Stærsta málið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 14. janúar 2017 07:00 Upp úr aldamótum ákvað Gordon Brown, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, að skattaálögur skyldu lækkaðar á dísilbíla en hækkaðar á bensínbíla. Stýra átti Bretum í þá átt að kaupa frekar dísilbíla en bensínbíla, enda voru vísindamenn almennt sammála um að þeir fyrrnefndu væru umhverfisvænni. Í dag er almennt viðurkennt að ákvörðun Browns var hin mesta flónska. Þótt dísilbílar láti vissulega frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda en bensínbílar, spúa þeir margs konar öðrum eiturefnum. Útblástur frá dísilbílum er talinn bæði krabbameinsvaldandi og skaðlegur lungnastarfsemi fólks. Því hafa Bretar markvisst unnið að því að vinda ofan af skattaívilnunum sem hvetja fólk til kaupa á dísilbifreiðum. Þeir hafa tekið mark á vísindunum. Sama þróun á sér stað víða um heim. Í Bandaríkjunum eru dísilbílar nánast útdauðir og víða í Evrópu verða þeir hreinlega bannaðir. Í Hollandi er stefnt að því að þeir verði alfarið farnir af götunum 2025. Um áramótin var eldsneytisgjald hér á landi hækkað. Helstu tíðindin voru að gjaldið hækkaði meira á bensínbíla en dísilbíla. Hvatinn til kaupa á dísilbílum var því aukinn. Því er ekki að undra að flestir nýir bílar sem komu á göturnar á Íslandi 2016 eru dísilbílar – réttur helmingur. Hlutfall rafbíla er því miður enn lágt. Þetta er dæmi um að stjórnvöld sofa á verðinum. Loftslagsmál eru sennilega stærsta viðfangsefni samtímans. Ef mengun af manna völdum heldur áfram óbreytt er staðhæft að hitastig á jörðinni muni hækka um fjórar gráður á Celsíus á þessari öld með voveiflegum afleiðingum; landbúnaðarsvæði þorna upp, jöklar bráðna og sjávarmál hækkar. Fólk mun flytjast í milljónavís frá ströndum og fjær matarkistunum. Sá sem ferðast hefur á norðurslóðir og séð bráðnun Grænlandsjökuls eða til Suður-Kína og séð hvernig mengun af mannanna völdum eitrar andrúmsloftið og skyggir á sjálfa sólina, veit að hættan er raunveruleg. Það mun fara illa ef ekkert er að gert. Parísarsamkomulagið er þar mikilvægt þótt mörgum þyki það ganga of skammt. Við hér getum ekki setið aðgerðarlaus hjá. Við skulum passa landið okkar og haga neyslunni svo að sem minnstur skaði hljótist af. Hver og einn verður að taka ábyrgð á sjálfum sér. Stjórnvöld geta lagt sitt af mörkum með lagasetningu sem verndar náttúruperlur, refsar umhverfissóðum og beinir neyslu fólks í rétta átt. Tíðindin af dísilálögunum benda þó til að stjórnvöld fylgist illa með þróun annars staðar í veröldinni. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er stiklað á stóru þegar kemur að umhverfismálum: „Gerð verður aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið. Áætlunin feli meðal annars í sér græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum.“ Nú þarf að láta verkin tala. Fyrsta skrefið gæti verið að vinda ofan af röngum hvötum í eldsneytisgjaldakerfinu. Margt smátt gerir eitt stórt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun
Upp úr aldamótum ákvað Gordon Brown, þáverandi fjármálaráðherra Bretlands, að skattaálögur skyldu lækkaðar á dísilbíla en hækkaðar á bensínbíla. Stýra átti Bretum í þá átt að kaupa frekar dísilbíla en bensínbíla, enda voru vísindamenn almennt sammála um að þeir fyrrnefndu væru umhverfisvænni. Í dag er almennt viðurkennt að ákvörðun Browns var hin mesta flónska. Þótt dísilbílar láti vissulega frá sér minna magn gróðurhúsalofttegunda en bensínbílar, spúa þeir margs konar öðrum eiturefnum. Útblástur frá dísilbílum er talinn bæði krabbameinsvaldandi og skaðlegur lungnastarfsemi fólks. Því hafa Bretar markvisst unnið að því að vinda ofan af skattaívilnunum sem hvetja fólk til kaupa á dísilbifreiðum. Þeir hafa tekið mark á vísindunum. Sama þróun á sér stað víða um heim. Í Bandaríkjunum eru dísilbílar nánast útdauðir og víða í Evrópu verða þeir hreinlega bannaðir. Í Hollandi er stefnt að því að þeir verði alfarið farnir af götunum 2025. Um áramótin var eldsneytisgjald hér á landi hækkað. Helstu tíðindin voru að gjaldið hækkaði meira á bensínbíla en dísilbíla. Hvatinn til kaupa á dísilbílum var því aukinn. Því er ekki að undra að flestir nýir bílar sem komu á göturnar á Íslandi 2016 eru dísilbílar – réttur helmingur. Hlutfall rafbíla er því miður enn lágt. Þetta er dæmi um að stjórnvöld sofa á verðinum. Loftslagsmál eru sennilega stærsta viðfangsefni samtímans. Ef mengun af manna völdum heldur áfram óbreytt er staðhæft að hitastig á jörðinni muni hækka um fjórar gráður á Celsíus á þessari öld með voveiflegum afleiðingum; landbúnaðarsvæði þorna upp, jöklar bráðna og sjávarmál hækkar. Fólk mun flytjast í milljónavís frá ströndum og fjær matarkistunum. Sá sem ferðast hefur á norðurslóðir og séð bráðnun Grænlandsjökuls eða til Suður-Kína og séð hvernig mengun af mannanna völdum eitrar andrúmsloftið og skyggir á sjálfa sólina, veit að hættan er raunveruleg. Það mun fara illa ef ekkert er að gert. Parísarsamkomulagið er þar mikilvægt þótt mörgum þyki það ganga of skammt. Við hér getum ekki setið aðgerðarlaus hjá. Við skulum passa landið okkar og haga neyslunni svo að sem minnstur skaði hljótist af. Hver og einn verður að taka ábyrgð á sjálfum sér. Stjórnvöld geta lagt sitt af mörkum með lagasetningu sem verndar náttúruperlur, refsar umhverfissóðum og beinir neyslu fólks í rétta átt. Tíðindin af dísilálögunum benda þó til að stjórnvöld fylgist illa með þróun annars staðar í veröldinni. Í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar er stiklað á stóru þegar kemur að umhverfismálum: „Gerð verður aðgerðaáætlun í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið. Áætlunin feli meðal annars í sér græna hvata, skógrækt, landgræðslu og orkuskipti í samgöngum.“ Nú þarf að láta verkin tala. Fyrsta skrefið gæti verið að vinda ofan af röngum hvötum í eldsneytisgjaldakerfinu. Margt smátt gerir eitt stórt. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir Skoðun