Í myndbandinu má sjá hvernig allar Pixar myndirnar tengjast á ótrúlegan hátt. Pixar myndirnar eru margverðlaunaðar og sérstakar en notast er við ákveðinn tölvuteiknistíl í þeim.
Myndir á borð við Toy Story, Cars, Leitin að Nemó og margar aðrar fleiri þekktar teiknimyndir. Allar þessar myndir hafa ákveðna tengingu sem sumir netverjar hafa tekið eftir undanfarin ár og lengi hafa verið kenningar um, en aldrei fengist staðfest.
Núna hefur fyrirtækið komið fram með myndband sem allir verða að sjá.