Viðskipti erlent

Snjallforrit hækka í verði í kjölfar Brexit

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Hart var barist í Brexit-kosningabaráttunni.
Hart var barist í Brexit-kosningabaráttunni. vísir/afp
Verð snjallforrita í App Store, forritaverslun Apple, mun hækka um fjórðung í kjölfar Brexit.

Þetta segir í bréfi sem forritarar fengu sent í gær. Munu því ódýrustu forritin ekki lengur kosta 0,79 pund heldur 0,99 pund. Dýrari forrit, líkt og leikurinn Super Mario Run, munu kosta 9,99 pund í stað 7,99 punda.

Verð snjallforrita á Indlandi og í Tyrklandi mun einnig að hækka.

Verðhækkunina má rekja til gengisfalls pundsins í kjölfar þess að Bretar kusu að yfirgefa Evrópusambandið. Pundið hefur ekki staðið verr gagnvart Bandaríkjadal í 31 ár.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×