því að ræða oft og yfirvegað við þá. Góðir samskiptahæfileikar hans eru líklegir til þess að hafa síðustu daga aukið traust í garð lögreglunnar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur sett rannsóknina í algjöran forgang. Stór hluti starfsmanna embættisins hefur tekið þátt í rannsókninni.Traust sem áður var í nokkru lágmarki sökum deilna, breytinga og ef til vill vegna þess að í mörgum málum lögreglu er ekki unnt að veita almenningi jafn miklar upplýsingar og nú án þess að brjóta trúnað eða skaða rannsókn. Liðsheild og samkennd Rannsóknin hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu og stór hluti starfsmanna hefur komið að henni með einum eða öðrum hætti, bæði lögreglumenn og aðrir starfsmenn embættisins. Í framlínunni eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Grímur sem stýrir rannsókninni, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Ágúst Svansson aðalvarðstjóri sem stýra leitinni í samstarfi við björgunarsveitir. Þá eru mikilvægir stjórnendur og starfsfólk tæknideildar lögreglu, kynferðisbrotadeildar og stjórnandi sérsveitarinnar sem er Guðmundur Ómar Þráinsson. Sérsveitin aðstoðar við handtökur hættulegra brotamanna og aðstoðaði við það að handtaka þá grunuðu um borð í Polar Nanooq í vikunni. Sérsveitin er mikill liðsstyrkur fyrir lögregluna þegar neyðarástand skapast. Í viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári nefndi Guðmundur Ómar þau gildi og kosti sem hann telur mikilvægust fyrir störf sérsveitarinnar, liðsheild og samkennd.Ásgeir Þór var í sérsveitinni og hefur starfað hjá lögreglunni í meira en aldarfjórðung.Snöggur og nákvæmur Þótt lögreglu þyki vandasamt að ræða um sig sjálfa og framgöngu stjórnenda á viðkvæmum tíma í rannsókn máls þá eru þeir fjölmörgu sem rætt var við um stjórnendur rannsóknarinnar einhuga um að það sé bæði víðtæk reynsla þeirra og samskiptahæfileikar sem nýtist nú. Ásgeir var í sérsveitinni og hefur starfað hjá lögreglunni í meira en aldarfjórðung. Hann er sagður ósérhlífinn og duglegur. „Hann er alveg ótrúlega snöggur og nákvæmur,“ segir einn félaga hans sem segir reynsluna vega þungt í þeim efnum.Góður maður Ágúst hefur starfað hjá lögreglunni í þrjátíu og fimm ár og hefur víðtæka reynslu af mismunandi starfssviðum. Hann er sagður yfirvegaður og rólegur en með sterkan vilja. „Honum verður ekki haggað en á sama tími er hann virkilega góður maður og hefur þennan innri styrk sem þykir eftirsóttur hjá mönnum og konum innan okkar raða,“ segir góður félagi hans.Færasti lögreglumaður landsinsKarl Steinar Valsson starfar um þessar mundir sem tengifulltrúi hjá Europol og stendur utan við teymið og rannsóknina. Hann þekkir Grím frá frá því þeir voru saman í Lögregluskólanum. „Grímur er mjög vel gefinn maður og einnig vel menntaður og víðsýnn. Ég er búinn að þekkja Grím lengi en við sátum saman í Lögregluskólanum og lukum námi þar 1989 ef ég man rétt. Í mínum huga er hann einn færasti lögreglumaður sem starfar í lögregluliðinu í dag. Hreinn, beinn, einlægur og heiðarlegur. Hann er með mjög fastmótaðar skoðanir en er á sama tíma diplómat og hlustar á öll sjónarmið. Hann er faglegur í alla staði og í þessu starfi af heilum hug. Grímur er sá maður sem mér hefur ávallt þótt best og skemmtilegast að vinna með. Sterk fyrirmynd fyrir aðra lögreglumenn og langt út fyrir það. Þegar hann talar þá hlustar maður og veit að maður getur treyst því sem hann segir,“ segir Karl Steinar. „Þetta mál reynir mjög á andlegan styrk,“ segir lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig athyglina sem lögreglan fær fyrir góða framgöngu óþægilega. Því lögreglufólki sem starfar að rannsókn málsins sé ofarlega í huga samkennd og nærgætni við fjölskylduna. Lögreglumenn eigi ekki að láta haggast þegar almenningur hefur sterka skoðun á störfum þeirra. Það þurfi að gilda bæði þegar þeir eru umdeildir og lofaðir.Grímur með barnabarni sínu, Ásu Georgíu B. ÞórðardótturÞórður GrímssonFrábær afi Grímur og fleiri lögreglumenn hafa nánast haldið til á skrifstofum sínum síðan málið kom upp og unna sér ekki hvíldar. Þórður, sonur hans, segir fjölskylduna styðja við hann. „Þetta er þannig mál og hann hefur sett fullan kraft í það. Við látum hann vita af því að hann stendur sig vel. Ég hringdi í hann eftir að hann sat fyrir svörum í Kastljósinu og var stoltur af honum. Við í fjölskyldunni þekkjum vel hans innri mann. Þetta er hlið á honum sem við þekkjum vel. Okkur finnst gott að samfélagið hafi fengið að kynnast honum því starfið getur verið óvægið. Það hefur verið deilt á hann og það fannst mér óþægilegt. Ég tók því persónulega þó ég sé nú auðvitað ekki að dvelja við það,“ segir Þórður. Hann segist alltaf hafa getað leitað til föður síns. „Þegar það koma upp vandamál þá finnst mér gott að leita til hans. Hann hefur þá sett hlutina í samhengi fyrir mig, sýnt mér fram á skynsamlega niðurstöðu. Fyrst og fremst hefur hann kennt mér að láta ekki skapið hlaupa með mig. Hann er mjög góður faðir og góð fyrirmynd, sanngjarn með réttlætiskennd. Svo er hann líka frábær afi,“ bætir Þórður við.Vígdís Grímsdóttir systir Gríms segir hann glaðsinna og góðan gæja.Spilar á tennisspaða Systir Gríms, Vigdís, gefur skemmtilega innsýn í persónuleika litla bróður síns. „Hann var æðislega skemmtilegur strákur og sífellt brosandi, kunni meðal annars þá list að spila glimrandi lög á tennisspaða, sem ég efast um að margir geti leikið eftir. Mikill gleðigjafi og húmoristi og eiginlega besti gæi í heimi, vildi alltaf öllum í húsinu vel og vill enn,“ segir Vigdís. Dóttur Vigdísar, Þórdísi Filipsdóttur, þótti gott að leita til frænda síns. „Fyrir mér hefur hann alltaf verið sá sterkasti í fjölskyldunni, róað hluti niður ef eitthvað bjátaði á. Hann gat horft á hlutina skynsamlega ef eitthvað var óskýrt. Þegar ég var lítil stelpa fannst mér hann risastór og sterkur."Víðtæk reynsla Grímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1982 og prófi frá Lögregluskóla ríkisins 1989. Tíu árum síðar kláraði hann diplómu í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann varð viðskiptafræðingur, B.Sc., frá Háskólanum í Reykjavík 2005 og lauk í framhaldi af því meistaraprófi í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík 2007. Þá tók hann löggildingu í verðbréfamiðlun, 2015. Hann starfaði fyrstu árin sem lögreglumaður, varðstjóri og aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Flutti sig til Ísafjarðar í sex ár þar sem hann var lögreglumaður og varðstjóri. Þá varð hann lögreglufulltrúi og aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eftir að hann lauk viðskiptafræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík og þar til hann lauk meistaraprófi. Þá flutti hann sig um tíma og starfaði sem viðskiptafræðingur á endurskoðunarsviði Deloitte. Þar starfaði hann aðeins í eitt ár þar til hann fór aftur til lögreglu og þá í rannsóknardeild hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Frá hruni til ársins 2016 starfaði Grímur sem yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara. Það var í nóvember á síðasta ári að hann var settur sem yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira
Þeir lögreglumenn- og konur sem nú eru í eldlínunni í rannsókn og leit að Birnu Brjánsdóttur hafa fengið mikið lof fyrir framgöngu sína. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu veitt óvenju mikla innsýn í störf sín og það sem blasir við eru vönduð vinnubrögð og styrk stjórn. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn fer þar fremstur í flokki og hefur raunar brotið blað í sögu lögreglunnar hvað varðar samskipti við fjölmiðla og almennings með því að ræða oft og yfirvegað við þá. Góðir samskiptahæfileikar hans eru líklegir til þess að hafa síðustu daga aukið traust í garð lögreglunnar.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri hefur sett rannsóknina í algjöran forgang. Stór hluti starfsmanna embættisins hefur tekið þátt í rannsókninni.Traust sem áður var í nokkru lágmarki sökum deilna, breytinga og ef til vill vegna þess að í mörgum málum lögreglu er ekki unnt að veita almenningi jafn miklar upplýsingar og nú án þess að brjóta trúnað eða skaða rannsókn. Liðsheild og samkennd Rannsóknin hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu og stór hluti starfsmanna hefur komið að henni með einum eða öðrum hætti, bæði lögreglumenn og aðrir starfsmenn embættisins. Í framlínunni eru Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri, Grímur sem stýrir rannsókninni, Ásgeir Þór Ásgeirsson og Ágúst Svansson aðalvarðstjóri sem stýra leitinni í samstarfi við björgunarsveitir. Þá eru mikilvægir stjórnendur og starfsfólk tæknideildar lögreglu, kynferðisbrotadeildar og stjórnandi sérsveitarinnar sem er Guðmundur Ómar Þráinsson. Sérsveitin aðstoðar við handtökur hættulegra brotamanna og aðstoðaði við það að handtaka þá grunuðu um borð í Polar Nanooq í vikunni. Sérsveitin er mikill liðsstyrkur fyrir lögregluna þegar neyðarástand skapast. Í viðtali við Fréttablaðið á síðasta ári nefndi Guðmundur Ómar þau gildi og kosti sem hann telur mikilvægust fyrir störf sérsveitarinnar, liðsheild og samkennd.Ásgeir Þór var í sérsveitinni og hefur starfað hjá lögreglunni í meira en aldarfjórðung.Snöggur og nákvæmur Þótt lögreglu þyki vandasamt að ræða um sig sjálfa og framgöngu stjórnenda á viðkvæmum tíma í rannsókn máls þá eru þeir fjölmörgu sem rætt var við um stjórnendur rannsóknarinnar einhuga um að það sé bæði víðtæk reynsla þeirra og samskiptahæfileikar sem nýtist nú. Ásgeir var í sérsveitinni og hefur starfað hjá lögreglunni í meira en aldarfjórðung. Hann er sagður ósérhlífinn og duglegur. „Hann er alveg ótrúlega snöggur og nákvæmur,“ segir einn félaga hans sem segir reynsluna vega þungt í þeim efnum.Góður maður Ágúst hefur starfað hjá lögreglunni í þrjátíu og fimm ár og hefur víðtæka reynslu af mismunandi starfssviðum. Hann er sagður yfirvegaður og rólegur en með sterkan vilja. „Honum verður ekki haggað en á sama tími er hann virkilega góður maður og hefur þennan innri styrk sem þykir eftirsóttur hjá mönnum og konum innan okkar raða,“ segir góður félagi hans.Færasti lögreglumaður landsinsKarl Steinar Valsson starfar um þessar mundir sem tengifulltrúi hjá Europol og stendur utan við teymið og rannsóknina. Hann þekkir Grím frá frá því þeir voru saman í Lögregluskólanum. „Grímur er mjög vel gefinn maður og einnig vel menntaður og víðsýnn. Ég er búinn að þekkja Grím lengi en við sátum saman í Lögregluskólanum og lukum námi þar 1989 ef ég man rétt. Í mínum huga er hann einn færasti lögreglumaður sem starfar í lögregluliðinu í dag. Hreinn, beinn, einlægur og heiðarlegur. Hann er með mjög fastmótaðar skoðanir en er á sama tíma diplómat og hlustar á öll sjónarmið. Hann er faglegur í alla staði og í þessu starfi af heilum hug. Grímur er sá maður sem mér hefur ávallt þótt best og skemmtilegast að vinna með. Sterk fyrirmynd fyrir aðra lögreglumenn og langt út fyrir það. Þegar hann talar þá hlustar maður og veit að maður getur treyst því sem hann segir,“ segir Karl Steinar. „Þetta mál reynir mjög á andlegan styrk,“ segir lögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir einnig athyglina sem lögreglan fær fyrir góða framgöngu óþægilega. Því lögreglufólki sem starfar að rannsókn málsins sé ofarlega í huga samkennd og nærgætni við fjölskylduna. Lögreglumenn eigi ekki að láta haggast þegar almenningur hefur sterka skoðun á störfum þeirra. Það þurfi að gilda bæði þegar þeir eru umdeildir og lofaðir.Grímur með barnabarni sínu, Ásu Georgíu B. ÞórðardótturÞórður GrímssonFrábær afi Grímur og fleiri lögreglumenn hafa nánast haldið til á skrifstofum sínum síðan málið kom upp og unna sér ekki hvíldar. Þórður, sonur hans, segir fjölskylduna styðja við hann. „Þetta er þannig mál og hann hefur sett fullan kraft í það. Við látum hann vita af því að hann stendur sig vel. Ég hringdi í hann eftir að hann sat fyrir svörum í Kastljósinu og var stoltur af honum. Við í fjölskyldunni þekkjum vel hans innri mann. Þetta er hlið á honum sem við þekkjum vel. Okkur finnst gott að samfélagið hafi fengið að kynnast honum því starfið getur verið óvægið. Það hefur verið deilt á hann og það fannst mér óþægilegt. Ég tók því persónulega þó ég sé nú auðvitað ekki að dvelja við það,“ segir Þórður. Hann segist alltaf hafa getað leitað til föður síns. „Þegar það koma upp vandamál þá finnst mér gott að leita til hans. Hann hefur þá sett hlutina í samhengi fyrir mig, sýnt mér fram á skynsamlega niðurstöðu. Fyrst og fremst hefur hann kennt mér að láta ekki skapið hlaupa með mig. Hann er mjög góður faðir og góð fyrirmynd, sanngjarn með réttlætiskennd. Svo er hann líka frábær afi,“ bætir Þórður við.Vígdís Grímsdóttir systir Gríms segir hann glaðsinna og góðan gæja.Spilar á tennisspaða Systir Gríms, Vigdís, gefur skemmtilega innsýn í persónuleika litla bróður síns. „Hann var æðislega skemmtilegur strákur og sífellt brosandi, kunni meðal annars þá list að spila glimrandi lög á tennisspaða, sem ég efast um að margir geti leikið eftir. Mikill gleðigjafi og húmoristi og eiginlega besti gæi í heimi, vildi alltaf öllum í húsinu vel og vill enn,“ segir Vigdís. Dóttur Vigdísar, Þórdísi Filipsdóttur, þótti gott að leita til frænda síns. „Fyrir mér hefur hann alltaf verið sá sterkasti í fjölskyldunni, róað hluti niður ef eitthvað bjátaði á. Hann gat horft á hlutina skynsamlega ef eitthvað var óskýrt. Þegar ég var lítil stelpa fannst mér hann risastór og sterkur."Víðtæk reynsla Grímur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Sund árið 1982 og prófi frá Lögregluskóla ríkisins 1989. Tíu árum síðar kláraði hann diplómu í opinberri stjórnsýslu og stjórnun við Endurmenntun Háskóla Íslands. Hann varð viðskiptafræðingur, B.Sc., frá Háskólanum í Reykjavík 2005 og lauk í framhaldi af því meistaraprófi í reikningshaldi og endurskoðun frá Háskólanum í Reykjavík 2007. Þá tók hann löggildingu í verðbréfamiðlun, 2015. Hann starfaði fyrstu árin sem lögreglumaður, varðstjóri og aðalvarðstjóri hjá lögreglustjóranum í Reykjavík. Flutti sig til Ísafjarðar í sex ár þar sem hann var lögreglumaður og varðstjóri. Þá varð hann lögreglufulltrúi og aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra eftir að hann lauk viðskiptafræðinámi sínu í Háskólanum í Reykjavík og þar til hann lauk meistaraprófi. Þá flutti hann sig um tíma og starfaði sem viðskiptafræðingur á endurskoðunarsviði Deloitte. Þar starfaði hann aðeins í eitt ár þar til hann fór aftur til lögreglu og þá í rannsóknardeild hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu. Frá hruni til ársins 2016 starfaði Grímur sem yfirlögregluþjónn hjá héraðssaksóknara. Það var í nóvember á síðasta ári að hann var settur sem yfirlögregluþjónn hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Fleiri fréttir Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Sjá meira