Lágstemmd og heillandi þroskasaga Tómas Valgeirsson skrifar 12. janúar 2017 09:45 Baldur Einarsson og Blær Hinriksson eru þrumugóðir sem félagarnir Þór og Kristján, sannfærandi saman og hvor í sínu lagi. Kvikmyndir Hjartasteinn Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson Framleiðendur: Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst Handrit: Guðmundur Arnar Guðmundsson Kvikmyndataka: Sturla Brandth Grøvlen Klipping: Anne Osterud og Janus Billeskov Jansen Tónlist: Kristian Eidnes Andersen Leikmynd: Hulda Helgadóttir Búningar: Helga Rós V. Hannam Förðun: Kristín Júlla Kristjánsdóttir Aðalhlutverk: Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson virðist vera kvikmyndagerðarmaður sem þekkir sína styrkleika. Stuttmyndirnar Hvalfjörður og Ártún komu því fljótt til skila að hann ynni vel með krökkum í einlægum sögum um ungt fólk að finna sig í grámyglulegu umhverfi. Báðar þessar myndir, einkum Hvalfjörður, áttu velgengni að fagna og hafa eflaust reynst leikstjóranum góður skóli og undirbúningur fyrir Hjartastein, hans fyrstu mynd í fullri lengd. Hjartasteinn segir frá sterkri vináttu tveggja táningsdrengja, Þórs og Kristjáns. Sagan gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi og fylgjumst við með þessum strákum mótast og uppgötva eigin sjálfsmyndir saman, ásamt samfélagi þeirra og samskiptum við hitt kynið. Annar drengjanna sækir ólmur í draumastúlkuna á meðan hinn uppgötvar nýjar tilfinningar í garð vinar síns. Þessi mynd er ekki að sækjast eftir því að finna upp nein hjól (og minnir hún stundum á hina ágætu Þresti), en hún skipar sér þó í ákveðna sérstöðu, þrátt fyrir að vera enn eitt íslenska eymdardramað þar sem einblínt er á fjölskylduerjur og drykkju í smábæ. Styrkur hennar liggur í trúverðugu handriti, flottri kvikmyndatöku og öflugum leikurum. Það er eiginlega hálfgert kraftaverk hvað unga fólkið er traust og að heildarmyndin skuli vera svona tilgerðarlaus, áreynslulaus, manneskjuleg og heillandi.Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson virðist vera kvikmyndagerðarmaður sem þekkir sína styrkleika.Öll sagan hvílir ekki aðeins á herðum drengjanna, í býsna tilþrifaríkum hlutverkum, heldur hópnum í heild sinni. Reynsluboltar eins og Nína Dögg Filippusdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson eru frábær í vel uppteiknuðum aukahlutverkum en yngri leikararnir eru hiklaust límið sem heldur myndinni saman. Baldur Einarsson og Blær Hinriksson eru þrumugóðir sem félagarnir Þór og Kristján, sannfærandi saman og hvor í sínu lagi. Baldur sér um stærsta burðarhlutverkið af miklu öryggi og Blær er ekki lengi að gefa frá sér viðkunnanlega nærveru í hlutverki Kristjáns, þjáðari og brotnari aðila tvíeykisins. Það hefði kannski verið gaman að sjá örlítið meiri áherslu á Kristján í stað þess að hafa Þór að mestu í forgrunni. Það er engin föðurmynd í lífi Þórs og hann virðist ekki eiga mjög náið samband við móður sína, en heimilinu deilir hann með systrum sínum tveimur, leiknum af Jónínu Þórdísi Karlsdóttur og Rut Ragnarsdóttur. Báðar tvær sýna mikinn karakter og bæta heilmiklu við. Eins er með Diljá Valsdóttur og Kötlu Njálsdóttur, í hlutverki stúlknanna sem fanga athygli strákanna. Guðmundi tekst reyndar vel að blanda saman fyndnum, hormónafullum vandræðalegheitum og þyngri atriðum án þess að tapa sýn á andrúmsloftinu. Til að gera gott aðeins betra er melódramatík í algeru lágmarki. Sagan skoðar erfiðleika unglingsáranna en finnur sig best í einfaldleikanum með því að halda tóninum lágstemmdum og persónunum raunsæjum, gölluðum og á marga vegu viðtengjanlegum. Samræðurnar hljóma afar eðlilega og þroskasaga drengjanna er forvitnileg, stundum óútreiknanleg og sterk. Guðmundur tæklar í handritinu krefjandi umfjöllunarefni af nærgætni, mikilli sál og tekur tillit til smáatriða og gætir þess að útskýra ekki meira en þarf. Það sakar heldur ekki að hafa þetta ágæta val á tónlist sem poppar upp af og til, frá Trabant, Bang Gang og Björk svo dæmi sér tekið. Kvikmyndataka er í höndum hins norska Sturla Brandth Grøvlen og er ákaflega heildstæð og falleg auk þess sem lýsingin er sérstaklega falleg. Sturla kann þá list að segja sögur í myndum og klippingin er sömuleiðis afar vönduð. Búningar, förðun og allt heildarútlit myndarinnar er heilt yfir vel heppnað sem gerir það að verkum að það er auðvelt gleyma sér yfir sögunni. Hjartasteinn nær líka aðeins að skera sig úr fyrir það eitt að vera á meðal örfárra íslenskra kvikmynda sem leyfir heildarlengdinni að skríða yfir tvo klukkutíma. Hjartasteinn nýtur góðs af afslöppuðu flæði, þó kaldhæðnislega hefði varla skaðað að raka smávegis af lengdinni í seinni helmingnum, eða gera meira við Kristján sem persónu. En þrátt fyrir það gæti þetta vel verið besta unglingasaga sem íslensk kvikmyndagerð hefur getið af sér, ásamt Óróa að sjálfsögðu. Niðurstaða: Stórvel heppnað unglingadrama; einfalt, fyndið og áhrifaríkt. Myndin er eilítið of löng en leikararnir fara á kostum. Hjartasteinn - trailer from Join Motion Pictures on Vimeo. Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Sigurför Hjartasteins Kvikmyndin Hjartasteinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og raðað inn verðlaunum á hverri kvikmyndahátiðinni eftir annari. Lífið tekur hér saman verðlaunin og birtir nokkrar myndir af hátíðunum sem eru orðnar ansi margar. 16. nóvember 2016 11:00 Aðalleikarar Hjartasteins verðlaunaðir í Marokkó Hjartasteinn hefur undanfarið sópað að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum. 11. desember 2016 21:15 Táraflóð og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. 11. janúar 2017 15:45 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Hjartasteinn Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson Framleiðendur: Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst Handrit: Guðmundur Arnar Guðmundsson Kvikmyndataka: Sturla Brandth Grøvlen Klipping: Anne Osterud og Janus Billeskov Jansen Tónlist: Kristian Eidnes Andersen Leikmynd: Hulda Helgadóttir Búningar: Helga Rós V. Hannam Förðun: Kristín Júlla Kristjánsdóttir Aðalhlutverk: Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson virðist vera kvikmyndagerðarmaður sem þekkir sína styrkleika. Stuttmyndirnar Hvalfjörður og Ártún komu því fljótt til skila að hann ynni vel með krökkum í einlægum sögum um ungt fólk að finna sig í grámyglulegu umhverfi. Báðar þessar myndir, einkum Hvalfjörður, áttu velgengni að fagna og hafa eflaust reynst leikstjóranum góður skóli og undirbúningur fyrir Hjartastein, hans fyrstu mynd í fullri lengd. Hjartasteinn segir frá sterkri vináttu tveggja táningsdrengja, Þórs og Kristjáns. Sagan gerist yfir sumar í litlu sjávarþorpi og fylgjumst við með þessum strákum mótast og uppgötva eigin sjálfsmyndir saman, ásamt samfélagi þeirra og samskiptum við hitt kynið. Annar drengjanna sækir ólmur í draumastúlkuna á meðan hinn uppgötvar nýjar tilfinningar í garð vinar síns. Þessi mynd er ekki að sækjast eftir því að finna upp nein hjól (og minnir hún stundum á hina ágætu Þresti), en hún skipar sér þó í ákveðna sérstöðu, þrátt fyrir að vera enn eitt íslenska eymdardramað þar sem einblínt er á fjölskylduerjur og drykkju í smábæ. Styrkur hennar liggur í trúverðugu handriti, flottri kvikmyndatöku og öflugum leikurum. Það er eiginlega hálfgert kraftaverk hvað unga fólkið er traust og að heildarmyndin skuli vera svona tilgerðarlaus, áreynslulaus, manneskjuleg og heillandi.Leikstjórinn Guðmundur Arnar Guðmundsson virðist vera kvikmyndagerðarmaður sem þekkir sína styrkleika.Öll sagan hvílir ekki aðeins á herðum drengjanna, í býsna tilþrifaríkum hlutverkum, heldur hópnum í heild sinni. Reynsluboltar eins og Nína Dögg Filippusdóttir, Nanna Kristín Magnúsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson eru frábær í vel uppteiknuðum aukahlutverkum en yngri leikararnir eru hiklaust límið sem heldur myndinni saman. Baldur Einarsson og Blær Hinriksson eru þrumugóðir sem félagarnir Þór og Kristján, sannfærandi saman og hvor í sínu lagi. Baldur sér um stærsta burðarhlutverkið af miklu öryggi og Blær er ekki lengi að gefa frá sér viðkunnanlega nærveru í hlutverki Kristjáns, þjáðari og brotnari aðila tvíeykisins. Það hefði kannski verið gaman að sjá örlítið meiri áherslu á Kristján í stað þess að hafa Þór að mestu í forgrunni. Það er engin föðurmynd í lífi Þórs og hann virðist ekki eiga mjög náið samband við móður sína, en heimilinu deilir hann með systrum sínum tveimur, leiknum af Jónínu Þórdísi Karlsdóttur og Rut Ragnarsdóttur. Báðar tvær sýna mikinn karakter og bæta heilmiklu við. Eins er með Diljá Valsdóttur og Kötlu Njálsdóttur, í hlutverki stúlknanna sem fanga athygli strákanna. Guðmundi tekst reyndar vel að blanda saman fyndnum, hormónafullum vandræðalegheitum og þyngri atriðum án þess að tapa sýn á andrúmsloftinu. Til að gera gott aðeins betra er melódramatík í algeru lágmarki. Sagan skoðar erfiðleika unglingsáranna en finnur sig best í einfaldleikanum með því að halda tóninum lágstemmdum og persónunum raunsæjum, gölluðum og á marga vegu viðtengjanlegum. Samræðurnar hljóma afar eðlilega og þroskasaga drengjanna er forvitnileg, stundum óútreiknanleg og sterk. Guðmundur tæklar í handritinu krefjandi umfjöllunarefni af nærgætni, mikilli sál og tekur tillit til smáatriða og gætir þess að útskýra ekki meira en þarf. Það sakar heldur ekki að hafa þetta ágæta val á tónlist sem poppar upp af og til, frá Trabant, Bang Gang og Björk svo dæmi sér tekið. Kvikmyndataka er í höndum hins norska Sturla Brandth Grøvlen og er ákaflega heildstæð og falleg auk þess sem lýsingin er sérstaklega falleg. Sturla kann þá list að segja sögur í myndum og klippingin er sömuleiðis afar vönduð. Búningar, förðun og allt heildarútlit myndarinnar er heilt yfir vel heppnað sem gerir það að verkum að það er auðvelt gleyma sér yfir sögunni. Hjartasteinn nær líka aðeins að skera sig úr fyrir það eitt að vera á meðal örfárra íslenskra kvikmynda sem leyfir heildarlengdinni að skríða yfir tvo klukkutíma. Hjartasteinn nýtur góðs af afslöppuðu flæði, þó kaldhæðnislega hefði varla skaðað að raka smávegis af lengdinni í seinni helmingnum, eða gera meira við Kristján sem persónu. En þrátt fyrir það gæti þetta vel verið besta unglingasaga sem íslensk kvikmyndagerð hefur getið af sér, ásamt Óróa að sjálfsögðu. Niðurstaða: Stórvel heppnað unglingadrama; einfalt, fyndið og áhrifaríkt. Myndin er eilítið of löng en leikararnir fara á kostum. Hjartasteinn - trailer from Join Motion Pictures on Vimeo.
Bíó og sjónvarp Menning Tengdar fréttir Sigurför Hjartasteins Kvikmyndin Hjartasteinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og raðað inn verðlaunum á hverri kvikmyndahátiðinni eftir annari. Lífið tekur hér saman verðlaunin og birtir nokkrar myndir af hátíðunum sem eru orðnar ansi margar. 16. nóvember 2016 11:00 Aðalleikarar Hjartasteins verðlaunaðir í Marokkó Hjartasteinn hefur undanfarið sópað að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum. 11. desember 2016 21:15 Táraflóð og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. 11. janúar 2017 15:45 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Sigurför Hjartasteins Kvikmyndin Hjartasteinn hefur farið sannkallaða sigurför um heiminn og raðað inn verðlaunum á hverri kvikmyndahátiðinni eftir annari. Lífið tekur hér saman verðlaunin og birtir nokkrar myndir af hátíðunum sem eru orðnar ansi margar. 16. nóvember 2016 11:00
Aðalleikarar Hjartasteins verðlaunaðir í Marokkó Hjartasteinn hefur undanfarið sópað að sér verðlaunum á kvikmyndahátíðum. 11. desember 2016 21:15
Táraflóð og standandi lófaklapp á frumsýningu Hjartasteins Hjartasteinn er fyrsta kvikmynd leikstjórans Guðmundar Arnars Guðmundssonar í fullri lengd en kvikmyndin hefur sópað til sín alþjóðleg verðlaun undanfarna mánuði. 11. janúar 2017 15:45