Franskir vinstrimenn velja sér forsetaefni: Montebourg sækir hart að Valls Atli Ísleifsson skrifar 16. janúar 2017 10:46 Arnaud Montebourg og Benoît Hamon í gærkvöldi. Vísir/AFP Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni. Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Manuel Valls var harðlega gagnrýndur fyrir stefnu franskra stjórnvalda í málefnum flóttafólks þegar frambjóðendur vinstrimanna mættust í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. Þar mættust þeir sjö sem kljást um að verða forsetaefni vinstrimanna í forsetakosningunum sem fram fara í vor. Hart var sótt að Valls, sem lét af embætti forsætisráðherra Frakklands í desember til að geta tekið slaginn um að verða forsetaefni vinstrimanna, fyrir það sem andstæðingar hans lýstu sem harðri innflytjendastefnu. Fyrirfram var talið nokkuð öruggt að Valls yrði frambjóðandi vinstrimanna eftir að Francois Hollande Frakklandsforseti sagðist ekki sækjast eftir endurkjöri. Samkvæmt frétt Reuters er sigur Valls þó síður en svo í höfn þar sem frambjóðendur, sem taldir er vinstra megin við Valls, sækja nú hart að Valls.Montebourg talinn hafa staðið sig best Fyrrverandi efnahagsmálaráðherrann Arnaud Montebourg er talinn hafa borið sigur úr býtum í kappræðum gærkvöldsins. Sömu sögu var að segja af fyrstu kappræðum frambjóðendanna í síðustu viku. Samkvæmt nýrri könnun, sem gerð var að kapprðum loknum, sögðu 29 prósent aðspurðra að Montebourg hafi staðið sig best. 26 prósent aðspurðra sögðu Valls hafa staðið sig best. Lögfræðingurinn Montebourg yfirgaf frönsku ríkisstjórnina árið 2014 eftir að hafa gagnrýnt efnahagsmálastefnu Hollande forseta.Hamon á einnig möguleika Fyrrverandi menntamálaráðherrann Benoît Hamon, sem líkt og Montebourg sækir fylgi sitt til vinstra fylgisins innan Sósíalistaflokksins, er talinn hafa sótt í sig veðrið og er einnig talinn eiga möguleika á að tryggja sér útnefninguna. Hamon sakaði Valls um að stjórn hans hafi verið einna tregust til að taka á þeirri erfiðu stöðu sem flóttamenn sem koma til álfunnar standa frammi fyrir. Valls sagðist hins vegar hafa verið fastur fyrir í viðræðum sínum við aðra evrópska leiðtoga á meðan hann gegndi embætti forsætisráðherra.Sjö frambjóðendur Vinstrimenn munu velja forsetaefni sitt í tveimur umferðum, 22. og 29. janúar. Þar mætast frambjóðendur Sósíalistaflokksins og annarra vinstriflokka, en kosið verður milli tveggja efstu í síðari umferðinni. Frambjóðendurnir munu mætast í einum kappræðum til viðbótar áður en kosið verður. Frambjóðendurnir sjö:Manuel Valls, 54 ára, fyrrverandi forsætisráðherraArnaud Montebourg, 54 ára, fyrrverandi efnahagsmálaráðherraBenoît Hamon, 49 ára, fyrrverandi menntamálaráðherraVincent Peillon, 56 ára, EvrópuþingmaðurSylvia Pinel, 39 ára, leiðtogi vinstriflokksins PRGFrançois de Rugy, 43 ára, þingmaður og leiðtogi Parti ÉcologisteJean-Luc Bennahmias, 62 ára, leiðtogi Fyrri umferð forsetakosninganna fer fram 23. apríl. Hljóti enginn hreinan meirihluta verður kosið milla tveggja efstu í síðari umferðinni sem fram fer 7. maí. Kannanir benda til að Frakkar munu kjósa milli Francois Fillon, forsetaefnir Repúblikana, og Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, í síðari umferðinni.
Flóttamenn Tengdar fréttir Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Vaktin: Opinbera nöfn gíslanna sem sleppt verður í dag Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Sjá meira
Montebourg þótti standa sig best í kappræðum sósíalista Frambjóðendur sem sækjast eftir að verða forsetaefni franskra sósíalista öttu kappi í sjónvarpskappræðum í gærkvöldi. 13. janúar 2017 13:51