Barnaníð Bjarni Karlsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Hvert barn sem fæðist er gætt þeim stórkostlega hæfileika að geta myndað tengsl. Jafnvel strax í móðurkviði venst það röddum og hljóðum sem það byrjar að tengja sig við. Í dag bregða margir foreldrar nýbura á það ráð ef barnið er órólegt, að fara á netið og finna upptökur af innyflahljóðum úr manneskju. Áhrifin eru sögð ótvíræð þegar barnið heyrir kunnugleg umhverfishljóð úr móðurkviði. Við erum fædd sem tengslaverur. Ástvinir bíða eftir fyrsta brosi því það er staðfesting á því að tengsl séu komin á. Tengsl sem öllu varða. Fárra mánaða gömul gerast börn svo mannafælur eins og við segjum. Þá eru þau komin á þann stað í þroska að þau hafa uppgötvað sig sem persónur, hafa fest auga á aðal umönnunaraðila sínum og þurfa tímabundið að fá að draga sín mörk gagnvart flestu öðru fólki. Smám saman stækkar tengslanetið og barnið eflir með sér hæfileikann til þess að treysta og elska. Þegar persónan nær kynþroska færist tengslahæfnin upp á nýtt plan og hæfileikinn vaknar til að mynda kynferðisleg tengsl, gera sáttmála um kynferðislega ást. Það er ekki lítið. Mannslíf eru viðkvæm og berskjölduð og hæfnin til þess að elska og treysta er eitt það viðkvæmasta af öllu viðkvæmu. Þegar einhver sem er eldri og reyndari nálgast barn kynferðislega þá er þessi stórkostlegi hæfileiki sem blundar í barninu allt frá fæðingu vakinn til þess eins að meiða og skemma. Þess vegna heitir það níð, barnaníð. Hæfileikinn til að gera kynferðislegan sáttmála um ást getur bara dafnað í samskiptum jafningja. Aðal öryggisatriðið í þessum efnum er því það að vera með jafningjum sínum. Gerum það með jafningjum okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun
Hvert barn sem fæðist er gætt þeim stórkostlega hæfileika að geta myndað tengsl. Jafnvel strax í móðurkviði venst það röddum og hljóðum sem það byrjar að tengja sig við. Í dag bregða margir foreldrar nýbura á það ráð ef barnið er órólegt, að fara á netið og finna upptökur af innyflahljóðum úr manneskju. Áhrifin eru sögð ótvíræð þegar barnið heyrir kunnugleg umhverfishljóð úr móðurkviði. Við erum fædd sem tengslaverur. Ástvinir bíða eftir fyrsta brosi því það er staðfesting á því að tengsl séu komin á. Tengsl sem öllu varða. Fárra mánaða gömul gerast börn svo mannafælur eins og við segjum. Þá eru þau komin á þann stað í þroska að þau hafa uppgötvað sig sem persónur, hafa fest auga á aðal umönnunaraðila sínum og þurfa tímabundið að fá að draga sín mörk gagnvart flestu öðru fólki. Smám saman stækkar tengslanetið og barnið eflir með sér hæfileikann til þess að treysta og elska. Þegar persónan nær kynþroska færist tengslahæfnin upp á nýtt plan og hæfileikinn vaknar til að mynda kynferðisleg tengsl, gera sáttmála um kynferðislega ást. Það er ekki lítið. Mannslíf eru viðkvæm og berskjölduð og hæfnin til þess að elska og treysta er eitt það viðkvæmasta af öllu viðkvæmu. Þegar einhver sem er eldri og reyndari nálgast barn kynferðislega þá er þessi stórkostlegi hæfileiki sem blundar í barninu allt frá fæðingu vakinn til þess eins að meiða og skemma. Þess vegna heitir það níð, barnaníð. Hæfileikinn til að gera kynferðislegan sáttmála um ást getur bara dafnað í samskiptum jafningja. Aðal öryggisatriðið í þessum efnum er því það að vera með jafningjum sínum. Gerum það með jafningjum okkar. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun