Táraflóð og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins Stefán Árni Pálsson skrifar 11. janúar 2017 15:45 Frábær stemning í Háskólabíói í gærkvöldi. vísir/eyþór Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel. Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni. Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. Ingvar E. var mættur ásamt æskuvini sínum.Saga Sigurðardóttir og Sóllilja BaltasarsdóttirAndri Snær Magnason lét sig ekki vanta.Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé mætti á sýninguna ásamt kærustunni sinni og vini.Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hægri og Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara með stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miðjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.Þessi ungmenni mættu og virtust skemmta sér vel. Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. Myndin var frumsýnd í Háskólabíói í gærkvöld og það fyrir framan troðfullan sal. Hjartasteinn fjallar um sterka vináttu tveggja drengja sem eru að taka sín fyrstu skref inn í unglingsárin og uppgötva ástina. Tökur fóru fram haustið 2015 á Borgarfirði eystri, Seyðisfirði, í Vopnafirði og Dyrhólaey. Það er óhætt að segja að bíógestir hafi verið hrifnir af myndinni en þegar henni var lokið stóð allur salurinn upp og klappaði lengi vel. Leikarar og alls starfsfólk í kringum myndina hneigðu sig uppi á sviði eftir sýningu og fengu aðalleikarar myndarinnar, þeir Baldur Einarsson og Blær Hinriksson sem fara hreinlega á kostum í kvikmyndinni. Fólk mætti í Vesturbæinn með bros á vör en undir lok Hjartasteins grétu bíógestir og mátti heyra tilfinningaþrunginn viðbrögð um allan sal. Eyþór Árnason, ljósmyndari 365, var mættur á svæðið fyrir sýningu og má sjá ljósmyndir hans hér að ofan. Hér að neðan má hlusta á skemmtilegt viðtal við aðalleikara kvikmyndarinnar sem tekið var í þættinum Í bítið í morgun. Einnig má sjá viðbrögðin í Háskólabíói í gær. Ingvar E. var mættur ásamt æskuvini sínum.Saga Sigurðardóttir og Sóllilja BaltasarsdóttirAndri Snær Magnason lét sig ekki vanta.Atli Sigþórsson, betur þekktur sem Kött Grá Pjé mætti á sýninguna ásamt kærustunni sinni og vini.Guðmundur Arnar Guðmundsson, leikstjóri myndarinnar er hér til hægri og Jónína Þórdís Karlsdóttir, leikkona er til vinstri.Nanna Kristín Magnúsdóttir og Nína Dögg Filippusdóttir fara með stór hlutverk í kvikmyndinni. Drengurinn í miðjunni leikur einnig í Hjartasteini og heitir hann Daniel Hans Erlendsson.Þessi ungmenni mættu og virtust skemmta sér vel.
Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein