Logan verður frumsýnd þann 3. mars en Wolverine er mjög vinsæl sögupersónu sem á milljónir aðdáenda.
Nýjasta stiklan úr kvikmyndinni kom út rétt í þessu og geta aðdáendur sannarlega verið spenntir.
Það sem vekur helst athygli hér á landi er að hljómsveitin Kaleo á lagið undir stiklunni. Þar má heyra lagið Way Down We Go eins og sjá má hér að neðan.
Þetta er síðasta kvikmyndin sem Hugh Jackman leikur Wolverine en hann hefur farið með þetta hlutverk í 17 ár.