Ritstjóri breska Vogue segir upp starfi sínu Ritstjórn skrifar 25. janúar 2017 15:00 Alexandra er tilbúin að takast á við nýjar áskoranir. Glamour/Getty Alexandra Shulman, sem hefur starfað sem ritstjóri bresku útgáfu Vogue seinustu 25 ár, sagði upp starfi sínu í dag. Áætlað er að hún hætti í sumar eða á meðan fundin er ný manneskja til þess að taka við. Í tilkynningu segir hún að það hafi verið erfitt að réttlæta þessa ákvörðun. Alexandra segist vilja upplifa eitthvað nýtt enda hafi hún sinnt starfinu í aldarfjórðung, lengur en nokkur annar ritstjóri tímaritsins. Hún segist vera þakklát fyrir þá reynslu sem hún hafi öðlast hjá Vogue og að það væri einstök heppni að hafa fengið að vinna með hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina. Það er óhætt að segja að Alexandra sé búin að vera ein áhrifamesta kona tískubransans í Bretlandi, jafnvel heiminum, seinustu ár og því verður spennandi að fylgjast með hver kemur til með að taka við þessu ábyrgðarmikla hlutverki. Undir stjórn Shulman ákvað breska Vogue árið 2012 að nota allar týpur af konum í tímaritinu. Hún hefur leitt blaðið í gegnum miklar breytingar og kom því á þann stað sem það er í dag. Það er því ljóst að brottför hennar er mikill missir fyrir Condé Nast, útgefanda Vogue. Mest lesið Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Sturlaðir tímar Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Bestu #Freethenipple dress Kim Kardashian Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour
Alexandra Shulman, sem hefur starfað sem ritstjóri bresku útgáfu Vogue seinustu 25 ár, sagði upp starfi sínu í dag. Áætlað er að hún hætti í sumar eða á meðan fundin er ný manneskja til þess að taka við. Í tilkynningu segir hún að það hafi verið erfitt að réttlæta þessa ákvörðun. Alexandra segist vilja upplifa eitthvað nýtt enda hafi hún sinnt starfinu í aldarfjórðung, lengur en nokkur annar ritstjóri tímaritsins. Hún segist vera þakklát fyrir þá reynslu sem hún hafi öðlast hjá Vogue og að það væri einstök heppni að hafa fengið að vinna með hæfileikaríku fólki í gegnum tíðina. Það er óhætt að segja að Alexandra sé búin að vera ein áhrifamesta kona tískubransans í Bretlandi, jafnvel heiminum, seinustu ár og því verður spennandi að fylgjast með hver kemur til með að taka við þessu ábyrgðarmikla hlutverki. Undir stjórn Shulman ákvað breska Vogue árið 2012 að nota allar týpur af konum í tímaritinu. Hún hefur leitt blaðið í gegnum miklar breytingar og kom því á þann stað sem það er í dag. Það er því ljóst að brottför hennar er mikill missir fyrir Condé Nast, útgefanda Vogue.
Mest lesið Eru Íslendingar með fallegustu húðina? Glamour Kylie litar sig aftur dökkhærða Glamour Kim komin í smellubuxur Glamour Sturlaðir tímar Glamour Fyrsta Glamourblað ársins komið út Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Bambi á forsíðu Glamour Glamour Leiklesa Sorry á stórkostlegan hátt Glamour Bestu #Freethenipple dress Kim Kardashian Glamour Magdalena Sara tók þátt í tískuvikunni í New York Glamour