Í húsinu eru tólf svefnherbergi, þyrlupallur og þyrla, tveir kampavínskjallarar, nammiland að verðmæti 25 milljóna íslenskra króna en eigin var sett á sölu á miðvikdaginn síðastliðinn.
Húsið er staðsett í Bel Air hverfinu í Los Angeles. Með húsinu fylgir einnig 30 milljóna dollara bílafloti en í íslenskur krónum er það 3400 milljónir.
Í húsinu má einnig finna keilusal, lúxusbíósal og mjög veglega sundlaug með útsýni yfir alla borgina.
Dýrasta hús Bandaríkjanna var áður í Flórída og var sett á það 195 milljónir dollara. Hér að neðan má sjá myndband innan úr villunni í Bel Air.