Rafmagnsbílaframleiðendur kaupa gamlar bílaverksmiðjur Finnur Thorlacius skrifar 18. janúar 2017 11:30 Tesla hóf bílaframleiðslu sína í aflagðri bílaverksmiðju sem var bæði í eigu General Motors og Toyota í Kaliforníu. Nú hefur annar rafmagnsbílaframleiðandi, Rivian Automotive, gert það sama, þ.e. keypt aflagða versksmiðju sem var í eigu Mitsubishi og Chrysler og er hún í Illinois ríki, 130 mílum frá Chicago. Þessi verksmiðja er um 215.000 fermetrar. Þar ætlar Rivian Automotive að hefja smíði rafmagnsbíla sinna árið 2019 og ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 5 milljarða króna til að gera verksmiðjuna tilbúna til framleiðslu. Rivian Automotive nýtur skattalegra afslátta frá Illinois ríki næstu 5 ár en Rivian Automotive ætlar að ráða 1.000 starfsmenn til ársins 2024. Verksmiðjan sem Rivian Automotive keypti af Mitsubishi og Chrysler var reist árið 1988 og í henni hafa verið framleiddir um 250.000 bílar á ári. Mitsubishi hætti framleiðslu í verksmiðjunni í fyrra. Rivian Automotive hefur frá stofnun skipt tvisvar um nafn, hét fyrst Mainstream Motors, síðan Avera Automotive, en Rivian Automotive frá árinu 2011. Rivian flutti höfuðstöðvar sínar frá Florida til Detroit í fyrra. Verksmiðja Tesla í Kaliforníu er í Fremont, um 60 kílómetra suðaustur af San Francisco og verksmiðjan þar verður líklega stækkuð um helming á næstunni til að geta framleitt mikið magn Tesla Model 3 bílsins. Við það mun starfsmannafjöldinn fara úr 6.200 í 9.300. Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent
Tesla hóf bílaframleiðslu sína í aflagðri bílaverksmiðju sem var bæði í eigu General Motors og Toyota í Kaliforníu. Nú hefur annar rafmagnsbílaframleiðandi, Rivian Automotive, gert það sama, þ.e. keypt aflagða versksmiðju sem var í eigu Mitsubishi og Chrysler og er hún í Illinois ríki, 130 mílum frá Chicago. Þessi verksmiðja er um 215.000 fermetrar. Þar ætlar Rivian Automotive að hefja smíði rafmagnsbíla sinna árið 2019 og ætlar að fjárfesta fyrir hátt í 5 milljarða króna til að gera verksmiðjuna tilbúna til framleiðslu. Rivian Automotive nýtur skattalegra afslátta frá Illinois ríki næstu 5 ár en Rivian Automotive ætlar að ráða 1.000 starfsmenn til ársins 2024. Verksmiðjan sem Rivian Automotive keypti af Mitsubishi og Chrysler var reist árið 1988 og í henni hafa verið framleiddir um 250.000 bílar á ári. Mitsubishi hætti framleiðslu í verksmiðjunni í fyrra. Rivian Automotive hefur frá stofnun skipt tvisvar um nafn, hét fyrst Mainstream Motors, síðan Avera Automotive, en Rivian Automotive frá árinu 2011. Rivian flutti höfuðstöðvar sínar frá Florida til Detroit í fyrra. Verksmiðja Tesla í Kaliforníu er í Fremont, um 60 kílómetra suðaustur af San Francisco og verksmiðjan þar verður líklega stækkuð um helming á næstunni til að geta framleitt mikið magn Tesla Model 3 bílsins. Við það mun starfsmannafjöldinn fara úr 6.200 í 9.300.
Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent