Ísdorgið hægt og rólega að hverfa Karl Lúðvíksson skrifar 17. janúar 2017 15:02 Ísdorg var eitt sinn mikið stundað á Íslandi Fyrir nokkrum áratugum var ísdorg nokkuð algengt sport á íslandi en einnig var þetta mikið stundað í sveitum landsins til að ná sér í soðið á köldum vetri. Andstætt því sem margir halda er silungur oft ekkert illa haldinn á veturnar og er ágætis matfiskur þó svo að það sé misjafnt eftir vötnum en þar ræður fæðuframboð að sjálfsögðu miklu. Ísdorg var áður stundað víða og meira að segja í nágrenni Reykjavíkur var stundað dorg á Elliðavatni, Vífilstaðavatni og í suðurbotni Kleifarvatns en hann er þurr og ónýtt veiðisvæði í dag. Eins og gefur að skilja þarf ís á vötnin til þess að hægt sé að dorga og á tíðum hefur ísinn ekki verið nægilega traustur til að hægt sé að fara út á hann en mikillar varkárni og þekkingar er krafist áður en farið er út á ísilögð vötn. Þar sem uppsprettur koma fram undan botni verður ísinn oft þunnur fyrir ofan þær og mjög varasamur. Það er þó eitthvað stundað á norðurlandi að dorga í gegnum ís og einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa tekið smá krók á leið sína í vélsleðaferðum til að leyfa útlendingum að veiða í gegnum ís. Það eru allmörg vötn fyrir norðan sem eru vel frosin þessa dagana og með þykkum ís og er Kringluvatn til dæmis eitt þeirra vatna sem er stundum skroppið í. Það væri synd ef þetta sport leggst af því það er reglulega gaman að sitja á ís og dorga í góðu veðri og ekkert leiðinlegra þegar fiskur tekur en það er nefnilega ákveðinn list að þreyta fisk í gegnum vök. Mest lesið Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði
Fyrir nokkrum áratugum var ísdorg nokkuð algengt sport á íslandi en einnig var þetta mikið stundað í sveitum landsins til að ná sér í soðið á köldum vetri. Andstætt því sem margir halda er silungur oft ekkert illa haldinn á veturnar og er ágætis matfiskur þó svo að það sé misjafnt eftir vötnum en þar ræður fæðuframboð að sjálfsögðu miklu. Ísdorg var áður stundað víða og meira að segja í nágrenni Reykjavíkur var stundað dorg á Elliðavatni, Vífilstaðavatni og í suðurbotni Kleifarvatns en hann er þurr og ónýtt veiðisvæði í dag. Eins og gefur að skilja þarf ís á vötnin til þess að hægt sé að dorga og á tíðum hefur ísinn ekki verið nægilega traustur til að hægt sé að fara út á hann en mikillar varkárni og þekkingar er krafist áður en farið er út á ísilögð vötn. Þar sem uppsprettur koma fram undan botni verður ísinn oft þunnur fyrir ofan þær og mjög varasamur. Það er þó eitthvað stundað á norðurlandi að dorga í gegnum ís og einhver fyrirtæki í ferðaþjónustu hafa tekið smá krók á leið sína í vélsleðaferðum til að leyfa útlendingum að veiða í gegnum ís. Það eru allmörg vötn fyrir norðan sem eru vel frosin þessa dagana og með þykkum ís og er Kringluvatn til dæmis eitt þeirra vatna sem er stundum skroppið í. Það væri synd ef þetta sport leggst af því það er reglulega gaman að sitja á ís og dorga í góðu veðri og ekkert leiðinlegra þegar fiskur tekur en það er nefnilega ákveðinn list að þreyta fisk í gegnum vök.
Mest lesið Ennþá fullt af birting í Tungufljóti Veiði Hraunsfjörður fer að vakna Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 86 sm maríulax kveikti á veiðibakteríunni Veiði Námskeið fyrir leiðsögumenn í laxveiði Veiði Fimmta framboðið til stjórnar SVFR Veiði Stóru urriðarnir liggja líka í Kleifarvatni Veiði Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Veiði Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá Veiði