Heldur upp á árið í heild Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 10. janúar 2017 10:15 Hestamennskan hefur fylgt Kristbjörgu frá sjö ára aldri bæði í leik og starfi. Hér er hún að afmarka skeiðvöll. „Ég og bóndinn erum jafngömul og eigum afmæli með viku millibili. Við héldum vígalega veislu þegar við urðum 100 ára saman en nú ætlum við að hafa annan hátt á,“ segir hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi sem er sextug í dag. Bóndi hennar er Gunnar Arnarsson. Saman stunda þau hrossarækt, útflutning, tamningu, stóðhestahald og þjálfun og eru margverðlaunuð fyrir ræktun sína sem lengst af hefur verið kennd við Auðsholtshjáleigu. Börnin þeirra tvö, Eyvindur Hrannar og Þórdís Erla, starfa bæði með þeim. Nú hyggjast þau hjón fagna árinu í heild og brydda upp á einhverju skemmtilegu í hverjum mánuði, saman og með fjölskyldunni. Þegar er búið að plana ferð til Eyja í febrúar. „Sonur okkar spilar með meistaraflokki Selfoss, við ætlum að fylgjast með strákunum og gera smá menningar- og frændræknisferð úr þessu,“ segir Kristbjörg, sem er fædd í Vestmannaeyjum. En hvernig kynntist hún hestamennskunni? „Pabbi hafði verið í sveit sem strákur og ákvað að fá sér hest þegar ég var um sjö ára. Þá var fyrir aðeins einn hestur í Eyjum, Gamli Rauður í Gerði, 32 vetra dráttarklár sem var fyrir löngu kominn á eftirlaun. Þar með hófst hestamennskan sem síðan hefur fylgt mér bæði í leik og starfi. Hún hefur veitt mér ótrúlega lífsfyllingu og leitt til kynna af mögnuðu fólki og hestum, byrjaði sem áhugamál en breyttist smátt og smátt í að verða lífsviðurværi.“ Enga tölu kveðst Kristbjörg hafa á verðlaununum sem þau Gunnar hafa fengið. „Búið og hrossin okkar hafa unnið til fjölda verðlauna og auðvitað er gaman að fá viðurkenningar en ánægjan kemur þó fyrst og fremst þegar gripirnir okkar blómstra og fylla okkur stolti.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2017 Hestar Lífið Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Ég og bóndinn erum jafngömul og eigum afmæli með viku millibili. Við héldum vígalega veislu þegar við urðum 100 ára saman en nú ætlum við að hafa annan hátt á,“ segir hestakonan Kristbjörg Eyvindsdóttir á Grænhóli í Ölfusi sem er sextug í dag. Bóndi hennar er Gunnar Arnarsson. Saman stunda þau hrossarækt, útflutning, tamningu, stóðhestahald og þjálfun og eru margverðlaunuð fyrir ræktun sína sem lengst af hefur verið kennd við Auðsholtshjáleigu. Börnin þeirra tvö, Eyvindur Hrannar og Þórdís Erla, starfa bæði með þeim. Nú hyggjast þau hjón fagna árinu í heild og brydda upp á einhverju skemmtilegu í hverjum mánuði, saman og með fjölskyldunni. Þegar er búið að plana ferð til Eyja í febrúar. „Sonur okkar spilar með meistaraflokki Selfoss, við ætlum að fylgjast með strákunum og gera smá menningar- og frændræknisferð úr þessu,“ segir Kristbjörg, sem er fædd í Vestmannaeyjum. En hvernig kynntist hún hestamennskunni? „Pabbi hafði verið í sveit sem strákur og ákvað að fá sér hest þegar ég var um sjö ára. Þá var fyrir aðeins einn hestur í Eyjum, Gamli Rauður í Gerði, 32 vetra dráttarklár sem var fyrir löngu kominn á eftirlaun. Þar með hófst hestamennskan sem síðan hefur fylgt mér bæði í leik og starfi. Hún hefur veitt mér ótrúlega lífsfyllingu og leitt til kynna af mögnuðu fólki og hestum, byrjaði sem áhugamál en breyttist smátt og smátt í að verða lífsviðurværi.“ Enga tölu kveðst Kristbjörg hafa á verðlaununum sem þau Gunnar hafa fengið. „Búið og hrossin okkar hafa unnið til fjölda verðlauna og auðvitað er gaman að fá viðurkenningar en ánægjan kemur þó fyrst og fremst þegar gripirnir okkar blómstra og fylla okkur stolti.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 10. janúar 2017
Hestar Lífið Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira