210 hestafla Yaris frumsýndur í Genf Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2017 11:19 210 hestafla Yaris. Toyota Yaris hefur hingað til ekki verið í boði sem spyrnukerra, en það er þó að breytast. Toyota ætlar að kynna 210 hestafla útgáfu þessa smávaxna bíls á komandi bílasýningu í Genf í mars. Aflið fær bíllinn frá nýrri 1,6 lítra forþjöppudrifinni fjögurra strokka vél sem á ýmislegt skylt við vélina sem er í rallkeppnisbílum Toyota. Toyota ætlar ekki bara að kynna þessa kraftaútgáfu Yaris í Genf heldur einnig nýtt útlit Yaris yfirhöfuð. Kraftaútgáfan verður mjög auðkennanleg frá hefðbundnum Yaris með sinn svartlakkaða vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða hliðarspeglarnir svartir, sem og felgurnar. Bíllinn stendur lægra á vegi, fjöðrunin verður stífari og bremsurnar stærri en í hefðbundnum Yaris. Toyota segir hinsvegar að ný kynslóð Yaris verði hlaðin af tækninýjungum og að aksturseiginleikar bílsins muni einnig batna umtalsvert. Í Genf verða allt í senn til sýnis hefðbundin ný gerð Yaris, kraftabíllinn og útgáfan sem notuð er í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. R´ðett um 2 mánuðir eru í opnun bílasýningarinnar í Genf.Einkennandi vindkjúfur að aftan. Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent
Toyota Yaris hefur hingað til ekki verið í boði sem spyrnukerra, en það er þó að breytast. Toyota ætlar að kynna 210 hestafla útgáfu þessa smávaxna bíls á komandi bílasýningu í Genf í mars. Aflið fær bíllinn frá nýrri 1,6 lítra forþjöppudrifinni fjögurra strokka vél sem á ýmislegt skylt við vélina sem er í rallkeppnisbílum Toyota. Toyota ætlar ekki bara að kynna þessa kraftaútgáfu Yaris í Genf heldur einnig nýtt útlit Yaris yfirhöfuð. Kraftaútgáfan verður mjög auðkennanleg frá hefðbundnum Yaris með sinn svartlakkaða vindkljúf sem festur er við þakið aftast á bílnum. Auk þess verða hliðarspeglarnir svartir, sem og felgurnar. Bíllinn stendur lægra á vegi, fjöðrunin verður stífari og bremsurnar stærri en í hefðbundnum Yaris. Toyota segir hinsvegar að ný kynslóð Yaris verði hlaðin af tækninýjungum og að aksturseiginleikar bílsins muni einnig batna umtalsvert. Í Genf verða allt í senn til sýnis hefðbundin ný gerð Yaris, kraftabíllinn og útgáfan sem notuð er í heimsmeistarakeppninni í rallakstri. R´ðett um 2 mánuðir eru í opnun bílasýningarinnar í Genf.Einkennandi vindkjúfur að aftan.
Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent