Átakaferlið Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 07:00 Hátíðirnar með sínum samviskulausu huggulegheitum eru liðnar. Skyldunni til að njóta æðislega mikið og troða í sig lokið. Og maður er rétt búinn að bölva síðasta flugeldinum á þrettándanum þegar skellurinn kemur. Ljósaseríurnar farnar úr gluggunum og undarlegt eirðarleysi heltekur mann sem einkennist af ráfi á milli sófa og nammiskápsins. Náð í koll og athugað hvort það sé ekki eitthvað þarna á bak við. Vondu marsipan-molarnir frá Nóa píndir í sig. Þetta varð svo raunverulegt í gærkvöldi þar sem ég úðaði í mig lakkrískurli sem varð afgangs þegar ég bakaði lakkrístoppa á aðventunni. Um leið sat ég með visa-kortið í höndunum og borgaði fyrir átaksnámskeið á líkamsræktarstöð. Fíkill að taka síðasta skammtinn um leið og hann pantar innlögn á Vogi. Já. Tími rjómans og ljómans er liðinn og við tekur síðasti smókurinn og sykurfráhvörf. Strangur svipur og sjálfsagi. En engar áhyggjur. Það er talað um að það taki 21 dag að þróa nýjar venjur. Eftir fáeina daga í heilsuhýði rifjast upp gömul grein um að áramótaheit séu úrelt og maður eigi bara að reyna að vera betri manneskja alla daga ársins. Í hjartanu, sko. Nokkrum dögum síðar deilir einhver myndbandi á Facebook af hundrað ára dansandi konu sem hefur aldrei farið í ræktina og alltaf leyft sér allt og átt miklu hamingjuríkara líf en eineggja tvíburi hennar sem borðaði aldrei kjöt, reykti ekki og drakk ekki og hljóp sjö maraþon. Og er löngu dauð. Og eftir um það bil tvær vikur finnst okkur við hafa fundið tilgang lífsins og förum að skoða sumarbæklinga og skipuleggja sumarfrí með ástvinum. Ég spái því að þessu átakaástandi verði aflétt fyrir næstu mánaðamót eða svona um það bil á degi tuttugu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erla Björg Gunnarsdóttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun
Hátíðirnar með sínum samviskulausu huggulegheitum eru liðnar. Skyldunni til að njóta æðislega mikið og troða í sig lokið. Og maður er rétt búinn að bölva síðasta flugeldinum á þrettándanum þegar skellurinn kemur. Ljósaseríurnar farnar úr gluggunum og undarlegt eirðarleysi heltekur mann sem einkennist af ráfi á milli sófa og nammiskápsins. Náð í koll og athugað hvort það sé ekki eitthvað þarna á bak við. Vondu marsipan-molarnir frá Nóa píndir í sig. Þetta varð svo raunverulegt í gærkvöldi þar sem ég úðaði í mig lakkrískurli sem varð afgangs þegar ég bakaði lakkrístoppa á aðventunni. Um leið sat ég með visa-kortið í höndunum og borgaði fyrir átaksnámskeið á líkamsræktarstöð. Fíkill að taka síðasta skammtinn um leið og hann pantar innlögn á Vogi. Já. Tími rjómans og ljómans er liðinn og við tekur síðasti smókurinn og sykurfráhvörf. Strangur svipur og sjálfsagi. En engar áhyggjur. Það er talað um að það taki 21 dag að þróa nýjar venjur. Eftir fáeina daga í heilsuhýði rifjast upp gömul grein um að áramótaheit séu úrelt og maður eigi bara að reyna að vera betri manneskja alla daga ársins. Í hjartanu, sko. Nokkrum dögum síðar deilir einhver myndbandi á Facebook af hundrað ára dansandi konu sem hefur aldrei farið í ræktina og alltaf leyft sér allt og átt miklu hamingjuríkara líf en eineggja tvíburi hennar sem borðaði aldrei kjöt, reykti ekki og drakk ekki og hljóp sjö maraþon. Og er löngu dauð. Og eftir um það bil tvær vikur finnst okkur við hafa fundið tilgang lífsins og förum að skoða sumarbæklinga og skipuleggja sumarfrí með ástvinum. Ég spái því að þessu átakaástandi verði aflétt fyrir næstu mánaðamót eða svona um það bil á degi tuttugu. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon Skoðun