Íbúar og flóttamenn í hættu í vetrarveðrinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. janúar 2017 07:00 Unnið var á snjóðruðningstæki við að hreinsa hraðbraut A27 nærri Achim í Norður-Þýskalandi í gær. vísir/epa Frostbylur hefur valdið miklum skaða í vesturhluta Evrópu, meðal annars valdið því að mörg heimili hafa orðið rafmagnslaus, tré hafa fallið og lestarsamgöngur farið úr skorðum. Í Frakklandi hafði rafmagnsleysi áhrif á yfir 237 þúsund heimili í Normandí og svæði norður af París. Við ströndina, í Dieppe, náði vindurinn 146 kílómetra hraða á klukkustund. Stormurinn, sem kallaður er Egon, fór síðan yfir suðurhluta Þýskalands og olli rafmagnsleysi og miklu umferðaröngþveiti. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt í Frakklandi og í Þýskalandi. Kona lét lífið í Saint-Jeannet í suðausturhluta Frakklands eftir að tré féll á hana. Hún var að gera börn sín reiðubúin fyrir skólann þegar slysið varð. Sums staðar í Frakklandi var skólahaldi aflýst. Í heimsfrægri kapellu í Soissons, sem er norðan við París, brotnaði rúða og orgel þar inni skemmdist. Ökumenn hafa verið varaðir við hættulegum aðstæðum á vegum í Þýskalandi vegna snjókomu og íss. Þrír ökumenn létust í árekstrum í Bavaríu. Á sama tíma hafa flóðvarnir verið styrktar á ströndum Belgíu. Óveðrið í Evrópu hefur kostað að minnsta kosti 65 manns lífið. Allt er snævi þakið í Póllandi og á það líka við um stóran hluta af Suðaustur-Evrópu, þar á meðal Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og vesturhluta Tyrklands. Þar er jafnframt mjög kalt. Þúsundir flóttamanna á Balkanskaga eru lítt búnir til þess að takast á við þessi skilyrði. Margir þeirra hafast við í tjöldum og hafa lítil tækifæri til að hita upp vistarverur sínar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna hafi örmagnast og dáið úr kulda í Búlgaríu. Stofnunin hvatti Grikki til að flytja flóttamenn með hraði í betri vistarverur á meginlandinu, eftir að fréttir bárust af því að í Samos hefðu að minnsta kosti 1.000 manns hafst við í óhituðum byggingum. Vindurinn og snjórinn í Þýskalandi varð til þess að flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta 125 flugferðum frá flugvellinum í Frankfurt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira
Frostbylur hefur valdið miklum skaða í vesturhluta Evrópu, meðal annars valdið því að mörg heimili hafa orðið rafmagnslaus, tré hafa fallið og lestarsamgöngur farið úr skorðum. Í Frakklandi hafði rafmagnsleysi áhrif á yfir 237 þúsund heimili í Normandí og svæði norður af París. Við ströndina, í Dieppe, náði vindurinn 146 kílómetra hraða á klukkustund. Stormurinn, sem kallaður er Egon, fór síðan yfir suðurhluta Þýskalands og olli rafmagnsleysi og miklu umferðaröngþveiti. Björgunarsveitir höfðu í nógu að snúast í fyrrinótt í Frakklandi og í Þýskalandi. Kona lét lífið í Saint-Jeannet í suðausturhluta Frakklands eftir að tré féll á hana. Hún var að gera börn sín reiðubúin fyrir skólann þegar slysið varð. Sums staðar í Frakklandi var skólahaldi aflýst. Í heimsfrægri kapellu í Soissons, sem er norðan við París, brotnaði rúða og orgel þar inni skemmdist. Ökumenn hafa verið varaðir við hættulegum aðstæðum á vegum í Þýskalandi vegna snjókomu og íss. Þrír ökumenn létust í árekstrum í Bavaríu. Á sama tíma hafa flóðvarnir verið styrktar á ströndum Belgíu. Óveðrið í Evrópu hefur kostað að minnsta kosti 65 manns lífið. Allt er snævi þakið í Póllandi og á það líka við um stóran hluta af Suðaustur-Evrópu, þar á meðal Rúmeníu, Búlgaríu, Grikkland og vesturhluta Tyrklands. Þar er jafnframt mjög kalt. Þúsundir flóttamanna á Balkanskaga eru lítt búnir til þess að takast á við þessi skilyrði. Margir þeirra hafast við í tjöldum og hafa lítil tækifæri til að hita upp vistarverur sínar. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir að fjöldi flóttamanna hafi örmagnast og dáið úr kulda í Búlgaríu. Stofnunin hvatti Grikki til að flytja flóttamenn með hraði í betri vistarverur á meginlandinu, eftir að fréttir bárust af því að í Samos hefðu að minnsta kosti 1.000 manns hafst við í óhituðum byggingum. Vindurinn og snjórinn í Þýskalandi varð til þess að flugfélagið Lufthansa þurfti að fresta 125 flugferðum frá flugvellinum í Frankfurt. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Sjá meira