Íbúar og flóttamenn í hættu í vetrarveðrinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Unnið var á snjóðruðningstæki við að hreinsa hraðbraut A27 nærri Achim í Norður-Þýskalandi í gær. vísir/epa Frostbylur hefur valdið miklum skaða í vesturhluta Evrópu, meðal annars valdið því að mörg heimili hafa orðið rafmagnslaus, tré hafa fallið og lestarsamgöngur farið úr skorðum. Í Frakklandi hafði rafmagnsleysi áhrif á yfir 237 þúsund heimili í Normandí og svæði norður af París. Við ströndina, í Dieppe, náði vindurinn 146 kílómetra hraða á klukkustund. Stormurinn, sem kallaður er Egon, fór síðan yfir suðurhluta Þýskalands og olli rafmagnsleysi og miklu umferðaröngþveiti. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt í Frakklandi og í Þýskalandi. Kona lét lífið í Saint-Jeannet í suðausturhluta Frakklands eftir að tré féll á hana. Hún var að gera börn sín reiðubúin fyrir skólann þegar slysið varð. Sums staðar í Frakklandi var skólahaldi aflýst. Í heimsfrægri kapellu í Soissons, sem er norðan við París, brotnaði rúða og orgel þar inni skemmdist. Ökumenn hafa verið varaðir við hættulegum aðstæðum á vegum í Þýskalandi vegna snjókomu og íss. Þrír ökumenn létust í árekstrum í Bavaríu. Á sama tíma hafa flóðvarnir verið styrktar á ströndum Belgíu. Óveðrið í Evrópu hefur kostað að minnsta kosti 65 manns lífið. Allt er snævi þakið í Póllandi og á það líka við um stóran hluta af Suðaustur-Evrópu, þar á meðal Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og vesturhluta Tyrklands. Þar er jafnframt mjög kalt. Þúsundir flóttamanna á Balkanskaga eru lítt búnir til þess að takast á við þessi skilyrði. Margir þeirra hafast við í tjöldum og hafa lítil tækifæri til að hita upp vistarverur sínar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna hafi örmagnast og dáið úr kulda í Búlgaríu. Stofnunin hvatti Grikki til að flytja flóttamenn með hraði í betri vistarverur á meginlandinu, eftir að fréttir bárust af því að í Samos hefðu að minnsta kosti 1.000 manns hafst við í óhituðum byggingum. Vindurinn og snjórinn í Þýskalandi varð til þess að flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta 125 flugferðum frá flugvellinum í Frankfurt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira
Frostbylur hefur valdið miklum skaða í vesturhluta Evrópu, meðal annars valdið því að mörg heimili hafa orðið rafmagnslaus, tré hafa fallið og lestarsamgöngur farið úr skorðum. Í Frakklandi hafði rafmagnsleysi áhrif á yfir 237 þúsund heimili í Normandí og svæði norður af París. Við ströndina, í Dieppe, náði vindurinn 146 kílómetra hraða á klukkustund. Stormurinn, sem kallaður er Egon, fór síðan yfir suðurhluta Þýskalands og olli rafmagnsleysi og miklu umferðaröngþveiti. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt í Frakklandi og í Þýskalandi. Kona lét lífið í Saint-Jeannet í suðausturhluta Frakklands eftir að tré féll á hana. Hún var að gera börn sín reiðubúin fyrir skólann þegar slysið varð. Sums staðar í Frakklandi var skólahaldi aflýst. Í heimsfrægri kapellu í Soissons, sem er norðan við París, brotnaði rúða og orgel þar inni skemmdist. Ökumenn hafa verið varaðir við hættulegum aðstæðum á vegum í Þýskalandi vegna snjókomu og íss. Þrír ökumenn létust í árekstrum í Bavaríu. Á sama tíma hafa flóðvarnir verið styrktar á ströndum Belgíu. Óveðrið í Evrópu hefur kostað að minnsta kosti 65 manns lífið. Allt er snævi þakið í Póllandi og á það líka við um stóran hluta af Suðaustur-Evrópu, þar á meðal Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og vesturhluta Tyrklands. Þar er jafnframt mjög kalt. Þúsundir flóttamanna á Balkanskaga eru lítt búnir til þess að takast á við þessi skilyrði. Margir þeirra hafast við í tjöldum og hafa lítil tækifæri til að hita upp vistarverur sínar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna hafi örmagnast og dáið úr kulda í Búlgaríu. Stofnunin hvatti Grikki til að flytja flóttamenn með hraði í betri vistarverur á meginlandinu, eftir að fréttir bárust af því að í Samos hefðu að minnsta kosti 1.000 manns hafst við í óhituðum byggingum. Vindurinn og snjórinn í Þýskalandi varð til þess að flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta 125 flugferðum frá flugvellinum í Frankfurt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira